Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Síða 40
56 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST2006
Helgin DV
Reach-tannbusti og augnblýant-
ur valinn af handahófi „Ég
tannbursta mig að minnsta kosti
tvisvar á dag en augnblýantinn nota
ég við sérstök tækifæri."
Púður í hárið frá
Aveda „Gerir hárið
mattogégnotaþað
nánast daglega."
******
uT! ■ HV M-Í
<H(!T
Naglalakkfrá Manhattan
„Silfurlitaö, sanserað naglalakk
sem égnota mikið þegar ég
spila plötur á skemmtistöðum
bæjarins
Hársprey frá Aveda
„Nauðsyniegt að láta
flotta greiðslu endast út
gott kvöld."
GIÖ-rakspírLÉgnota
reyndar margar tegundir
afraksplrum, það fer
alvegeftirflling."
Jóni Atla er ýmislegt til lista lagt.
Hann er klippari á einni svölustu
hárgreislustofu landsins - Gel á
Hverfisgötu, auk þess sem hann er
plötusnúður og meðlimur í teknó-
bandinu Hairdoctor.
Sú hressa hljómsveit skipar
einnig hljóðgerviíinn Árna+1 en
þeir sendu frá sér sína fyrstu breið-
skífu nú í sumar og hafa verið öt-
ulir við spilamennskuna. Þeir spil-
uðu meðal annars í Berlín og fengu
þá kærustur sínar til þess að sjá um
bakraddir.
Þessa dagana eyða strákam-
ir mörgum stundum í æfingar-
húsnæði sínu þar sem þeir eru að
breyta um stíl - frá indírokki til
teknós. Jón Atli er þó ekki hættur í
dagvinnu sinni heldur klippir kolla
bróðurpartinn úr vikunni.
„Þetta klippir sig ekki sjálft," seg-
ir Jón Atli en hann hefur ótrúlega
marga fastakúnna á sínum lista.
„Mjög marga fræga," bætir hann
við og tilær en er þögull sem gröf-
inn er hann er inntur eftir nöfnum.
Jón Atli er maður sem passar upp
á kúlið og því ekki úr vegi að fá að
gægjast ofan í snyrtiveskið hans.
Ása Ottesen er dugnaðarforkur mikill. Hún er sjálfstætt starf-
andi stílisti sem tekur að sér fjölbreytt og margþætt verkefni. Ása
er meðal annars sérlegur stílisti Bríetar Sunnu Idol-stjörnu og er
á föstu með einum svalasta gæja landsins.
Langar að stflisera
ævintýramynd
Ása bytjaði snemma að rækta
tískulögguna í sér. Eftir stúdentspróf
vann hún sem verslunarstjóri í Cent-
rum í tvö ár. Þá sagði flökkueðlið til sín
og stelpan hoppaði um borð í vél sem
tók hana til tískuborgarinnar London.
Þar fór Ása á námskeið í hinum virta
St. Martins-skóla og fékk innsýn í heim
stflista.
Kann ekkert að sauma
Þegar Ása kom heim frá London
sökkti hún sér á bólakaf í tískuheim-
inn. En ásamt því að vera stQisti vinn-
ur hún í verslun móðursystur sinnar,
Gylita kettinum. Ása er því umvafin
fötum allan daginn og það ætti því ekki
að vera erfitt fyrir hana að fá hugmynd-
ir íyrir næsm myndatöku. Ása segist
einnig vera lunkin við að skissa upp
hugmyndir að nýjum fötum og hefrir
gert svolítið af því bæði íyrir Centrum
og Gyllta köttinn.
Saumar þú þá ekki líka?
„Nei, ég kann ekkert að sauma!"
segir Ása hlæjandi.
Gott orðspor
Ása er sjálfstætt starfandi stilisti
Athafnakonan
og vinnur fyrir tímarit, dagblöð, aug-
lýsingastofiir og sjónvarp. „Mér finnst
nauðsynlegt að vinna á svo margþætt-
um vettvangi og ég þrífst á fjölbreytn-
inni," segirÁsa sem meðal annars hef-
ur verið fengin til þess að vera sérlegur
stflisti Bríetar Sunnu Idol-stjömu.
Hvemig kemur þú þér á framfceri?
„Það er mildlvægast í þessu öllu að
hafa gott orðspor og nota öll þau sam-
bönd sem maður getur. Svo þegar einu
verkefni er lokið fer þetta smám sam-
an að vinda upp á sig."
Innblástur og draumaverkefni
Hvaðan fœrðþú innblástur?
„Það fer alveg eftir eðli verkefnis-
ins. Ég skoða mikið af tískublöðum, fæ
innblástur úr hversdagslífinu og horfi
mikið á gamlar bíómyndir. En auð-
vitað hermi ég aldrei eftir neinu ná-
kvæmlega heldur tíni til hin og þessi
áhrif. En oft fæ ég hugmyndir sem ég
veit ekkert hvaðan koma. Ég hef alltaf
á mér dagbók og skrifa niður þær hug-
myndir sem ég fæ.“
Það er eitt verkefni sem Ásu þykir
vænna um en annað en það er fyrsta
stóra verkefnið hennar: „Það var aug-
lýsing fyrir KissFm sem lifði í ár og
var útí um allt! f sjónvarpi, blöðum
og strætóskýlum. Ég var mjög stolt af
þessu verkefni."
Draumaverkefni?
„Ég væri rosalega til í að stílisera
heila bíómynd. Það er fjölbreytt og
ögrandi vinna. Mest spennandi væri
ævintýramynd þar sem ímyndunar-
aflið fengi að njóta sín."
Ása og ástin
Ása er á föstu með einum af aðal-
töffurum landsins - Ella, bassaleikara
Jeff Who? og Ghostigital. Hefur hún
einhvem tíma fyrir svona dúllerí?
„Já, já, það er það sem ffítími minn
fer í. Ég er ekki í íþróttum og ekki hef ég
áhuga á hestum svo ég hitti kærastann
og vini mína að vinnudegi loknum."
Framtíðarplan?
„Ég er mjög sátt við mína stöðu í
dag og stefni því bara að því að gera
það sem ég geri enn betur. Ja, ekki
nema það að ég er að flytja og þarf að
mála," segir sáttí stflistínn Ása að lok-
um.
Ef ungabarn er yfir kjörþyngd getur það
gefið til kynna að það muni eiga við
offituvandamál að stríða síðar á ævinni.
Ábyrgðin foreldranna
Offita er gríðarlegt heiisufars-
vandamál sem færist stöðugt í auk-
ana. Offita getur valdið mörgum al-
varlegum fylgikvillum, til að mynda
háþrýstíngi, sykursýki, blóðfitu-
röskunum og ýmsum sálrænum
kvillum. Rannsóknir sýna að þyngd
ungabarna geti sýnt fram á hvort
þau muni vera yfir kjörþyngd síðar
á ævinni. Vænlegasta leiðin til þess
að taka á þessu vandamáli er því
að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir
strax á unga aldri. Ábyrgðin Uggur
því fýrst og ffemst hjá foreldrunum
og verða þeir að fylgjast vel með
þyngd ungabarna. Ef ungabam
þyngist óvenju hratt ber að leita
ráða hjá sérfræðingi og gera við-
eigandi ráðstafanir varðandi fæðu-
gjöf. Þegar ungabörn sem eru yfir
kjörþyngd ná sex mánaða aldri er
mikilvægt að þau borði hollan og
næringarríkan mat á reglulegum
matmálstímum.
Ungabörn þykja oft sætari ef hægt er aö
klípa i þau En fellingarnar geta nú samt
gefið vísbendingu um offítuvandamál slðar
áævinni.