Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Síða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2006, Síða 57
DV Siðast en ekki síst FÖSTUDAGUR 13. ÖKTÓBER2006 77 DÓMSTÓLL götunnar Eiga íslensk stjórnvöld að upplýsa umþær hleranir sem hafa verið gerðar? „Já, aðsjálf- sögðu það liggur í augum uppi." Gylfi Friðriksson, öryrki „Tvímælalaust eiga þau að upplýsa um þessar hleranir." Kristlaugur Leósson, vinnurhjá Blindravinnustofunni „Já, það finnst mér Mig hefur alltaf grunaðað stjórnvöld hafi beitt hlerunum." Birgir Kristjánsson, ellilífeyrisþegi „Öll þessi mál eiga að koma upp á borðið. Verðurað koma í Ijós hvernig þetta var." Karl Guðmundsson „Stjórnvöld eiga að upplýsa um þessi hlerunar- mál." ÖrvarJens, nemi „Ég held að þetta séstormurí vatnsglasi. Allar fréttir af þessu eru bara bull." Guðmundur Rúnar, ellilifeyrisþegi „Já, þaðfinnst mér.Ég vilfáþessi mál upp á borðið." Arinbjörn Marinósson, nemi Heiðar í hugbúnaðinn Veðurfréttamannsferill Heiðars snyrtis Jónssonar varð ekki lang- lífur hjá NFS, enda hafði hann vart hafið störf þar þegar breytingar brustu á. En Heiðar kippti sér lítt upp við breytingarnar og þótt hann hafi í nógu að snúast í snyrtivöru- kynningum og fyrirlestra- og nám- skeiðahaldi hefur hann nú fundið sér enn eitt starfið. Heiðar hefur ráðið sig til starfa við vefsíðugerð hjá hugbúnaðar- fyrirtæki. Heiðar verst allra frétta af þessu nýja starfi, enda segist hann svo oft hafa hent sér út í djúpu laugina án þess endilega að komast í mark, að nú ætli hann að hægja á upplýsingaflæðinu. Eins og flestum er kunnugt hefur Heiðar Jónsson fengist við margt um dagana og alls staðar þótt takast vel upp. Hann hefur verið fýrirsæta, dag- skrárgerðarmaður í útvarpi, ráðgjafi, litgreint hálfa þjóðiná, verið með eig- in sjónvarpsþætti, lífssaga hans hef- ur komið út á bók og eftir margra ára farsælt starf sem flugþjónn í údönd- um og hér heima sneri hann aftur í snyrtivörubransann og sló rækilega í gegn í sjónvarpi með því að taka til hjá öðrum. Kominn hátt á sextugsaldurinn hoppar Heiðar nú gaf- vaskur inn.í hugbún- aðargeirann og íslensk- ar konur vona hátt og í hljóði að sem bónus fái hann eigin vefsíðu, þangað sem hægt verð- ur að leita fróðleiks... Heiðar snyrtir í hugbún aðargeirann Læturekki deigan síga þrátt fyrir stutt stopp á NFS og ærinn starfa I snyrtivörubransanum. Airwaves-hátíðin að springa Útlendingar slást um miða „Við þurftum að hækka miða- verð um þúsund krónur frá því í fýrra því við getum ekki selt eins marga miða,“ segir Þorsteinn Stephensen hjá Herra örTygi sem skipuleggur tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem haldin er í Reykjavík 18. október til 22. október. „í fýrra sköpuðust álagspunktar á ákveðnum tímum og það mynduð- ust biðraðir fýrir framan staðina af fólki með miða og þess vegna verða seldir færri miðar í ár en í fyrra," seg- ir Þorsteinn. Hann segir að það sé víða orðið uppselt þar sem miðar eru seldir erlendis og sala á miðum í Skand- inavíu hefur aukist mikið miðað við það sem var í lýrra. „Svo er Þýskaland að koma sterkt inn því það eru betri beinar samgöngur frá Berlín til íslands og áhugi Þjóðverja á ís- lenskri tónlist er allt- af að aukast. Svo eru íslendingar ansi fyrirferðarmikl- ir í Berlín," segir Þorsteinn. Hann segir að ef tónleikastöðum í Reykjavík verði lokað og ekki komi nýir inn skapist það vandamál að há- tíðin verði of stór fyrir Reykjavík. „Við erum ekkert farnir að ræða það hvað við munum gera á næsta ári varð- andi framboð á skemmtistöðum en viljum helst ekki færa okkur úr mið- bænum," segir Þorsteinn. Hann seg- ir að kynning á hátíðinni í Kaup- mannahöfn í sumar sé auðsýnilega að skila sér en Iceland Airwaves var með tónleikasvið á nokkr- , um tónlistarhátíðum þar í borg þar sem íslenskar hljómsveitir spiluðu. Þorsteinn bjartsýrm á að há- tíðin muni verða fastur liður í náinni 1 framtíð og kynn- ingin á henni skili j sér í fjölgun ferða- manna til íslands. Eldar Ástþórsson, einn af skipuleggjendum lceland Airwaves „Reykjavík Grapevine mun koma út alla næstu viku I tilefni hátíðarinnar Þorsteinn Stephensen býr í Madrid en ferðast oft á milli „Ég kem til landsins um helgina og allt verður á útopnu næstu viku." Heimsfrægi ljósmyndarinn Dean Freeman er eftirsóttur meðal stjarnanna í Bretlandi Stjörnuljósmyndari tekur myndir af Garðari Cortes „Nú, þegar það er kominn styrk- ,, * ' ^ lög," segir Einar. „Nú, þegar það er kominn styrk- ur í þetta frá F1 Group, þá erum við búnir að ákveða að gefa plötuna út sjálfir," segir Einar Bárðarson um væntanlega plötu frá stórsöngvaranum Garðari Thor Cortes. „Það verður fyr- irtæki mitt í Lond- on, Belie- vermusic, í kemur til með að gefa plötuna út þann ■BBPsW Frú Hurley Elizabet Hurleyereinaf fyrirsætum Deans. Dean Freeman Dean hefur meðal annars myndaö VinnieJones og Beckham-hjónin. 5. febrúar í Bretlandi. Platan kemur til með að heita Cortes og við erum búnir að taka hana alla upp upp á nýtt og það verða einnig nokkur ný lög," segir Einar. Fyrstu tónleikarnir með Garðari og Katarinu Jenkins verða mánu- daginn 23. nóvember en þeir tón- leikar verða í London. „Við verðum svo með einn frægasta ljósmynd- ara heims, Dean Freeman, sem mun taka myndir af Garðari fýrir plötu- umslagið og kynningarefni," sagði Einar. Freeman gerði fræga ljósmynda- bók með Beckham-hjónunum og þess má geta að Dean hefur auk þess ekki ómerkari listamenn á fer- ilskránni en Neil Young, Elizabeth Hurley, Spice Girls og Vinnie Jones. Einar segir að það verði settur mikill kraftur í kynningar á Garðari í Bret- landi og það er greinilegt að Garðar Thor á að verða næsti heimsfrægi ís- lendingurinn. myrdal@dv.is Stefnir á toppinn Garðar Thor Cortes gefur útplötuna Cortes þann 5. febrúar I Bretlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.