Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1976, Page 23

Freyr - 01.01.1976, Page 23
Segjum, að 30 alhvítar gimbrar séu til alls og 25 þeirra séu settar á til að fjölga alhvíta fénu, og að á sama tíma séu til 200 gular gimbrar og 25 þeirra settar á. Þá er augljóst, að hægt er að koma við miklu úrvali meðal gulu gimbranna með hliðsjón af afurðasemi mæðra þeirra en svo til engu úrvali eftir móðerni meðal alhvítu gimbranna. Vegna þess hve fáa hrúta þarf að setja á árlega, var hægt að viðhafa álíka strangt val eftir þunga og afurða- semi meðal hvítra og gulra hrúta. Það skal tekið hér sérstaklega fram, að rannsókn þessi byggist á meðaltölum yfir 1280 ær undan 141 hrút á 4 búum á 7 ára tímabili. Niðurstöður, sem byggjast á svo miklum fjölda fjár, hljóta að teljast ábyggilegar. Á það má jafnframt benda, að þetta eru einu umfangsmiklu niðurstöðurnar, sem liggja fyrir í landinu, um það, hvaða samband sé á milli ákveðins eiginleika, sem á að bæta, og annarrar afurða- semi sauðfjárins. Þess er ennfremur rétt að geta, að áður hafa farið fram rannsóknir á því, hvort ullarmagn og vænleiki sláturlamba sé að einhverju leyti tengdar alhvítum eða gulum lit, og hafa hvergi fundist merki þess, að svo sé. Yfirlitsgrein um þær rannsóknir (á ensku með íslensk- um útdrætti) er í prentun í tímaritinu „íslenskar land- búnaðarrannsóknir“. Verður vonandi hægt að geta þeirrar greinar hér síðar. F R E Y R 13

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.