Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006
Fréttir DV
DÓMSTÓLL
götunnor
Eiga íslendingar
að senda menn í
friðargæslustörf
til Srí Lanka?
Nanna Ragna
Kristjánsdóttir
„Viðættum
frekar að hugsa
um okkar mál
hérheima“
Axel Karl Gíslason. refsifangi á Litla-Hrauni, var tekinn með á annað hundrað
grömm af fíkniefnum í fangaklefa sinum í kringum Verslunarmannahelgina. Þetta
er ekki í fyrsta skipti sem Axel Karl er tekinn með fikniefni á Hrauninu. Erlendur
Baldursson hjá Fangelsismálastofnun segir að þegar mikið sé af fikniefnum úti í
samfélaginu geti verið mikið af þeim inni í fangelsunum.
Yngsti mannræningi íslands
aftur með dóo á Hrauninu
.... \WVV..
ccr rt t
»Y
iu iii iii lii ||) n ifl d [Dl
Litla-Hraun Fangaverðir gerðu klefaleit hjá
Axeli Karli Glslasyni, yngsta mannræningja
Islands, sem afplánar þar inni. Við leitina
fundust á annað hundrað grömm afhassi.
Á meðan fíkniefnahundar leituðu á gestum útihátíðanna um
Verslunarmannahelgina gerðu fangaverðir á Litla-Hrauni klefa-
leit hjá föngum. Árangurinn varð sá að á annað hundrað grömm
af fíkniefnum fundust í klefa Axels Karls Gíslasonar, refsifanga á
Litla. Axel Karl var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að-
ild sína að Bónusmannráninu og hlaut þar með nafhbótina yngsti
mannræningi íslands.
Samkvæmt heimildum DV var um
hefðbundna klefaleit að ræða þegar
fangaverðir fundu á annað hundrað
grömm af hassi hjá Axeli Karli Gísla-
syni, sautján ára refsifanga á Litla-
Hrauni. Leitað var í allmörgum klef-
um í fangelsinu og voru þessi 200
grömm Axels meðal þess sem kom
úr þeirri leit.
Tekinn áður
Axel Karl hefur svo sannarlega
ekki látið afbrot eiga sig eftir að hann
fór inn á Litla-Hraun. Hann hefur,
samkvæmt heimildum DV, hlotið
ýmis agaviðurlög í kjölfar fíkniefna-
mála og það sem meira er, þá hafa
fíkniefhi áður fundist í fórum hans í
fangelsinu.
Axel var sem kunnugt er dæmdur
í tveggja ára fangelsi fyrir aðild sína
að Bónusmannráninu. Mannrán-
ið framdi Axel í félagi við fleiri þann
2. september á síðasta ári. Þá hlaut
hann annan dóm fyrir líkamsárás
sem gerð var í miðbæ Reykjavíkur. Sá
dómur féll í janúar á þessu ári.
Nýdæmdur
í maí á þessu ári var hann dæmd-
ur fyrir að hafa haft í fórum sínum
eitt og hálft gramm af fíkniefnum.
Honum var þó ekki gerð sérstök refs-
ing í því máli. I málinu sem nú er í
rannsókn er magnið tæplega hundr-
aðfalt meira. Að líkindum verður
Axel Karl dæmdur enn og aftur og
má telja líklegt að honum verði gerð
refsing í þetta sinn.
Bróðir Axels, Guðmundur Helgi
Sigurðsson, var í mars á þessu ári
tekinn með ríflega 40 grömm af hassi
í Kópavogi og í dómsorði þess máls
segir að hann hafi verið á leið til litla
bróður, Axels Karls á Litla-Hraun.
Á veg komin
Lögreglan á Selfossi
vildi sem minnst gefa upp
um málið en sagði þó að
rannsókn þess væri vel
á veg komin og nánast
lokið. Ekki er talið að
fleiri tengist málinu.
Erlendur Bald-
ursson hjá Fangelsis-
málastofnun vildi ekki tjá sig um
einstaklinga en sagði að öðru leiti að
eitthvað af fíkniefnum kæmist alltaf
inn í fangelsin. „Þegar það er mikið
af fíkniefnum úti í samfélaginu er oft
mikið af þeim inn í fangelsi. Við get-
um ekki verið að leita á öllum sem
koma í fangelsið þó að einhverjir séu
að smygla fíkniefnum þar inn."
Axel má búast við lengingu á
þessum tveggja ára mannráns-
dómi auk þess sem honum hef-
ur vafalaust verið gert að
sæta agaviðurlög-
um fangelsismála-
yfirvalda.
gudmundur@dv.is
Erlendur Segir að alltafkomist
eitthvað affíkniefnum inn i fangelsið
og að auki geti verið mikiö afþeim
þarinniséuþau mikil í samfélaginu.
Axel Karl Yngsti mannræningi Islands heldur
áfram að brjóta afsér. Nú með á annað hundrað
grömm afhassi i fangaklefanum á Utla-Hrauni.
Hanna Björg
Sævarsdóttir
„Við eigum að senda
menn, við getum
ekki látið aðra sjá um
alla ábyrgðina"
Ársskýrsla lögreglunnar í Reykjavík flytur miður fallegar fréttir af fjölgun kynferðisbrota
„Mál vegna kynferðisbrota gegn
börnum og varðandi vörslu á barna-
klámi voru fleiri en á liðnum árum,"
segir í ársskýrslu lögreglunnar í
Reykjavík fyrir árið 2005. Kemur
þar fram að ofbeldis- og kynferðis-
brotadeild hafi komið að rúmlega
60 dómarayfirheyrslum í kynferð-
isbrotamálum þar sem brotaþolar
voru börn, undir 18 ára aldri.
„Þetta má skýra að hluta til með
aukinni eftirfylgni en einföld skýr-
ing er að barnaklámsmál voru fleiri,"
segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson, yf-
irmaður ofbeldis- og kynferðisbrota-
deildar lögreglunnar í Reykjavík.
„Auðvitað er þróun í eftirfylgninni
einhver en það er furðulegt að þetta
skuli viðganganst, að menn hagi sér
eins og skepnur," segir Sigurbjörn og
heldur áfram; „Við reynum að gera
okkar besta í þessum málum sem
öðrum."
Aðspurður segir Sigurbjörn að 60
yfirheyrslur yfir börnum í dómssal
endurspegli nokkurn veginn fjölda
mála þar sem yfirleitt sé reynt að hafa
einungis eina skýrslu á hvern brota-
þola. „En auðvitað getur það komið
íýrir að það þarf að tala við viðkom-
andi aftur. Það er þó afar sjaldan."
Hvað varðar þróun til hins betra
í baráttunni við barnaníðinga seg-
ir Sigurbjörn að þrír rannsóknarlög-
reglumenn hafi farið utan til Bret-
lands í sumar og setið á námskeiði í
þrjár vikur hjá lögreglunni þar í landi.
„Þeir sóttu námskeið í yfir-
heyrslutækni yfir börnum
og andlega vanheilum.
Nú erum við komnir
með meiri sérþekk-
ingu og það skil-
ar sér vafalaust í
meiri gæðum."
gudmundur@dv.is
Héraðsdómur Skýrslutökur
| yfir brotaþolum í kynferðis-
brotamálum gegn börnum
voru rúmlega 60 á slðasta
. Sigurbjörn Víðir „Furðulegt að þetta skuli viðgangast, að menn hagi sér eins og skepnur," I segirhann um aukin kynferðisbrot gegn börnum. L
1 m
~