Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 27
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006 27 Júlíus Júlíusson er framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík sem laðað hefur að hátt á annað hundrað þúsund gesta á sjö dögum. Hann segist vera 100% Dalvíkingur, er opinskár og einlægur og segir íslendinga al- mennt þurfa að ganga lengra í því að viðurkenna væmni sína. Erum ölljólabörn 100% Dalvíkingur „Viö erum öll jólabörn og Eurovision-aödáendur DV Mynd Heiöa.is Nígeríusúpan sem var á boðstólum á Fiskideginum mikla á Dal- vík þangað til núna, þótti ýmist hið mesta lostæti eða viðbjóður. Framkvæmdastjóra Fiskidagsins, Júlíusi Júlíussyni, þykir hún góð, en Júlli er nú líka svo jákvæður maður að það yrði sjálfsagt vandfundið það sem honum mislíkar. Sagt er um Júlíus að eng- inn gestgjafi komist með tæmar þar sem hann hefur hælana, enda hefur maðurinn tekið á móti hátt í tvö hundruð þúsund í mat á sjö dögum - sem spanna sex ára tímabil. Um síðustu helgi komu þrjátíu og fimm þúsund manns norður á Dalvík á Fiski- daginn milda. „Þótt ég segi sjálfur frá er ég meiri Dalvíkingur en aðrir!" segir hann skellihfæjandi. „Margir Dalvíkingar hafa fæðst „inn á" sjúkrahúsi, eins og við segjum, það er að segja á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, en ég er fæddur í húsinu Höfn á Dalvík, 2. febrúar, snjóaveturinn mikla árið 1966. Þann dag var ailt á kafi í snjó og ljósmóðirin, Ása í Kálfsskinni, var sjálf bamshafandi og komst ekki mifli húsa. Það varð því úr að nágranni for- eldra minna fór á gönguskíðum heim til Ásu, sótti ljósmóðurtöskuna og góð kona á Dalvík tók á móti mér í rúmi foreldra minna. Þess má geta til gam- ans að ferðamaður sem kom á Fiski- daginn mikla fyrir tveimur árum varð svo hrifinn af húsinu að hann keypti þaðástaðnum! Égerhundraðprósent Dalvíkingur og meðvitað og ómeðvit- að hef ég viljað kynna heimabæ minn hvenær sem færi gefst. Svo er ég trygg- ur við þá sem reynast mér vel; kaupi til dæmis bara vörur af þeim sem styrkja Fislddaginn mikla. Það er ekki nóg að þiggja heldur þarf að standa við bakið á þeim sem styðja mann." Móðir Júlíusar var Valgerður Þor- bjamardóttir, œttuð úr Miðdölum í Dalasýslu, en það segir Júlli að geri sig að frœnda útvarpsmannsins góð- kunna Þorgeirs Ástvaldssonar: „Pabbi, Júlíus Eiðsson, var hins vegar ættaður framan úr Svarfaðar- dal sem er fallegasti dalur á landinu - með fullri virðingu fyrir hinum fallegu dölunum," segir hann með áherslu. „í þessari fullyrðingu minni felst engin móðgun, krafturinn í Svarfaðardal er engum líkur. Mamma og pabbi kynnt- ust á vertíð í Keflavík. Ég er yngstur bama þeirra, á tvo eldri bræður, þá Val og Guðmund, sem reka saman fisk- verkun á Dalvík en Eyrún systir okkar er þroskaþjálfi og býr á Bakkafirði. Svo á ég eina hálfsystur, Dagnýju, sem býr á Selfossi. Þótt ég væri yngstur var ég hins vegar aldrei nein dekurdúkka, var rosalega orkumikið bam og ungling- ur og held hreinlega að það hafi aldrei gefist tími til að dekra mig! Ég var ekki hár í loftinu þegar ég vildi komast í vinnu." Sælgæti fyrir launin - og ældi því svo! Sem hann gerði. Átta ára var hann mœttur óbeðinn ofan í skurð með skóflu: „Ég held ég hafi verið hörkudug- legur þennan morgun, en þegar leið að hádegi spurði ég hvenær launin væm borguð! Þama var verið að grafa fyrir RARIK og Kiddi heitinn Guðlaugs verkstjóri borgaði mér fimmtíu krón- ur fyrir morguninn. Ég fór rakleiðis í sjoppuna sem Stína heitin Sigtýs rak, slengdi fimmtíu kallinum á borðið og sagðist ætla að fá eina kók, grænan ís- pinna, tvö krembrauð og kúlur fyrir af- ganginn. Auðvitað dugðu peningamir ekki fyrir öllu óskasælgætinu mínu, en Stína lét mig fá megnið af þvf. Þama við sjoppuborðið skóflaði ég öllu í mig, fór svo á bak við sjoppuna og ældi! Fór svo heim og hættí að vinna á þessum stað!" Saknaði epla jólasveinanna Júlli segist vera svo mikill Dalvík- ingur að þegar hann var þrítugur hafði hann aldrei farið frá Dalvík til lengri dvalar en einnar viku í senn: „Þetta hljómar kannski sveita- mannslega, en svona var það," seg- ir hann. „Um leið og ég er kominn frá Dalvík vil ég drífa mig heim. Þegar ég er kominn heim þarf ég svo að fara eitthvert. En fyrsta búseta mín ann- ars staðar en á Dalvíkvar sem sagt vet- urinn 1996-1997, þegar konan mín, Gréta Amgrímsdóttir, fór í nám við Kennaraháskóla íslands. Þegar liðn- ir vom ellefu dagar í Reykjavík fór ég að fá heimþrá. Hún ágerðist þegar h'ða fór að jólum og eitt af því sem ég sakn- aði var að sjá ekki jólasveinana koma á svalimar á Kaupfélaginu á Dalvík. Því hafði ég aldrei á ævinni misst af fyrr og mesta stemningin var og er þeg- ar jólasveinamir gefa epli. Það er sko extra gott bragð af eplunum sem gefin em á aðventunni á Dalvík!" segir hann hlæjandi. Konu sinni kynntist Júlli fyrir 20 árum. Vissirðuþegarþúsásthanafyrst að þetta yrði konan þín ? „Já, ég var næstum viss," svar- ar hann. „Sannfærðist þó þegar ég sá hana í annað sinn, þá á tónleikum með hljómsveitinni Europe í Laugar- dalshöllinni. Gréta er frá Sehossi, en fluttíst í Svarfaðardalinn, það er ekld hægt að eiga betri konu en Grétu. Hún lauk kennaranámi við Háskólann á Akureyri síðastliðið vor og mun kenna 1. bekk við Dalvíkurskóla næsta vetur. Við eigum þrjú böm, Júhu Margrétí 18 ára, Eið Mána 7 ára og Valgerði Maríu 4ára. Guð er með í pakkanum Fiskidaginn mikla á Dalvík þekkja núna velflestir íslendingar, en í upphafi voru ekíci margir sem höfðu trú á hug- myndinni. Nema Júlli. „Ég hafði algjörlega tröllatrú á þessu frá upphafi," segir hann. „Um leið og Þorsteinn Már Aðalsteinsson, annar hugmyndasmiðanna að Fisld- deginum, Jiringdi í mig og úthstaði fyr- ir mér hugmyndina gerðist eitthvað innra með mér. Mér fannst strax frá- bær hugmynd að bjóða öllum lands- mönnum í mat, þannig að í kring- um þetta myndaðist lítill kjami með mikla trú. Nokkrir góðir styrktaraðilar gáfu sig með að styrkja okkur eftír að við höfðum nauðað í þeim, en flest- ir þeirra höfðu reyndar ekki trú á að nokkur kæmi! Fyrsta árið komu tæp- lega sex þúsund gestir, þrjátíu þúsund í fyrra og þrjátíu og fimm þúsund núna. Margir útlendingar sækja okkur heim og ég hef fulla trú á að það sé hægt að markaðssetja Fiskidaginn mikla fyrir útlendinga meira en gert er. Þetta hef- ur gengið svo ótrúlega vel að mér þyk- ir alveg ljóst að Guð er með í þessum pakka. Sem dæmi má nefiia hvað það er alltaf ofboðslega gott veður á Fiski- deginum mikla og ég vil fá að taka það skýrt fram að þetta em ekki dæmi- gerðar, norðlenskar ýkjur!" segir hann og hlær hressilega. „I fyrra var íjög- urra stíga hití daginn fyrir Fiskidaginn mikla, en um leið og hann rann upp sá ekld ský á Jiimni og kona hné niður af liita..." En hver er áœtlun B, efþað rígnir nú einhvem tíma þennan dag? „Það þarf ekld áætlun B,“ svarar hann hressilega. „Veðrið skiptir í raun engu máfi. Þá mæta bara þeir sem kunna að klæða sig og hafa sólina í hugaoghjarta." Þruma við útför föður Nokkrum dögum fyrir Fiskidaginn mikla ífyrra missti Júlíus fóðursinn og upplifði þá merkilegan og óútskýran- legan atburð. „Pabbi var orðinn fullorðinn mað- ur, 86 ára, en ég held það skiptí ekki máh hversu fuhorðnir foreldrar okk- ar verða, við söknum þeirra þegar þau kveðja. Hann var jarðsettur fjórum dögum fyrir Fiskidaginn í fyrra. Það vom skúrafeiðingar, en sól frammi í dalnum þar sem hann hafði skottast upp í fjöU eftir kindum og hann sagði mér margar sögur af gönguferðum sínum um dalinn. Síðasta lagið sem var sungið í kirkjunni var „Svarfaðar- dalur" og við bárum kistuna út í garð. Þegar við vomm að leggja kistuna nið- ur á pailinn í kirlgugarðinum gerð- ist þetta óútskýranlega. Það drundi í öhu og mikil þrumuhljóð heyrðust og þetta var á þeim stað sem hann ólst upp. Það var eins og dalurinn væri að kveðja föður minn. Þetta var mjög sérstök upplifun, sem mér þótti vænt um." Erum öll jólabörn og Eurovision- aðdáendur Ástœðan fyrir því að Júlíus er oft kallaður „Júlli punktur is" er sú að hann heldur úti öflugri vefsíðu undir þvíheiti. „Ég byijaði að stússast á netinu um það leytí sem það var að byrja að ryðja sér tíl rúms. Meginmarkmið mitt var að koma Dalvík á kortíð. Þá vom bara þrjú bæjarfélög með heimasíðu og mitt fyrsta verk var að láta hanna fyr- ir mig vefsíðu um Jóhann Svarfdæling. Síðan byijaði ég sjálfur að bæta við, fór að tína tíl ýmislegt varðandi Dal- vík og þetta hlóð utan á sig. Mér fóm að berast fyrirspumir og heimsókn- um á síðuna fór fjölgandi. Þar sem ég er einstaklega mikið jólabam, eins og ég kom inn á áðan, fór ég að setja inn fróðleik um sér-dalvíska jólasiði. Mér finnst við öh þurfa að viðurkenna meira hversu mikh jólaböm við erum - það að vera jólabam er svona svipað og að vera Eurovision-aðdáandi. Við erum öh Eurovision-aðdáendur en þorum bara ekki að viðurkenna það. íslendingar eru ahtof mhdð á brems- unni þegar kemur að tilfinningum" Margföldun bænarinnar Svo eru þama gullkom og ann- að sem tengist ástinni, rómantíkinni, bœninni... „Já, eftir fyrstu jólin með þennan vef fann ég gríðarlega þörf hjá mér fyr- ir að búa th „mjúicar" síður og þá varð Kærleiksvefurinn th. Viðbrögðin við honum vom ótrúlega mikh. Fólk fór að senda inn sögur og segja frá sín- um innstu leyndarmálum. Ég svaraði tugum bréfa og í framhaldinu bjó ég th fleiri síður, eins og minningarsíðu og fyrirbænasíðu. Þar er hægt að setja inn nöfn þeirra sem biðja þarf fyrir og kveikja á kertí fyrir viðkomandi. Nei, fóhd reynist ekki erfitt að setja bæn- arefni sín á síðuna," svarar hann. „Ef fólk trúir á bænina og kraft hennar - sem mér finnst vitlaust að gera ekki - þá veit það að með því að varpa bæn sinni fram fyrir aðra og biðja um fyrir- bænir, þá efhst bænin að sama skapi. Sjálfur hef ég margoft upplifað mátt bænarinnar." Eigum að vera væmin Hvað er rómantík í þínum huga? „Það andrúmsloft sem viðkomandi h'ður vel í," svarar hann að bragði. „Mér finnst rómantík vera það að koma á óvart. Hjá mér mætir rómanthdn oft við kertaljós og rauðvínsglas. Hún getur líka verið einhvers staðar fjarri mannabyggðum og er mismunandi eftir árstíma. Maður á að ganga eins langt og maður þorir; vera eins væm- inn og maður þorir. Við erum oft ahtof lokuð án þess að vhja það í rauninni." í hverju felst hamingjan? „Hún felst í einfaldleikanum. Hún felst í því að horfa inn á við; skoða sjálfan sig. Hamingjan felst í því að vera góður. Hugsa jákvætt og þora að gefa af sér. Hamingjan felst ekki í pen- ingum og veraldlegum auði. Hamingj- an er í náttúrunni, í friðnum, þar sem maður finnur sjálfan sig." annakristine@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.