Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Page 42
62 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 Helgin PV Fyrir þrettán árum sat Ármann Reyolsson í fangelsinu á Kvíabryggju og hugsaði um hvernig hann gæti breytt lífi sínu. Hann segist aðeins hafa fundið eina leið til að leið- rétta viðhorf fólks til sín: Að skrifa sannleikann. Nú hefur hann gefið út sex bækur og segir besta ráðið að biðja fyrir óvild- ar- og öfundarmönnum. „Þegarég byrjaði að skrifa vissi ég eklcert í hvernig formi skrifin áttu að vera, en þetta braust út íþessu sagna- formi, sem reyndist síðar vera „vinjett ur“, franskt bókmenntaform sem kom upp á 17. öld en enginn íslenskur höf- undur í þúsund ára bókmenntasögu íslands hefur einbeitt sér að. Svo tek ég, fimmtugur bisness- ^gfr \ maðurinn upp á þessu!" jÆ Skrif að handan „Þegarégsest við skriftir, fínn ég alltaf fyrir einhverjum standa aftan við hægri öxl Regndroparnir bylja á gluggunum. Hann situr og horfir út yfir Ell- iðaárdalinn, það logar á kertum og ilminn frá nýjasta kaffinu á markaðnum leggur frá silfurkönnu. Ármann Reynisson hefur látið sérhanna Vinjettukaffi, Vinjettukonfekt og Vinjettu-silfurskeiðar. Hugmyndaflugið fór á fullt og hann lét hugmyndirnar ekki sofha. „Appelsínugulur er vinjettulitur- inn," segir hann þegar hann kemur með konfektkassann, sérharmaðan trékassa með appelsínugulum borð- um með innsigli. „Appelsínugulur, or- ange, er litur friðarins og gleðinnar." „Ég var langt á undan samtímanum" Fortíð Ármanns Reynissonar er vel kunn. Hann stofnaði Jjármála- og Fuglinn Fönix „Við Björgólfur Guömundsson höfum báðirsnúið tilbaka. Hann kynnir milljarðavæðinguna, ég kynni þjóðinni nýja bókmenntahefð.“ verðbréfafyrirtcekið Ávöxtun eftir að hann kom heim úr námi frá London School ofEconomics árið 1982, bauð verðtryggingu og vexti á sparifé sem var óþekkt fyrirbœri á markaðnum þá, varkcerður, dreginnfyrir dómstóla, fundinn sekur og dœmdur til eins árs fangelsisvistar á Kvíabryggju. „Við heimkomuna frá London fannst mér ég vera kominn í afdali," segir hann. „Viðskiptalifið hér var ára- tugum á eftir því sem tíðkaðist í Lond- on og New York. Bankamir hér arð- rændu viðskiptavini sína um allt að 50% á ári, það var verðbólga og við- skiptavinimir fengu ekki verðtrygg- ingu. Ég ákvað því að fara af stað með Ávöxtun og bjóða viðskiptavinun- um verðtryggingu og 4-8% ávöxtun ofan á það. Hæst fóm vextimir í 18% og ég var kallaður glæpamaður fyrir vikið af ákveðnum aðilum. Fyrirtæk- ið blómstraði í sex ár en ég fékk aldrei frið fyrir opinbemm embættismönn- um, sem alian tímann reyndu að grafa undan fyrirtækinu og þeim tókst það að lokum. Við lentum í erfiðleikum í niðursveiflu í efnahagslífinu og þá var fyrirtækið knésett á einni nóttu. Það var grimmilegt að lenda í þessu rétt áður en við fómm inn í EFTA og allar breytingamar urðu. Ég var bara langt á undan tímanum, en fæstir njóta eld- anna sem fyrstir kveikja þá. Þakklæt- ið fyrir að sýna fólki fram á hvemig á að vinna með fjármuni var það að mér var dröslað gegnum réttarkerfið í fimm ár og sendur í fangelsi í eitt ár." „Ég er enginn kennitöluflakkari" Ármann hafði verið áberandi í samfélaginu, hélt glcesilegar veislur sem enn eru eftirminnilegar og lýsir því svona hvemig lífið breyttist eftir að hann var dcemdur. „Ég var bara langt á undan samtímanum, en fæstirnjóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Þakklætið fyrir að sýna fólki fram á hvernig á að vinna með fjármuni varþaðaðmérvar dröslað gegnum réttar- kerfíð í fimm ár og send- ur í fangelsi í eitt árí' „Ég gekk á sviðinni jörð eftir þetta hrun, því ég var ekki eins og svo marg- ir sem koma öllu undan. Ég er enginn kennitöluflakkari. Ég þurfti að byrja upp á nýtt eins og Þjóðverjar gerðu eftír stríð og ég tel mér hafa tekist það Á Grænlandi I júnf Ármann afhenti Landsbókasafninu f Nuuk Vinjetturitsafn að gjöf. Hérer hann með Elisu Jeremiassen landsbókaverði og Erlu Lynge, blaðamanni og rithöfundi. jafn vel og þeim. Allri fjölmiðlaum- fjöllun á þessum tíma var stjómað af því fólki sem knésetti fyrirtækið, ég var gerður að blóraböggli og glæpa- manni. Það sem ég var dæmdur fyr- ir em þau viðskipti sem Jón Ásgeir og allir aðrir sftmda á íslandi í dag í millj - arðavæðingunni. Nú er sagnfræðing- ur að kynna sér fjármálalífið á íslandi áður en Kauphöllin tók til starfa og álítur mig vera einn mest áberandi mann á því sviði. Ég vissi alltaf að tím- inn myndi vinna með mér í þessu. Þetta var svipað mál og Hafskipsmál- ið og við Björgólfur höfum snúið til baka þótt við förum ólíkar leiðir. Hann kynnir milljarðavæðinguna, en ég kynni þjóðinni nýja bókmenntahefð. Ég hafði upplifað allt þetta milljarða- ævintýri sem fólk sækist eftir nú, en þegar ég mat stöðuna fannst mér ekki eftirsóknarvert að fara út í það aftur. Ég vildi þróa mig áfram í eitthvað nýtt; eitthvað sem myndi auðga andann og ég gæti nýtt mér síðari hluta ævinnar. Ég endurmat lífshlaup mitt og viðhorf mitt til manna og málefna." Heimsmaður í útlegð Hvemig upplifði heimsmaðurinn að vera á Kvíabryggju? „Já, það er alveg óhætt að kalla mig heimsmann," segir hann brosandi. „Ég var heimsmaður sem var dæmd- ur í útlegð. Ávöxtunarmálið tók fimm ár og þau voru ákaflega niðurlægjandi fyrir mig. Það var allt gert til að gera líf mitt eins djöfullegt og hægt var. Ég LQd framkomunni við mig við skelfilegt einelti en um leið og ég áttaði mig á að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.