Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 37
PV Helgin FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006 53 Leiðtogafundurinn stendur upp úr Kynntist eiginmanninum í gegnum starfið „Stemningin og tilfinningin var sú að við vær- jHjjgs,, um að gera eitthvað rosalega nýtt. Þetta var jðrajfei mikil breyting frá því sem var þar sem Rík- isútvarpið hafði verið eitt á markaðnum í áratugi sem eitthvað óumbreytanlegt í samfélaginu. En svo var því allt í einu s' breytt og eftirvæntingin litaði þessa byrjun," segb Hallgrímur Thorsteins- son útvarpsmaður sem var með síðdeg- isþáttinn Reykjavík síðdegis frá upphafi Bylgjunnar. Þegar Hallgrímur er inn- tur eftir hvort þau hafi ekki mætt mikl- um erfiðleikum fyrstu dagana segir hann svo ekki hafa verið. „Erfiðleikar var orð sem ekki var til í okkar orðaforða. Þetta i var svo gaman og þama voru aðstæður sem aldrei hafa skapast síðan. Við vor- ■ um ein á markaðnum og enska hugtæk- ið „licence to print money" var oft notað á þessum tíma. Þetta gekk ofsalega vel frá fyrstu byrjun og viðtökumar voru brjálæðislega góðar." Hallgrímur segist muna eftir mörgum eftirminni- legum atvikum frá fyrstu dögum Bylgjunnar en leið- togafundurinn í Höfða í október sama ár og stöðin var stofnuð stendur upp úr að hans mati. „Ellefu dögum fyrir leiðtogafundinn fengum við ábendingu frá for- sætisráðuneytinu að vera vakandi um kl. 2. Við höfð- um fréttaáskrift frá Reuters-fréttastofunni og þegar tilkynningin kom úr fjarritanum um að leiðtogarnir ætíuðu að hitt- ast hér á landi var allt sett í gang. Við rifum strimilinn af fjarrit- anum og fórum með hann beint í útsendingu og vor- um langfyrstir með frétt- ina sem var enn ein rós- in í hnappagatið en þær áttu eftir að verða fleiri. Það sannaði sig því strax að frjáls fjölmiðill, sem enginn hafði trú á í fyrstu, væri vel mögulegur, enda vorum við alltaf á undan." Anna Björk Birgisdóttir „Þetta var ferlega fríkað og algjörlega óundirbúið. Mér leiddist I skólanum einn daginn og ákvaö I bílnum að prófaaðsækjaum þessa vinnu/'segir Anna BJörk. „Ég fékk þá villtu hugmynd einn daginn að ganga inn til Einars Sigurðssonar og sannfæra hann um að ég væri útvarpskona," segir Anna Björk Birgisdóttir sem byrjaði sinn fjömiðla- feril á Bylgjunni veturinn 1987 en þá hafði út- varpsstöðin verið í loftinu í hálft ár. Um fyrstu reynslu Önnu Bjarkar var að ræða enda var hún aðeins tvítug. „Þeir fóru með mig beint í prufu og ég byrjaði daginn eftír. Þetta var ferlega fríkað og algjörlega óundirbúið. Mér leiddist í skólanum einn daginn og ákvað í bílnum að prófa að sækja um þessa vinnu," segir Anna Björk og bætir við að stemningin á Bylgjunni hafi verið alveg frábær. „Þetta var alveg æðislega gaman, sérstaklega fyrstu árin. Þetta var svo lifandi vinnustaður og veislurnar í portinu voru frægar. Við þurftum ekki annað en að gefa blýanta og þá fylltist portíð af fólki enda var mikil hlustun í byrjun." Anna Björk hefur verið með annan fótínn á Bylgjunni þessi 20 ár síðan útvarpsstöðin var stofnuð. „Eins og flestir fór maður aðeins á Rás 2 og Aðalstöðina og hingað og þangað en maður endaði alltaf aftur á Bylgjunni," seg- ir hún og bætir við að hún beri alltaf taugar til stöðvarinnar og fólksins sem þar er. Þegar Anna Björk er innt eftír skemmti- legum sögum sem tengjast starfinu segir hún um margar að velja. „TÚ dæmis man ég hvað við vorum skíthrædd við geisladiskana enda höfðum við notað vínilplöturnar og ég hafði enga trú á því að geisladiskarnir myndu fest- ast í sessi. Svo kynntíst ég líka eiginmanninum mín- um í gegnum starfið," segir Anna Björk sem er gift tónlistarmanninum Stefáni Hilmars- syni. „Hann hringdi í mig kvöld eftir kvöld og bað um óskalög og komst þannig í kynni við mig og bauð mér á endanum í bíó sem ég þáði. Þegar ég spurði hann hvar hann væri að vinna sagðist hann hafa sagt upp vinn- unni sinni því hann ætíaði að verða söngvari í Sniglabandinu. Ég man að ágætis útvarps- kona spurði hvað ég væri eiginlega að gera með svona gæja. En hún dauðöfundar mig í dag," segir Anna Björk hlæjandi að lokum. Hallgrímur Thorsteinsson „Viðrifum strimilinn affjarritanum og fórum með hann beintl útsendingu og vorum langfyrstir með fréttina sem var enn ein rósin Ihnappagatið en þær áttu eftir að verða fleiri." Merkið og bolirnir Starfsfólk stöðvarinnar í upphafi var mest ungt fólk sem seinna varð fyrirferðarmikið I fjölmiðlun hér á landi. Frá vinstri: Páll Þorsteinsson, Elln Hirst, Einar Sigurðsson, Árni Snævarr, bak við hann Pétur Steinn, Bogga Stína, Sigurjón Bragi Sigurðsson, Karl Garðarsson og Vilborg Halldórsdóttir. Dregið í happadrætti í Kringlunni í apríl 1998 Hemmi Gunn og KarlPétur. Fréttamenn í Ijósmyndastofu Hulda Gunnarsdóttir, slðar fréttamaður á Stöð 2 og nú aðstoðarmaður borgar- stjóra, Magnús ingvarsson, deildarstjóri i Fjölbraut Breiðholti, HaukurHolm og PéturSteinn, nú framkvæmdamaður. Haidið upp á eins árs afmæli Frá vinstri: Magnús Kristjánsson auglýsingafræðingur, Jón Axel, Katrín, óþekktur, Ólafur Sigurðsson og Björgvin Halldórsson. Hallgrímur Thorsteinsson snýr baki I Ijósmyndara. indianaícpdv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.