Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 Fyrst og fremst DV i r Fyrst og fremst Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Freyr Einarsson - freyr@dv.is Óskar Hrafn Þorvaldsson - oskar@dv.is Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir- anna@dv.is Berglind Hásler - berglind@dv.is Friðrik Indriðason - fri@dv.is GarðarÖrn Úlfarsson - gardar@dv.is Hanna Eiríksdóttir - hanna@dv.is Indíana Ása Hreinsdóttir- indiana@dv.is Jakobína Davíðsdóttir - jakobina@dv.is Jón Mýrdal Harðarson - myrdal@dv.is Kormákur Bragason - kormakur@dv.is DV Menning: Óttar Martin Norðfjörð - ottar@dv.is DV Sport: Óskar Ófeigur Jónsson - ooj@dv.is DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Þá veit maður hver á Viðey. Eng- inn annar en Yoko Ono. Hún kom þangað með sprota í hendi, potaði með honum í grasið, sá og sigraði án átaka í nafni friðar. Með þessu móti er Reykjavík þegar orðin mesta súlnaborg í heimi. Fyrst kom Ingólf- ur Arnarson með öndvegissúlur sín- ar og upp á síðkastið hefur hver súl- an rekið aðra út um allar trissur. Hér eru danssúlur, mellusúlur og steins- úlur Serra, líka úti í Viðey, og síð- an Friðarsúla Yoko með níu hundr- uð þúsund nöfn og árnaðaróskir í sendibréfum inni í sér. Ekki mun okkur, bókaþjóðina, skorta lesefhi næstu aldirnar. Auk þess mun loga á súlunni hvítt flóðljós nóttognýtandag um aldir alda. Birtan frá henni skipt- ir um lit eftir veðráttunni, að sögn lista- konunnar. Það verður þess vegna mik- ið um ljósadýrð þegar veðraham- urinn og umhleypingarnir eru mest- ir í borginni. Hvað segir „slökkviskáldið" við þessu? Verða ekki í tengslum við heimsatburðinn haldnar hátækni- ráðstefnur og hringborðsumræður með bandarískum sérfræðingum. Framúrstefnukonan og friðarsinn- inn Yoko Ono veit fyrir hverju hún stendur þótt hjólbeinótt sé. Nú verð- ur nóg að gera fyrir fréttamenn og viðræður í Dagsljósi. Það verður að segjast, að eftir myndum með sýnd- arveruleikanum að dæma verð- ur stórkostlegt að líta til Viðeyjar og sjá glæsibraginn og gleyma for- tíðinni og sögunni. Súlan mun lík- lega skyggja á alla íslandssöguna með einráðri birtu sinni. Þá vakn- ar spurningin: Hvers vegna gerðist Yoko ekki djarfari, helgaði sér Þing- velli og reisti friðarsúluna á Lögbergi og lét þar hljóma söng Lennons: All we need is love? Þó hefði kannski verið skynsam- legast að reisa súluna fyrir fram- an Alþingi, ekki langt frá hinum súlnastöðunum, fornum og nýjum. En kannski koma aðrir Ameríkan- ar með nýjar súlur. Þeir eru nask- ir, djarfir og frumlegir. Aldrei hefði íslenskum myndhöggvurum, jafn- vel hvorki Tedda né Árna johnsen, dottið í hug að reisa rekadrumba- súlur eða fjörugrjótssúlur í borg- inni. Núna er það of seint fyrir snill- ingana. Yoko leyfir engum að herma eftir sér. Menntamálaráðherra tæki í taumana og aðdáendur Lennons sem eru í fullu fjöri í íslenskri menn- ingu og stjórnmálum. Guöbergur Bergsson rithöfundur „Nei, ég á ekki jeppa og hef aldrei átt svoleiðis. Ég hef aldrei orðið nógu ríkur til að eiga jeppa. Ég á fjögurra ára gamlan Audi og hann r bara venjulegur fjölskyldubíll." Sigurður Kári Kristjánsson Freyr Einarsson & Óskar Hrafn Þorvaldsson Islenska landsliðið í knatt- spyrnu stendur enn eina ferðina á krossgötum. Þótt stutt sé liðið á landsliðsþjálf- aratíð Eyjólfs Sverrissonar virðist það Ijóst að hann veldur ekki starflnu frekar en Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson á undan honum. Eyjólfur hefur stýrt liðinu í sjö leikjum. Fimm þeirra liafa endað með tapi, einn hefur unnist og eitt jafn- tefli hefur litið dagsins ljós. Ef frá er tekinn frábær sigur gegn Norður-írum og jafntefli í þýð- ingarlausum vináttuleik gegn Spánverjum er útlitið dökkt. Liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fimm tapleikjum, varn- arleikurinn hefttr verið afar brokkgengur og á tíðum ein- kennst af þeim barnalegu mis- tökum sem litu dagsins ljós þegar Logi og Ásgeir stýrðu lið- inu og einnig Atli Eðvaldsson á undan þeirn. Eyjólfi hefur ekki tekist að breyta neinu sem máli skiptir á þessu ári sem hann hefur verið með liðið. Enn treystir það nær eingöngu á Eið Smára Guðjohnsen í sóknar- leiknum og enn gera leikmenn eins og Indriði Sigurðsson og ívar Ingimarsson sömu klaufa- mistökin í vörninni. Miðju- menn íslenska liðsins geta ekki spilað boltanum frá sér frekar en fyrri daginn og því virðist einsýnt að Eyjólfur kemst ekki iengra með þetta lið. Nú kemur hlé í undankeppn- inni og því væri tilvalið fyrir Við þurfum nýjan þjálfara Hiddink og Leo Beenhakker hafa gert fyrir fámennar þjóð- ir. Færni þessara manna getur flutt fjöll og það er einmitt það sem íslenska landsliðið hefur þörf fýrir núna. Tengsl Eggerts við marga af ríkustu mönnum þjóðarinnar ættu að gera hon- um ldeift að fjármagna dýran þjálfara í heimsklassa. Það er ósk okkar að KSÍ fljóti ekki enn eina ferðina sofandi að feigð- arósi heldur fái nýjan þjálfara strax. Það hefur sýnt sig að nú- verandi þjálfari er ekki starfi sínu vaxinn. Eggert Magnusson að taka sér smáfrí frá hugleiðingum um kaup á ensku úrvalsdeildar- félagi og stokka upp spilin hjá landsliðinu. Við höftim haft þrjá þjálfara, Atia, Ásgeir og Eyjólf, sem koma allir úr sömu áttinni. Þeir voru leikmenn í Þýskalandi, spiluðu með lands- liðinu, eru allir sómamenn og gerðust landsliðsþjálfarar til- tölulega stuttu eftir að þjálf- araferill þeirra hófst. Atli og Ásgeir hrökkluðust úr starfl og ekkert bendir til annars en að svipað verði upp á teningnum með Eyjólf. Eggert og KSÍ ættu að taka ómaldð af Eyjólfi og finna nýjan landsliðsþjálfara. Best væri að leita út fyrir landsteinana og fá inn mann með nýjar hugmynd- ir. Slíkur maður myndi reyndar kosta meira en hinn venjulegi íslenski þjálfari en við höfum séð hvað menn eins og Guus „Já, ég á jeppa það er Cherokee og hann er 2005 árgerðin. Hann er reyndar með minnstu vélina sem hægt er að fá í svona bíla." BirkirJ.Jónsson kámmvmm „Nei, ég á ekki jeppa en ég á BMW árgerð 1987 og langar ekki I jeppa." Lúðvik Bergvinsson Nei, ég á bara litinn Toyota Aygo. Hann eyðir litlu og hentar mér mjög vel." Katrin Júllusdóttir „Nei, ég á ekki jeppa heldur sex ára gamlan Bens." Jónina Bjartmarz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.