Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 46
62 FÖSTUDAGUR 18.ÁGÚST2006 Helgin PV c íslendingar hafa fylgst meö sambandi sjónvarpsstjarnanna Loga Bergmans Eiðssonar og Svanhildar Hólm Valsdóttir frá byrjun og um brúökaup aldarinnar var aö ræöa þegar parið lét pússa sig saman fyrir rúmu ári. Nú hafa Logi og Svanhildur eignast saman litla dóttur sem er sjötta barn þeirra hjóna en Logi á fyrir fjögur börn og Svanhildur eitt af fyrra sambandi. Vinir og samstarfsfélagar hjónakornanna segja þau eðal fólk sem viti hvaö það vill og hvaö það þarf að gera til að öðlast það. Logi og Svanhildur þykja bæði hress og félagslynd auk þess sem þau eru bæði klár og glæsileg og án efa ein flottustu hjón landsins. c * 4- «»- % NÆRMYND Glæsileq hjón Falleg brúðhjón Logi varglæsilegur til fara, klæddur í sérsaumuð kjólföt frá kjólameistaranum og klæðskeranum Gerði Bjarnadóttur en Svanhildur var aftur á móti klædd I kjól frá Pelli og purpura og þótti sérlega glæsileg. - *sem stefna hátt Fréttaparið góðkunna Svanhildur Hólm Valsdóttir og Logi Berg- mann Eiðsson eignuðust dóttur þann 21. júlí og þar með sitt sjötta barn. Fyrir á Logi fjögur börn með fyrrverandi eiginkonu sinni og Svanhildur Hólm eitt af fyrra sambandi. Svanhildur og Logi hafa um árabil verið á meðal alvinsælustu sjónvarpsmanna og hafa bæði setið ofarlega á listum yfir kynþokkafyllsta fólk landsins í gegnum árin sem og listum yfir vinsælasta sjónvarps- fólk landsins. Logi og Svanhildur kynntust í gegnum spurninga- þáttinn Gettu betur en Logi var lengi spyrill keppninnar og um tíma starfaði Svanhildur sem stigavörður. Svanhildur Hólm fæddist 11. okt- óber 1974 og útskrifaðist sem stúd- ent frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1994. Foreldrar hennar eru Valur Hólm Sigurjónsson vél- fræðingur og móðir hennar Fjóla Stefánsdóttir sem starfar hjá skatt- inum á Akureyri. Svanhildur hóf störf við fjölmiðla þegar hún starf- aði á dagblaðinu Degi á Akureyri árið 1995 en þaðan fór hún yfir á svæðisútvarpið á Akureyri aukþess sem hún var um tfrna á Rás 2. fs- lendingar kynntust henni þó ekki af alvöru fyrr en hún fluttist suður og birtist í sjónvarpinu í Gettu betur. Þaðan lá leiðin í Kastljósið á RÚVþar til hún ákvað að færa sig yfir í ísland í dag á Stöð 2. í viðtali við DV sagð- ist Svanhildur ánægð með skiptin. „Maður hefur sennilega meira tækifæri til að vera maður sjáif- ur í fslandi í dag, þar er hægt að vera í sínum eigin karakter. Það kemur fyrir að við þurfúm að gera meira en að vera í hlut- verki spyrilsins og verðum að spinna eitthvað sem gerðist eiginlega aldrei í Kastjósinu,” sagði Svanhildur í við- talinu og bætti aðspurð við að þátta- stjómendur þyrftu að vera sívakandi fyrir efni í þáttinn og að þeir dagar komi þar sem hún sé næstum komin í þrot. „Þetta bjargast náttúrlega allltaf en ég fæ alveg martraðir. Mig dreym- ir að klukkan sé sex og ég er ekki með neitt efni í þáttinn. Þá hleyp ég eins og brjálæðingur um allt hús í leit að ein- hvetjum, bara hverjum sem er, til að tala við, og svo vakna ég hálf ringluð og mæti í vinnuna sannfærð um að þetta sé dagurinn. Sem betur fer er ég ekkert berdreymin." Úr íþróttum yfir í fréttir Logi Bergmann Eiðsson fædd- ist þann 2. desember 1966 en hann hóf sinn fréttamannsferil sem íþrótta- fféttamaður í Sjónvarpinu. Þaðan lá leið hans yfir í fréttfrnar en hann færði sigyfir á Stöð 2 og starfar nú við hlið eig- inkonunnar. Hann sem fréttaþulur en hún sem einn af liðsmönnum íslands í dag. Logi Bergmann hafði gert samn- ing við Pál Magnússon, útvarpsstjóra, um að stjóma nýjum magasínþætti sem átti að verða aðaltromp Ríkissjón- varpsins en Þórhallur Gunnarsson hfjóp í hans skarð þegar Logi fór yfir til 365. Logi þykir liðtækur bæði í golfi og knattspymu en hann æfir fótbolta með félögum sínum í Ungmannafélaginu Fréttaþulur Logi les fréttirnar áStöð2f fyrsta skiptið eftir að hafa fluttsig skyndilegayfír á Stöð 2 frá Rúv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.