Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 62
78 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006
Síðasten ekki sist DV
Legsteinn á vergangi
DV fékk nú fyrir skömmu ábend-
ingu um að legsteinn lægi á víðavangi
nálægt Sorpu í vesturbæ Reykjavlk-
ur. Áletrun steinsins benti til þess að
hann tilheyrði manni sem lést fyr-
ir rúmum 25 árum. Haft var sam-
band við börn mannsins sem gáfu
þá skýringu að bróðir þeirra
; hefði verið graflnn við hlið
föður síns og fyrir um mán-
uði gerður nýr legsteinn með áletr-
un beggja feðga. Hins vegar gátu þau
enga skýringu gefið á því af hverju
steinninn endaði á vergangi og vís-
uðu á hvert annað í því sambandi.
Umsjónarkona endurvinnslu-
Ha?
stöðvarinnar sem legsteinninn
fannst við kannaðist ekkert við að
hafa séð til steinsins. Taldi hún lík-
legast að komið hefði verið með
hann utan opnunartíma og því skil-
inn eftir utan við stöðina. Hún bætti
því við að á þeim tólf árum sem hún
hefði unnið í Sorpu hefði hún aldrei
tekið á móti legsteini, en hins vegar
gæti hann að sjálfsögðu endað með
öðrum grjótúrgangi í einhvers konar
uppfyllingu.
Legsteinn Hvílir I friði I
vesturbæ Reykjavlkur.
Furðufréttin
Apar á stefnu-
mótasíðum
Furðufréttin að þessu sinni
kemur frá Hollandi og fjallar
um stefnumótasíður fyrir apa
í dýragarði í Hollandi. Greint
er frá þessu í Ekstra Bladet þar
sem fram kemur að forráða-
menn dýragarðsins í Hollandi
ætla að koma upp netmyndavél-
um í órangútanbúrum sínum og
að slíkar vélar verði einnig settar
upp í órangútanbúrum í Indónes-
íu svo aparnir geti átt í netsam-
bandi. Stefnumótasíður hafa virk-
að svo vel meðal manna að nú
á að athuga hvort þær virka ekki
víðar í dýraríkinu.
„í Hollandi ætla menn í
augnablikinu að kasta órangút-
um sínum út í umfangsmikil net-
stefnumót. Með hjálp netmynda-
véla í bæði hollenskum dýragarði
og í apamiðstöð á Borneó vonast
starfsmennirnir til að aparn-
ir muni eiga samskipti við hvorn
annan í cyberspace," segir m.a. í
umíjöllun Ekstra Bladet.
í Indónesíu eru aparnir lokað-
ir inni í litlum búrum til að verja
þá og því skortir þá afþreyingu og
skemmtun, að mati Anouk Ballot,
talskonu apagarðsins í Apenheul.
Hún vonast til að aparnir geti
„hist" og talað við hvern annan
þótt langt sé á milli landanna.
„Ef þeim líkar við hvern ann-
an er ég viss um um að þeir láta
starfsmennina vita af því," segir
Ballot og bætir því við að þessi
fyrsta netstefnumótasíða fyrir apa
geti endað sem alvöru tilraun.
Nákvæmlega. Það er hægt að
hugsa sér að netmyndvélar verði
brátt komnar upp í fjárhúsum og
fjósum hérlendis þar sem skepn-
urnar skiptast á persónulegum
upplýsingum í gegnum síður eins
og rolla.is eða beija.is.
Verða þetta
skyndikynni!
Unnur Birna hlýddi mömmu
Tók astraltertugubbiö út
„Það var nú bara hún mamma
sem bað mig um að taka það út.
Henni þótti þetta ekki vera við
hæfi," segir alheimsfegurðardrottn-
ingin Unnur Birna Vilhjálmsdótt-
ir um meinta ritskoðun á bloggi
sínu af eigendum keppninnar Ung-
frú heimur. Bloggið var lokað í tvo
daga. „Maður má ekki loka blogg-
inu í tvo daga þá eru komnar upp
þvílíkar samsæriskenningar. Það
að ég megi blogga er undantekning
frá reglum Miss World-keppninnar.
Yfirleitt er bannað að skrifa opin-
berlega um árið sem maður hlýtur
titilinn en aðstandendur keppn-
innar treystu mér og ég geri einn-
ig dagbók á ensku fyrir þá," segir
Unnur Birna og bætir við að yfir-
leitt sé enska dagbókin mjög svip-
stendur á blogginu.
„Það voru allir að gera grín að
þessum eftirrétti. Hann leit mjög
illa út en smakkaðist reyndar mjög
vel," segir Unnur Birna um færsl-
una sem hún skrifaði á blogginu
um eftirréttinn sem hún kallaði
astraltertugubb en menn töldu að
það hefði verið ástæðan fyrir því
að síðunni hennar var lokað." Ég
sjálf læsti blogginu því að þar voru
færslur sem voru komnar í rugling
og svoleiðis. Tímaröðin var komin í
ólag til dæmis," segir Unnur Birna
og bætir því við að bloggið hafi ver-
ið opnað aftur.
myrdal@dv.is
Búðingur Að sögn Unnar Birnu þá leit
eftirrétturinn iiia úten
smakkaðist prýðilega.
Unnur og Unnur Unnur Birna hlýddi móðursinni og tók úr bloggfærslu um eftirréttsem leit út
eins og astraitertugubb.
Palli í Stundinni okkar var góður inni við beinið
Gamla myndin að þessu sinni er
úr Stundinni okkar frá árinu 1978.
Þama gefur að líta Sigríði Margréti
Guðmundsdóttur og hann Palla, en
það var Gísli Rúnar Jónsson sem lék
hann. Þátturinn var í Sjón-
varpinu milli klukkan 6 og 7
á sunnudögum. „Égvann
í Stundinni okkar í Sjón-
varpinu frá 1973-1978,"
segir Sigríður Margrét
með mikilli kátínu, er
við biðjum hana að
riija upp þennan atburð.
„Hann Palli var sko al-
veg frábær. Þegar myndin er
tekin emm við að segja bömun-
um hvað það er mikilvægt að borða
hollan mat. En Palli vildi engan holl-
an mat og sagðist bara vilja kjúkling
og franskar. Við vorum þannig mjög
meðvimð um að kenna bömum og
Palli var góð leið til að ná til þeirra."
Sigríður segir að Gísli Rúnar hafi
verið frábær sem Palli. „Maður vissi
aldrei við hverju maður átti að bú-
ast frá Palla því Gísli Rúnar kom svo
oft með einhvem spuna. Eitt sinn
sagði hann að ég væri algjör
sveppur!" Sigríður segir að
Palli hafi þó verið góð-
ur strákur inn við bein-
ið og ávallt snyrtilega
klæddur. Hún bæt-
ir við að þau hafi náð
vel til bamanna í gegn-
um hans mótþróa og
að handritið hafi verið
skemmtilega skrifað. „Það
var hún Guðrún Helgadóttir sem
skrifaði textann. Guðrún hafði mik-
inn húmor fýrir bömum og skrifaði
bókina um Jón Odd og Jón Bjarna.
Einnig skrifaði hún bók sem hét Palli,
sem ég held að sé ófáanleg í dag," seg-
ir Sigríður að lokum.
Á myndinni eru þau Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og hinn baldni Palli, sem
skemmtu börnum landsins i Stundinni okkar fyrir um 30 árum. Á innfeildu
myndinni er Sigrfður f dag.