Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Síða 39

Freyr - 01.11.1966, Síða 39
FREYR 489 HÚSMÆÐRAÞÁTTUR: FRYSTIGEYMSLAN Hvemig er hún notuð? Frystihólf, frystiskópar og frystikistur, það eru geymslu- hirzlur og geymslustaðir matvœla nú. Tunnur, keröld, kagg- ar og kollur er að mestu horfið, þ\rt að nú er lítið notað af söltuðum mat og súrsuðum. Hvernig eru þau notuð þessi nýtízku geymsluskilyrði? Eru þau notuð rétt? Um þetta mó spyrja og sjólfsagt segir hver fyrir sig: Auðvitað. Þetta er órannsakað mól hér, en húsmœðrafélögin ó Fjóni hafa lótið gera rannsóknir um þetta efni og við skulum frétta ögn um hvað þœr athuganir sýndu, en fró því segir KAREN BROHOLM í Húsmœðrablaðinu. Samband búnaðarfélaganna á Fjóni lét fara fram athuganir á nýtingarfyrirkomulagi frystibúnaðar í stiftinu, og til þess að fá glöggt yfirlit yfir það skyldu húsmæður færa bók yfir frystigeymslur sínar, hvenær þær settu vörur í frystingu, hvaða vörur og hve mikið, og svo hvenær þær tóku vörurn- ar úr frosti. Eyðublöð voru útbúin í fernu lagi, fyrir: kjöt, grænmeti, ávexti og brauð. Þátttakendur voru 85 húsmæður, þar af 75 í sveitum. Fjöldi heimilisfólks var breyti- legur, eða frá 1,8—6,7 einingum (miðað við fullvaxið fólk en börn metin í hlutfalli við fullorðna). Stærð jrystigeymsla. Frystigeymslur voru frá 150—500 1 að stærð eða 302 1 að meðaltali, en þetta er minna en reiknað er með að hæfilegt sé, því að talið er viðeigandi 100 1 á mann. Sumar húsmæð- ur létu í ljós viðhorf sín og töldu, að þær hefðu of litlar kistur (skápa §ða hólf). Töldu allmargar, að ókunnugleiki á notkun þessara tækja hafi valdið því, að of lítið rými var valið í upphafi og nauðsynlegt væri að auka það. Hvaða vörur jóru í jrysti? Sú húsmóðir, sem notaði kistu sína bezt, hafði 5,6 manns á fæði og kista hennar var 365 1, en sú kona, er nýtti geymslu sína lak- ast hafði 2,1 á fæði og 285 1 kistu. Þegar reiknað var rafmagn, vextir og af- skrift af frystibúnaði sýndi það sig, að kostn- aður á hvert kg geymdrar vörur var aðeins 40 aurar þar sem bezt var nýting, en um 4 krónur á kg þar sem hún var lökust. Allar húsmæður höfðu kjötvörur 1 frysti, 83 frystu ávexti og grænmeti og 73 settu brauð í frysti. Vörumagn á einingu var sam- tals 79,4 kg og skiptist þannig: Kjötvörur ................. 55,5 kg Grænmeti ................... 6,9 — Ávextir .................... 9,3 — Brauð ...................... 7,7 — Af ávöxtum voru það aðallega ber og epli, en af grænmeti: baunir, ertur, kál og spínat, sem sett var í frysti. Tilbúnir miðdegisrétt- ir voru mjög sjaldan settir í frysti, en það er

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.