Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006 Fréttir DV A vinnustofunni á Stokkseyri Undir áhrifum Snæfellsjökuls. hún og það er nokkuð ljóst að engin spurning nær að slá hana út af lag- inu. „Ég hef ekki lifað hefðbundnu fjölskyldulífi,verið gift einum manni og átt börn og buru. Ég hef átt nokkra samferðarmenn í misjafnlega lang- an tíma. Allir þessir menn sem ég hef verið með eru úrvalsmenn. Svo komu upp árekstrar og samböndin slitnuðu." Geturðu kennt sjálfri þér um þá árekstra? „Já, eflaust marga þeirra," segir hún umhugsunarlaust. „Árekstr- amir snerust yfirleitt um að ég vildi halda til streitu því sem ég vildi gera. í kringum myndlistina ríkir eigin- girni. Þú þarft að fá þinn tíma, þeg- ar þú vilt og geta verið að eins lengi og þér hentar. Það er ekki fyrir alla að vera í kringum þannig persónur. Það eru makar þeirra myndlistarmanna sem hafa náð langt sem á að taka við- töl við og skrifa bækur um. Það fólk hefur afrekað hluti sem koma fram í verkum viðkomandi listamanns," segir hún og klæðir sig í vinnuslopp- inn fyrir framan Sjálfsmynd sem hún segir ekki fala lengur. Þannig að ef þessir menn hefðu haft vit á að vera ekki að stjórna þér, vceru þeir núna í viðtali en ekki þú? „Já, nákvæmlega!" svarar hún. „Skoðið sögu þekktustu myndlistar- manna okkar og maka þeirra og þið sjáið að ég hef rétt fyrir mér." Söknuður eftir mönnunum Sástu eftir þessum mönnum? „Misjafnlega mikið. Það tók mig ákveðinn tíma að vinna mig út úr hjónaskilnaðinum. Ég saknaði sam- verunnar, við vorum alltaf á ferð og flugi og gerðum margt spennandi." Hún segir kannski lýsa söknuðin- um best að þegar aðrir hafi verið að fara út á lífið á fóstudagskvöldum hafl hún verið að lceyra í einveruna á Eyrarbakka. „Ég hefði getað haldið yndislega sumarhúsinu sem við vorum með við Skorradalsvatn og þar sem ég málaði mildð, en ég er svo myrkfælin þegar rökkva tekur að ég treysti mér ekki til að eiga það. Þess ber þó að geta að þá átti ég heldur elcki hann Mola minn," segir hún og horfir ástúðlega á litía hundinn í fangi sér. „Moli valdi mig, ég ekki hann," bætir hún við. „Amma hans og afi eru vinir mínir, Steinunn Bergsteinsdóttir listakona og Sig- urður G. Tómasson útvarpsmaður. Ég fylgdist með meðgöngu mömmu hans, hafði valið mér tík, en þessi litíi gæi sofnaði alltaf í lófanum á mér." Rokrassgat við sjóinn Á palli veitingahússins Við flöru- borðið á Stokkseyri fáum við okk- ur kaffl latte og Snickers-rjómatertu. Þegar setið er í kyrrðinni á Stokkseyri er auðvelt að skilja það val að flýja hávaðann í Reykjavík, sérstaklega þegar listamaður á í hlut. „Þegar ég var að segja útíending- um í galleríinu mínu við Skólavörðu- stíginn að ég ætlaði að flytja, lýstí ég Stoklcseyri sem „small, windy village by the seaside and I have the Atlant- ic ocean in my backyard"," segir hún brosandi. Og það er hárrétt lýsing eins og við fengum að upplifa þegar við komum á hlýlegt heimili hennar. Þegar hún hefur smellt sér í „stórborgargalla- buxurnar" frá Sand klifrar hún upp í stiga í garðinum til að geta sest við sitt eigið flöruborð og bendir áfegurð- ina allt í kring. Eyjaflallajökull logar eins og gull í síðdegissólinni. „Hér er ég aldrei einmana," seg- ir hún. „Hér ríkir himnesk kyrrð. Eg er alkomin til Stolckseyrar til að und- irbúa elliárin. Það eru líldega bestu árin fyrir myndlistarmann til að vinna úr því sem hann hefur safnað í sarpinn gegnum lífið. Ég held ekki að það hafl verið dirfska af mér að selja allar eigur mínar í Reykjavík og setj- ast að hér. Kannski svolítil sérviska, en ekki dirfska. í stað þess að hægja á mér eins og ég hafði ætíað mér, er ég á túrbó!” / návist Sjafnar sér maður hana ekkifyrirsér í einhverjum hœgagangi. Heldurðu virkilega að það komi að því að þú „róist“?! „Já, ég held það hljótí að koma að þvf! Maður er ekki langhlaupari allt h'fið!" segir hún skellihlæjandi og nú er komið að því að spyrja hana út í gleðina sem skín úr augum hennar. Kynntist manni í brúðkaupsferðinni Ertu komin í nýtt samband? Þögn. Hún lítur til himins. Orðin heittrúuð? „Nei, reyndar ekki, ég er bara að gá hvort það sé lítil Cessna að fljúga hér yfir," segir hún dularfull á svip. Svona. Út með söguna! „Sannleikurinn er sá að ég er í „balanseraðri" fjarbúð með manni sem ég kynntíst á siglingu um Kar- íbahafið - í brúðkaupsferðinni minni...” NEI! „Ó, jú. Reyndar höfðum við hvor- ugt smekk fýrir hinu þá, hann var í hamingjusamri sambúð og ég í brúðkaupsferð! Þessi maður heit- ir Einar Elíasson og er átján árum eldri en ég, „sjötugur heldrimaður", og núna, þegar vinkonur mínar sjá hvað ég blómstra, eru þær allar farn- ar að leita að eldri mönnum! Einar býr á Selfossi, hafði fylgst með mér sem listakonu og komið á sýning- arnar mínar. Þegar ég fréttí að hann væri ekki lengur í sambúð ákvað ég að koma honum og vinkonu minni á „blind date". Hún kíkti í þjóðskrána og fannst maðurinn of roskinn fyrir sig... Svo ég bauð honum í hvítvíns- glas niður á Eyrarbakka, hann þáði það og tók sér síðan nokkurra daga umhugsunarfrest. Bauð mér svo út að borða og þetta hefur verið einn samfelldur kvöldverður síðan." Fráskilinn faðir flögurra barna, sem Sjöjh segist eiga góð og eðlileg samskipti við. „Það er ekld sjálfgefið," segir hún til skýringar. „Börnin hans Ármanns voru alltaf ósátt við mig og þung for- tíð hans varð hjónabandi okkar að bana. Eina dóttír hans sem var mér góð er Ellý, sem ritstýrir tímaritínu Hér & nú og margir þekkja sem þulu úr Sjónvarpinu. Eftir skilnaðinn átti ég nokkurn tíma með Thulin Johans- en, sem á þrjár yndislegar dætur sem sýndu mér alltaf virðingu og eru góð- ar vinkonur mínar enn í dag." Hjúpur af ást Kemur ástin alltafí sömu mynd? „Mér finnst ástín breytast eftir því sem ég eldist. Það verður annar hraði á ástínni, öðruvísi dýpt. Hún er ekki lengur í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Samband okkar Einars snýst um virðingu, vináttu og traust - og ég hefði aldrei trúað að ég ætti eftir að hugsa svona." Er Einar hin sanna ást? „Ég hugsa að maður spái meira í hvort hin eina sanna ást sé til þegar maður er yngri og er að byggja sjálf- an sig upp," svarar hún eftir stutta umhugsun. „Einar er mér sannur vinur og félagi og okkur þykir mjög vænt hvoru um annað. Það er ákveð- in virðing milli okkar og í henni finnst mér vera hjúpur af ást. Einar stendur vel við bakið á mér, strekkir öll léreftin mín og er búinn að átta sig á hvers vegna ég byrja að vinna síð- degis þegar aðrir eru að hætta vinnu. Hann er af gamla skólanum og vill að ég sé vinnusöm. Stundum finnst mér hann aðeins of mikill verkstjóri fýrir mig - en veit innst inni að mér veitír ekkert af verkstjóra! Einar er frjór og skemmtilegur maður og spurði mig stríðnislega þegar hann sá brúðar- myndimar af mér hvort Hallgríms- kirkja hefði verið sú eina sem hefði verið nógu stór fýrir slóðann á brúð- arkjólnum mínum." Hressilegur hlátur Sjafnar berst út yflr lygnan sjóinn. Hún hlýtur að lífga mikið upp á tilveruna á Stokkseyri; annað kemur bara ekki til greina. „Mér er vel tekið hér af íbúum Stokkseyrar," segir hún. „Hér finn ég jafnvægi. Draumur minn núna er sá að byggja íbúðarhús og gallerí saman, hvort sem það verður hér á torginu eða annarstaðar á Stokks- eyri. Það mundi einfalda líf mitt enn meira en orðið er. Kannski eignast ég lítínn íverustað í sveitínni í Dan- mörlcu, lítíð horn til að hverfa í þeg- ar ævintýraþráin sækir að. Við Ein- ar erum í sambandi að eigin ósk, vilja og umhyggju. Auðvitað breyt- um við ekki hvort öðru. Hann hefur góð áhrif á mig, enda hefur hann lif- að lengra lífi en ég; öðruvísi lífi en ég. Hann er jarðtengingin mín." „Ég hugsa að maður spái meira í hvort hin eina sanna ást sé tilþegar maður er yngri og er að byggja sjálfan sig upp, Einar ermérsannur vin- ur og félagi og okkur þykir mjög vænt hvoru um annað. Það er ákveðin virðing milli okkar og í henni fínnst mér vera hjúpur afást" Röndótt Iff „Llfmitt hefur verið ofið saman afskemmtilegum röndum í mörgum litum.“ Þrjátíu metrar af silki Fertug stúlkan Isérhönnuðum brúðarkjól eftir Magneu systursína. Meö Danadrottningu MargrétDana- drottning hafði um margt að ræða við Sjöfn Har í veislu I New York. Litríkar rendur Saknarðu þess einhvem tíma að eiga ekki börn? Stutt þögn. Svo lítur hún beint í augu mér. „Þegar ég var gift veltí ég því fýr- ir mér hvort mig langaði að eignast barn og hvort ég gætí veitt því gott líf ef tíl skilnaðar kæmi, því ekkert er ör- uggt í þessum heimi. Niðurstaða mín var sú að ég yrði góð mamma. Ég er elst sjö systkina og veit hversu milda ást og þolinmæði á að sýna börn- um og afkvæmum. Maður hendir þeim ekki frá sér fýrir eigin frama. Ég reyndi að eignast barn, það tókst ekki, en ég er sátt. Engu að síður finnst mér svolítíð skrýtín tílfinn- ing að eiga aldrei eftír að upplifa að verða amma. En maður fær ekki allt sem mann langar í." Þitt líf hefur kannski verið svolítið eins og bolimir þínir, röndótt? „Já, það má sannarlega segja það," segir hún og hlær glaðlega. „Líf mitt hefur verið svolítið röndótt. Það hef- ur verið ofið saman af skemmtileg- um röndum, misjafnlega mörgum og misjafnlega beinum, en þær hafa verið í mörgum litum." annakristine@dv.is Það tókstl The Haraldsson family fagnaði í Perlunni þegar sú elsta hafði gift sig, enda mætti hún hálftlma ofseint til vlgslunnar! „Ég er á öðru tlmabelti en aðrir og mun öruggtega mæta ofseint I eigin jarðarför!" Sandblástur á verðlaunagrip Sjöfn Har við störfl steinsmiðju S. Heigasonar að sandblása höggmynd, útflutningsverðlaun forseta Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.