Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 47
PV Helgin FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006 63 Flottur Logi Bergmann hefur lengi þótt einn sá allra kynþokkafyllsti og ekki skemmir nýja skeggið fyrir. Rögnunni en liðið mun einmitt mæta litáensku liði á Fylkisvelli í dag. Auk Loga em þar aðrir þekktir íslenskir karlmenn á við Gísla Martein Baldurs- son, Sigurð Kára Kristjánsson og Rúnar Freyr Gíslason og mun litáenska liðið einnig vera skipað stjömum úr stjóm- mála- og poppheiminum þar í landi. Þeir sem þekkja Svanhildi segja hana einnig eiga áhugamál utan vinnunn- ar og þykir hún nokkuð liðtæk í bad- mington en þessa dagana eiga bömin allan heimar hug og tíma enda í bam- eignarleyfi. Logi og Svanhildur hafa keypt sér hæð á Melhaganum í vest- urbæ Reykjavíkur en Melhaginn virð- ist hafa einhverskonar segulmagn á ís- lenskar stjömur svo nágrannar þeirra hjóna em ekki afverri endanum. íbúð- in er stór sem kemur sér eflaust vel þar sem fjölskyldan hefur stækkað. Tekur lífinu mátulega hátíðlega Þeir sem þeklqa til Svanhildar segja hana lausa við tepmskap og að hún tald lífið mátulega hátíðlega. Hún sé eldklár, fljót að hugsa, ákveðin og rök- föst. „Svanhildur er frek en á henn- ar máli heitir það sjálfsagt að vera ákveðin. Hún veit meira en margur og er dugleg með eindæmum. Skapið fer upp og niður, hún getur verið jaíh glaðleg og hún getur verið fúl. Hún er samviskusöm og getur sagt fyndnar sögur af sjálfri sér. Einu sinni var ég fúll út í hana í þrjá mánuði. Það var held- ur leiðinlegur tími," sagði fyrrum sam- starfsmaður hennar Bjöm Þór Sig- bjömsson í dálkinum Kostir og gallar sem birtist í DV. Sigmar Guðmunds- son Kastljósmaður hafði margt um vinkonu sína að segja í sama dálki. „Svanhildur er fyrir það fyrsta eldklár og afar fljót að setja sig inn í hluti. Þá á hún það til að vera rökfastari en and- skotinn, en stundum er það reyndar galli. Hún vill hafa gaman í kringum sig og tekur lífið mátulega hátíðlega. Svanhildur býður vinum sínum hik- laust fram aðstoð sína ef þeir eiga erf- itt. Hún er laus við að vera tepra, sem er mikill kostur, og reyndar bráð- nauðsynlegt ef hún ætlar tóra eitthvað með honum Loga. Hún er yfimátt- úruiega óstundvís og ég efast um að hún kunni á klukku. Hún viðurkenn- ir helst ekki að hún hafi nokkum tlma rangt fyr- ir sér, enda gjaman stutt í besservisserinn. Þá taiar hún með norð- lenskum ifamburði ' ' og verður stundum : svo harðmælt að 7 það þæf að kalla á ' ,t túlk," sagði Sigmar. Þorgbjörg Helga Vigfúsdóttir, vin- kona Svanhildar, segir hana ofsa- lega klára, hug- myndaríka og ákveðna. „Hún er kona sem á eftír að ná enn lengra en hún hefúr gert. Húm- or hennar er oft- ast frábær stundum fimmaura- brandaram- ir helst til of margir." Nýbyrjuð í Kastljósinu Svanhildur hófstörff Kastljósinu eftir að hafa verið stigavörður í Gettu betur. Dugleg, klár og ósérhlífin í viðtali DV við Ingu Lind Karls- dóttur ijölmiðlakonu nefnir Inga Lind Svanhildi sem eina af sínum bestu vinkonum. „Mér líkar ofsalega vel að vinna með Svanhildi, við höfúm svip- aða sýn á starfið og við vinnum vel saman," sagði Inga Lind. Svanhildur hefur einnig látíð til sín taka á pólitíska sviðinu og er flokksbundinn sjálfstæð- ismaður og hefúr starfað fyrir flokkinn. Magnús Einarsson útvarps- og tónlist- armaður starfaði með Svanhildi um tveggja ára skeið í Morgunútvarpi Rás- ar 2. Hann ber henni afar vel söguna, segir hana einn allra besta samstarfs- mann sem hann hefur haft; „duglega, klára og ósérhlífina. ... Algjör kjam- orkukona sem spáð var mildum frama í pólitík og hefði hún viljað þangað hefði hún náð langt. En það hentaði henni ekki," segir Magnús sem er helst á því að Svanhildur sé kratastelpa. „Maður kemst fljótt að því að hún er ekkert 100 prósent sannfærð um menn og málefni innan Flokksins." Keppnismaður sem vill vinna Þeir sem þekkja til Loga segja hann keppnismann sem vilji vinna og að hann leggi sig allan í það sem hann gerir hverju sinni. „Keppnisskapinu tengist einnig það að hann stendur með sínu fólid fram í rauðan dauð- ann, er félagslyndur, skemmtilegur og opinskár. Drífiu fólk áfram með sér," sagði vinur Loga. Gallar Loga em hins vegar, samkvæmt þeim sem til þekkja, að hann eigi tíi með að vaða í verkin án þess að hugsa mikið um afleiðingam- ar. Hann segi oft það sem ósagt megi látíð og lesi jafúvel óiiikað fr éttimar án þess að skilja þær. „Hann er ánægð- ur með sig meira en góðu hófi gegnir og hefur oft efúi á því. Því fer honum illa hægverskugrobbið sem hann sýnir oft af sér í spumingakeppninni þegar hann þykist heimskari en hann í raun ogvemer." Hún yfirveguð, hann stríðinn Helgi Seljan, liðsmaður fslands í dag og samstarfsmaður Loga og Svanhildar, segir að sér hafi komið á óvart hversu fínt sé að vinna með þeim hjón- um. „f rauninni hélt ég að þau væm hundleiðinleg en þau em hins vegar mjög skemmtileg og Svanhildur er algjör landsbyggð- arvargur sem mér finnst fínt," seg- ir Helgi og bætir við að ef Svan- hildur væri í pólitík og á vinstri kant- inum væri ahún ömgg- lega kölluð frekja. „Það er ótrúlega fínt að vinna með Svan- hildi því hún æsir sig aldrei og verður aldrei stressuð sem er fínt því ég er hálf- gerður taugaveikl- unarsjúklingur. Það er tvennt sem kom mér á óvart með hana og það er hvað hún er skemmtíleg og allt öðmvísi en ég hafði ímyndað mér og svo hvað hún getur borðið mikið. Hún var reyndar ólétt en það er sama, hún getur borðað eins og hestur," segir Helgi brosandi % 4 Hjá Opruh Svanhildur mætti með íslensku símaskrána fþáttinn til að sýna smæð landsins en ummæli hennar um lauslæti kynsystra sinna fóru ekki vel í alla landsmenn. um samstarfskonu sína. „Logi er líka skemmtilegur en hann er mjög stríð- inn og ég held að ég hafi aðeins þekkt hann í þrjá daga þegar hann eyðilagði allar sígaretturnar mínar með því að spreyja ilmvatni ofan í pakkann sem honum fannst mjög fyndið. Það versta við hann er hvað hann er duglegur að stunda golfið því mér firrnst það ekki fara honum, hvorki golffötin né það að vera golfari." Glæsileg brúðhjón á fallegum degi Logi og Svanhiidur gengu í það heiiaga þann 16. júní á síðasta ári með miidlii viðhöfn. Veðrið hefði varla get- að verið betra þennan fimmtudag þegar sjónvarpsstjömunar létu pússa sig saman en athöfnin var falleg og fór ffarn í Dómkirkjunni í Reykjavík þar sem allar skæmstu stjömur lands- ins mættu. Athygli vakti að Svanhild- ur var ekki leidd inn gólfið af föður sínum, heldur leiddi Logi hana sjálf- ur inn. Logi var glæsilegur tíi fara, klæddur í sérsaumuð kjólföt frá kjóla- meistaranum og klæðskeranum Gerði Bjamadóttur en Svanhildur var aftur á móti klædd í kjól frá Pelli og purpura og þóttí afar falleg og glæsileg. Veislu- stjórar vom vinir þeirra þau Inga Lind Karlsdóttir og Gísli Marteinn Bald- ursson en það var Séra Kristján Valur sem pússaði hjónin saman. Talið er að á biiinu 300-350 manns hafi verið í veislunni þegar mest var. Frægt fólk var þar í meirihiuta og máttu vinir og skyldmenni sín lítils innan um ailar stjömumar. Að sögn þeirra sem vom viðstaddir veisluna virtust brúðhjónin alsæl með daginn. Bókaormur og dýravinur Svanhiidur hélt úti um tíma blogg- síðuundirnafúiLjósvakaiæðunnarþar sem kom í ljós að hún er mikill dýra- vinur en á síðunni birtust reglulegar sögur af köttunum hennar. f dálkinum Hvað segir mamma? í DV tekur Fjóia, móðir Svanhildar, undir það auk þess sem hún segir Svanhildi hafa verið mikmn bókaorm þegar hún var krakki. „Sjö ára var hún búin að lesa aiiar Ald- imar. Hún var yndislegt bam frjó, alit- af kát og skemmtileg. Og mjög ákveð- in. Ef hún áttí að fara í önnur föt en henni fannst að hún ættí að vera í þá klæddi hún sig bara ekld," sagði Fjóla um dótturina og bættí við að Svanhild- ur hefði mjög sterka réttlætiskennd og að hún hafi alltaf tekið upp hanskann fyrir þann sem minna máttí sín. „Hún vildi oft beita sér fyrir aðra en sjálfa sig. Svo hefur hún alltaf verið mikill dýra- vinur. Eitt sinn kom hún með önd til hjúkmnar og sú tepptí baðkarið hjá okkur í nokkra daga." í öðm viðtali við DV sagðist Fjóla ekki geta annað en verið stolt af svona stelpu. „Hún hef- ur alltaf verið mjög sjálfstæð og dug- leg stúlka. Við bjuggum lengst af við Laxárvirkjun í Aðaldal, þar sem fað- ir hennar starfaði. Hún fór í 9. bekk á Laugum í Reykjadal. Mig minnir að hún hafi fyrst komið nálægt fjölmiðl- um þar í skólaútvarpsstöð sem var starfrækt um tíma. Svo flutti hún ein yfir á Akureyri þegar hún fór í mennta- skólann. Við fluttum á Akureyri tveim- ur árum seinna og þá flutti hún inn til okkar. Hún tók sér smá frí eftir að hún kláraði menntaskóla og vann þá ýmis störf, eins og á ferðaskrifstofú, og svo var hún blaðamaður á Degi hér fyrir norðan. Hún er mikiil Norðlendingur, þó það hafi eflaust haft einhver áhrif á hana að búa í Reykjavík í 9 ár. Það hefur ábyggilega alltaf gustað svofítíð í kringum hana. Hún er alin upp við það að stelpur em jafii kraftmiklar og strákar og geta það sem þær vilja." í settinu hjá Opruh Svanhildur Hólm var valin úr hópi íslenskra kvenna sem fulltrúi þeirra til að mæta til spjaliþáttardrottningarinn- ar Opruh Winfrey. Svanhiidur mættí með íslensku símaskrána í þáttinn til að sýna smæð landsins en ummæli hennar um lauslæti kynsystra sinna fóm ekki vel í alla landsmenn. Mörg- um þóttí þó nóg um þegar mest lét og tóku upp hanskann fyrir Svanhildi sem hafði látíð út úr sér við Opruh að á íslandi þættí það ekkert tiltökumál að hoppa upp í rúm á fyrsta stefúumóti. Flestum þótti Svanhildur standa sig með prýði þrátt fyrir lýsinguna en hún bauð Opruh bæði upp á kæstan hákarl og íslenskt brennivín. Músíkalskt par Þeir sem þekkja til Loga og Svan- hildar segja að þau hafi gaman af því að lyfta sér upp. Það sannaðist þegar parið stökk óvænt upp á svið á Sálar- balli og tók undir með Stefáni Hilm- arssyni söngvara. „Við erum músík- alskt par" sagði Svanhildur aðspurð um uppátældð. Miidl leynd hvíldi yfir steggjapartýi Loga en vitað er að vinir hans, Sigmundur Davíð Gunniaugs- son, Þorfinnur Ómarsson, Ásgeir Kol- beinsson og Gísli Marteinn Baidursson hrelldu hinn væntanlega brúðguma. Listflug varð fyrir valinu en þeir sem tíl þekkja segja hörðustu nagla koma bleika og bláa úr slíku ævintýri en ekld Logi Bergmann. Hann hafi stað- ist þá þraut af stakri karlmennsku. Um kvöldið snæddi hópurinn svo saman á Hótel Nordica. Ræða mikið um vinnuna sín á milli Aðspurður, í viðtali sem birtíst í DV þann 29. desember 2005 hvem- ig honum iíkaði hjá 365, sagðist Logi kunna vel við sig en að þessi ákvörð- un hafi verið afar erfið. „Ég kann rosa vel við mig. Stemmningin hérna er mikil," sagði hann og bættí við að ná- lægðin við Svanhildi skemmdi ekld fyrir. I sama viðtali sagðist Svanhildur horfa á spumingaþáttinn Meistarann sem Logi kom á laggimar og að sama skapi sagðist Logi horfa á ísiand í dag og sagði þann þátt flottan. „Lifandi og skemmtilegur. Stelpumar em ailar að standa sig mjög vel og svo er Þorsteini Joð blandað mátulega með. Hann er að blómstra. Þau em dugleg að fara út úr húsi og Egill er líka frábær," sagði Logi en þau hjónin ræða reglulega um vinnuna sín á milli. „Við tölum mjög mikið um þessa lrluti. Höfum bæði alltaf gert það," sagði Logi í áður- nefrtdu viðtali. Það er ljóst að þessi ungu glæsilegu hjón eiga eftir að ná enn lengra í sínu fagi eða öðm sem þau leggja fyrir sig. Bæði þykja hörku dugleg og einbeitt og hafa allt til brunns að bera, útlitíð og gáfumar og sjálfstraustíð til að láta til sín taka í hverju því sem þau stefna á. indiana@dvjs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.