Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006
Fyrst og fremst DV
i r Fyrst og fremst
Útgáfufélag:
365 - prentmiðlar
Ritstjórar:
Freyr Einarsson - freyr@dv.is
Óskar Hrafn Þorvaldsson - oskar@dv.is
Blaðamenn:
Anna Kristine Magnúsdóttir- anna@dv.is
Berglind Hásler - berglind@dv.is
Friðrik Indriðason - fri@dv.is
GarðarÖrn Úlfarsson - gardar@dv.is
Hanna Eiríksdóttir - hanna@dv.is
Indíana Ása Hreinsdóttir- indiana@dv.is
Jakobína Davíðsdóttir - jakobina@dv.is
Jón Mýrdal Harðarson - myrdal@dv.is
Kormákur Bragason - kormakur@dv.is
DV Menning:
Óttar Martin Norðfjörð - ottar@dv.is
DV Sport:
Óskar Ófeigur Jónsson - ooj@dv.is
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550
5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 -
Ritstjórn: 550 5020
Fréttaskot: 550 5090
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is
Auglýsingar: auglysingar@dv.is.
Umbrot: 365 - prentmiðlar.
Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja.
Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifing@posthusid.is
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án
endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Þá veit maður hver á Viðey. Eng-
inn annar en Yoko Ono. Hún kom
þangað með sprota í hendi, potaði
með honum í grasið, sá og sigraði
án átaka í nafni friðar. Með þessu
móti er Reykjavík þegar orðin mesta
súlnaborg í heimi. Fyrst kom Ingólf-
ur Arnarson með öndvegissúlur sín-
ar og upp á síðkastið hefur hver súl-
an rekið aðra út um allar trissur. Hér
eru danssúlur, mellusúlur og steins-
úlur Serra, líka úti í Viðey, og síð-
an Friðarsúla Yoko með níu hundr-
uð þúsund nöfn og árnaðaróskir í
sendibréfum inni í sér. Ekki mun
okkur, bókaþjóðina, skorta lesefhi
næstu aldirnar. Auk þess mun loga á
súlunni hvítt flóðljós
nóttognýtandag
um aldir alda.
Birtan frá
henni skipt-
ir um lit eftir
veðráttunni,
að sögn lista-
konunnar. Það
verður þess
vegna mik-
ið um ljósadýrð þegar veðraham-
urinn og umhleypingarnir eru mest-
ir í borginni.
Hvað segir „slökkviskáldið" við
þessu? Verða ekki í tengslum við
heimsatburðinn haldnar hátækni-
ráðstefnur og hringborðsumræður
með bandarískum sérfræðingum.
Framúrstefnukonan og friðarsinn-
inn Yoko Ono veit fyrir hverju hún
stendur þótt hjólbeinótt sé. Nú verð-
ur nóg að gera fyrir fréttamenn og
viðræður í Dagsljósi. Það verður að
segjast, að eftir myndum með sýnd-
arveruleikanum að dæma verð-
ur stórkostlegt að líta til Viðeyjar
og sjá glæsibraginn og gleyma for-
tíðinni og sögunni. Súlan mun lík-
lega skyggja á alla íslandssöguna
með einráðri birtu sinni. Þá vakn-
ar spurningin: Hvers vegna gerðist
Yoko ekki djarfari, helgaði sér Þing-
velli og reisti friðarsúluna á Lögbergi
og lét þar hljóma söng Lennons: All
we need is love?
Þó hefði kannski verið skynsam-
legast að reisa súluna fyrir fram-
an Alþingi, ekki langt frá hinum
súlnastöðunum, fornum og nýjum.
En kannski koma aðrir Ameríkan-
ar með nýjar súlur. Þeir eru nask-
ir, djarfir og frumlegir. Aldrei hefði
íslenskum myndhöggvurum, jafn-
vel hvorki Tedda né Árna johnsen,
dottið í hug að reisa rekadrumba-
súlur eða fjörugrjótssúlur í borg-
inni. Núna er það of seint fyrir snill-
ingana. Yoko leyfir engum að herma
eftir sér. Menntamálaráðherra tæki
í taumana og aðdáendur Lennons
sem eru í fullu fjöri í íslenskri menn-
ingu og stjórnmálum.
Guöbergur Bergsson rithöfundur
„Nei, ég á ekki jeppa og hef aldrei
átt svoleiðis. Ég hef aldrei orðið
nógu ríkur til að eiga jeppa. Ég á
fjögurra ára gamlan Audi og hann
r bara venjulegur fjölskyldubíll."
Sigurður Kári Kristjánsson
Freyr Einarsson &
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Islenska landsliðið í knatt-
spyrnu stendur enn eina
ferðina á krossgötum. Þótt
stutt sé liðið á landsliðsþjálf-
aratíð Eyjólfs Sverrissonar
virðist það Ijóst að hann veldur
ekki starflnu frekar en Ásgeir
Sigurvinsson og Logi Ólafsson
á undan honum. Eyjólfur hefur
stýrt liðinu í sjö leikjum. Fimm
þeirra liafa endað með tapi,
einn hefur unnist og eitt jafn-
tefli hefur litið dagsins ljós. Ef
frá er tekinn frábær sigur gegn
Norður-írum og jafntefli í þýð-
ingarlausum vináttuleik gegn
Spánverjum er útlitið dökkt.
Liðið hefur aðeins skorað eitt
mark í fimm tapleikjum, varn-
arleikurinn hefttr verið afar
brokkgengur og á tíðum ein-
kennst af þeim barnalegu mis-
tökum sem litu dagsins ljós
þegar Logi og Ásgeir stýrðu lið-
inu og einnig Atli Eðvaldsson á
undan þeirn. Eyjólfi hefur ekki
tekist að breyta neinu sem máli
skiptir á þessu ári sem hann
hefur verið með liðið. Enn
treystir það nær eingöngu á Eið
Smára Guðjohnsen í sóknar-
leiknum og enn gera leikmenn
eins og Indriði Sigurðsson og
ívar Ingimarsson sömu klaufa-
mistökin í vörninni. Miðju-
menn íslenska liðsins geta ekki
spilað boltanum frá sér frekar
en fyrri daginn og því virðist
einsýnt að Eyjólfur kemst ekki
iengra með þetta lið.
Nú kemur hlé í undankeppn-
inni og því væri tilvalið fyrir
Við þurfum nýjan þjálfara
Hiddink og Leo Beenhakker
hafa gert fyrir fámennar þjóð-
ir. Færni þessara manna getur
flutt fjöll og það er einmitt það
sem íslenska landsliðið hefur
þörf fýrir núna. Tengsl Eggerts
við marga af ríkustu mönnum
þjóðarinnar ættu að gera hon-
um ldeift að fjármagna dýran
þjálfara í heimsklassa. Það er
ósk okkar að KSÍ fljóti ekki enn
eina ferðina sofandi að feigð-
arósi heldur fái nýjan þjálfara
strax. Það hefur sýnt sig að nú-
verandi þjálfari er ekki starfi
sínu vaxinn.
Eggert Magnusson að taka sér
smáfrí frá hugleiðingum um
kaup á ensku úrvalsdeildar-
félagi og stokka upp spilin hjá
landsliðinu. Við höftim haft
þrjá þjálfara, Atia, Ásgeir og
Eyjólf, sem koma allir úr sömu
áttinni. Þeir voru leikmenn í
Þýskalandi, spiluðu með lands-
liðinu, eru allir sómamenn og
gerðust landsliðsþjálfarar til-
tölulega stuttu eftir að þjálf-
araferill þeirra hófst. Atli og
Ásgeir hrökkluðust úr starfl og
ekkert bendir til annars en að
svipað verði upp á teningnum
með Eyjólf.
Eggert og KSÍ ættu að taka
ómaldð af Eyjólfi og finna nýjan
landsliðsþjálfara. Best væri að
leita út fyrir landsteinana og fá
inn mann með nýjar hugmynd-
ir. Slíkur maður myndi reyndar
kosta meira en hinn venjulegi
íslenski þjálfari en við höfum
séð hvað menn eins og Guus
„Já, ég á jeppa það er Cherokee
og hann er 2005 árgerðin. Hann er
reyndar með minnstu vélina sem
hægt er að fá í svona bíla."
BirkirJ.Jónsson
kámmvmm
„Nei, ég á ekki jeppa en ég á
BMW árgerð 1987 og langar
ekki I jeppa."
Lúðvik Bergvinsson
Nei, ég á bara litinn Toyota
Aygo. Hann eyðir litlu og
hentar mér mjög vel."
Katrin Júllusdóttir
„Nei, ég á ekki jeppa heldur
sex ára gamlan Bens."
Jónina Bjartmarz