Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1976, Page 24

Freyr - 01.01.1976, Page 24
Um sauðfjárrækt - stjórnarkreppu - og svolitið um sálfræði sauðfjár Á ferðalagi um Austur-Skaftafellssýslu var ég búinn að gista Egil ráðunaut, hitta Suðursveitunga við fjárrag á Steinasandi og skoða heykögglaverksmiðjuna nýju í Flatey, framkvæmdir hennar og óravíð ræktunarlönd, þegar ég sótti heim Elías Jónsson á Rauðabergi. Ekið er út af veginum á sléttunni austan við Holtabæina og eftir óuppbyggðum vegi, er stefnir á rishátt Viðborðs- eða Rauða- bergsfjallið. Þú ekur inn undir fjallið, þangað til það gnæfir yfir höfði þér, þar er Fláarjökull, aðeins í seilingarfjarlægð, þá finnur þú Rauðaberg inn á milli klappa- borganna, þessara borga, sem víða eru í Austur-Skaftafellssýslu og sannanlega eru með eftirsóttustu bústöðum álfa. Bær Elí- asar stendur næst fjallinu, þar býr hann einn. Litlu framar er bær Sævars Kristins Jónssonar. Þar er fegurst útsýn úr eldhús- glugga á íslandi og þó víðar væri leitað. Áður en ég er kominn alveg heim á hlað hjá Elíasi, verður mér litið í átt að fjár- húsunum. Þar stendur bíll, og brátt kemur Elías í ljós. Hann hefur verið að huga að ám, sem eru þar við húsin. Ég segi Elíasi strax, að ég vilji eiga við hann viðtal um sauðfjárrækt og fleira og bendi honum á lítið apparat, sem ég get næstum falið í hendi minni og ég ætli að nota til að geyma minnisatriði í stað þess að skrifa niður viðtalið. Elías tekur þessu ekki illa en lof- ar þó engu og segir, að við skulum ganga heim að bænum. Heima við íbúðarhúsið er hópur ungra áa. Elías bendir mér á eina veturgamla, sem hann segir, að sé undan besta hrútnum, þeim, sem fær besta dóma hjá öllum ráðunautum. Ærin var að mín- um dómi falleg. Að dómi Elíasar kom hún ekki sjóninni til, enda sagðist hann ekki eiga margt undan honum. Hann gæti nefni- lega ekkert notað hann. „Nú, er hann ó- Viðtal við Elías á Rauðabergi 14 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.