Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 44
4
60 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006
Vísindi DV
V-
f
fcr
<
_
’ 'X' %" ■
’ fUy
1 I I tÉÉI m i ¥
i > ÆÍ im&É S 0 % i
jB&tt JM jml Bk 1
Enn birtast hrakspár frá vísindamönnum um afleiöingar gróðurhúsaáhrifa. í vikunni
sendu vísindamenn við háskólann í Bristol frá sér nýja spá um hvað bíður okkar ef
hitastig hækkar enn. Og vantrúaðir hrista höfuðið.
Flóð í vor á Spáni ollu miklum skemmdum
Lögregla hugar að bílflaki úr flóðinu.
Reuter/ Francisco Bonilla
Kjamorkuver
sektuð
Kjarnorkuverin iSellafield og
Dounreay hafa verið sektuð fyrir
leka á geislavirkum efnum.
Sellafield missti 20 tonn afúrani
og plútoni íapríl siðastliðnum, en í
Dounreay láku 266 lítrar af
geislavirkum vökva niður. Það er
opinber eftirlitsnefnd sem sektaði
verin hvort um sig um 270
milljónir. Islensk stjórnvöld hafa
lengi lýst áhyggjum sínum af
Dounreay og mögulegum slysum
þar afvöldum geislavirkra efna.
Sykursetturí
allan mat
Börnum á
Vesturlönd-
umer
hættara við
offitu vegna
þess að
mataræði
þeirra ruglar
eðlilegt
jafnvægi
hormónai
likamanum.
Það er niðurstaða rannsókna
vísindamanna við barnaspítala
Kaliforníu-háskóla í San Francisco.
Barnalæknirinn Robert Lustig
segirmataræði á Vesturlöndum
orku- og fituríkt með miklum
ávaxtasykri og minnkandi hlutfalli
trefja og mjólkur. Börn sem kljást
við offitu eru líklegri til að þjást af
hjartasjúkdómum og hjartaáföll-
um á fullorðinsárum og munu
áfram kljást við fituvandamál.
[ síðasta hefti Nature Clinical
Practice Endocrinology and
Metabolism, staðhæfir dr. Lustig
að fitufaraldur sem nú hrjái æsku
Vesturlanda stafi af matvælafram-
leiðslu sem bæti sykri í flestar
fæðutegundir þar sem enginn
sykur var áður og minnki trefjar í
fæðunni. Sú samsetning komi
síðan óreglu á matarneyslu og þau
hormón sem henni stýra - leptín
og insúlin.
Heílagenin
könnuð
Menn líta til næstu aldamóta og sjá fyrir sér að meira en helm-
ingur skóglendis í heiminum hverfi ef hitastig hækkar um 3° á
Celsíus. Greining vísindamannanna er sú viðamesta sem kom-
ið hefur fram, segir á vísindasíðum Guardian.
Skógareldar hafa geisað víða um
meginland Evrópu, hvorki í Rúss-
landi né á Spáni hafa menn ráðið við
neitt. Skemmst er að minnast flóða
frá liðnum vetri, hopandi jöklar eru
á öllum hæstu tindum meginland-
anna og menn merkja á sjálfum sér
breytingar á veðurfari.
Dr. Marko Scholze við háskólann
í Bristol fer fyrir rannsóknum þar:
hann leggur upp með 52 eftirlíking-
ar af veðurfari sem hann byggir á 16
ólíkum veðurfarslíkönum þar sem
gert er ráð fyrir hækkun undir 2, 2-3,
og yflr 3 gráðum. Niðurstöður sínar
birtir hann í nýju heftí af Proceedings
of the Natíonal Academy of Sciences.
Alan O’Neill, stjórnandi vísinda
hjá National Centre for Earth Ob-
servation, segir rannsóknir á þessu
sviði hafa byggt á gögnum án tO-
lits til veðurfræðilegra upplýsinga.
Þessi rannsókn taki þau gögn með í
reikninginn.
Dr. Scholze segir áhrif af hitun
um 2 gráður yfirvofandi og óhjá-
kvæmileg: þó gripið verði þegar í
stað til harkalegra ráðstafana tíl að
minnka gróðurhúsalofttegundir
sem nú streyma í íoftíð frá iðnaði og
umferð. Það þýði að skóglendi Evr-
ópu, Asíu, Kanada, Mið-Ameríku og
Amason-svæðisins muni minnka
um þriðjung.
Hitun um 2°-3°C mun lækka
ferskvatnsstuðul í hluta af vestur-
Afríku, Mið-Ameríku, Suður-Evr-
ópu og austurhluta Bandaríkjanna.
Því munuþurrkar aukast á þessum
svæðum. I hitabelti Afríku og Suð-
ur-Ameríku munu flóð aftur verða
tíðari. Fari meðalhiti yflr 3°C lækk-
ar ferskvatnsstuðull enn og skóg-
lendi verður í enn meiri hættu.
Plönmlíf mun bregðast við með
meiri og hraðari vextí og verða þá
þurftafrekari á loft. Dr. Scholze tel-
ur að áhrifa af breyttu veðurfari
taki að gæta þegar um miðja þessa
öld og er þar á svipuðu róli í spám
sínum og Hadley Centre, sem er
leiðandi rannsóknarstofnun í veð-
urfarsbreytingum. í fyrra lögðu sér-
fræðingar þar fram skýrslu, Avoi-
ding Dangerous Climate Change,
þar sem spáð var að fari hiti yflr 3°C
verði uppskerubrestur á korni mOli
20 mOljónir og 400 mOljónir tonna.
400 milljónum manna muni þjást af
hungri og 3 mOljarðar verði í hættu
vegna flóða og búi við takmarkaðan
aðgang að fersku vatni.
Ráðgjafar bresku ríkisstjórnar-
innar hafa tekið .í sama streng. Dr.
Scholze segir teiknin á lofti. Flóð,
hitabylgjur og skógareldar séu til
marks um að breyting sé að verða og
mannkynið hafi aðeins fáa áratugi
til að snúa þróuninni við. Árið 2001
sendi samræðunefnd rfldsstofn-
ana á Bretlandi frá sér skýrslu þar
sem staðhæft var að hitun um 1,4 til
5,8°C fýrir 2100 væri fyrirséð ef ekki
yrði brugðist við. Yflrborð sjávar
myndi rísa miOi 0,09 og 0,88 metra.
Spáð er minnkandi úrkomu um
helming á suðurströnd Englands og
í Skotlandi en um 40% milli norðurs
og suðurs á Bretlandseyjum.
Byggt á Guardian
Inýju hefti
Nature er sagt
frá rannsókn-
um á heilanum
við Kaliforniu-
háskóla í Santa
Cruz. Þar
segjast menn
hafa einangrað
gen sem stýri
hvernig
mannsgáfan
starfar. Það er ekki eitt gen heldur
mörg sem ráða starfsemi heilans.
Genið sem hefur verið einangrað
er kallað HAR1 og er talið hafa
þróast svo að það er einstakt fyrir
menn. Talið er að heilinn hafi tekið
að þróast frá heila eins og i
simpönsum þannig að hann varð
þrisvar sinnum stærri. Á sama tíma
telja vísindamenn að hann hafi
breyst að gerð og maðurinn hafi
öðlast gáfur til skilnings og
sköpunar. HAR1 er eins í öllum
spendýrum nema mönnum - og
þegar menn fóru að þróast frá
öpum breyttist þetta gen enn á
átján stöðum í heilanum.
Um þessar mundir er verið að rannsaka hvort hægt sé að greina brjóstakrabbamein á
frumstigi með blóðprufu einni saman
Tímamótarannsókn
Breskir vísindamenn eru nú
að rannsaka hvort hægt verði að
greina brjóstakrabbamein með
blóðprufu. Fyrsta niðurstaða
þessarar rannsóknar var gerð op-
inber fyrr í þessum mánuði og eru
menn bjartsýnir um framhaldið.
Rannsóknin leiðir einnig lík-
um að því að sama aðferð muni
geta reynst gagnleg við að greina
krabbamein í blöðruhálskirtli
sem og krabbamein í eggjastokk-
unum. Blóðprufan ætti þá einnig
að geta leitt í ljós hvort um góð-
kynja eða illkynja æxli sé að ræða
og þar með bestu meðferðina.
Brjóstakrabbamein er algengasta
krabbamein hjá konum en árlega
deyja fleiri þúsund konur um all-
an heim af völdum þessa voðalega
sjúkdóms. Það þykir því nauðsyn-
legt að finna áhrifaríkari aðferð
til þess að greina krabbameinið á
frumstigi. Vísindamennirnir sem
vinna að þessari rannsókn eru
nú í óðaönn að leita að sjálfboða-
liðum til þátttöku í þessari tíma-
mótarannsókn.
Söngkonan Kylie
Minougeer ein af
þúsundum kvenna sem
greinst hafa með
brjóstakrabbamein.