Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 11
telja (sjá mótsskrá). Verðlaunafé þykir nú
orðið vel skammlaust, hækkar árlega með
vísitölu búfjárræktar. í hlut stóðhesta komu
2.360 þúsund krónur og í hlut hryssna 1.328
þúsund kr. eða alls 3.688 þúsund kr. Allt
verðlaunaféð er veitt samkvæmt búfjárrækt-
arlögum og greitt af Búnaðarfélagi íslands,
þegar um landsmót er að ræða.
Afkvæmadómar hafa þyngst.
Nýjar reglur um afkvæmadóma gengu í gildi
vorið 1978, þar sem kröfur voru auknar um
meðaltalseinkunn afkvæmahóps og hross-
unum í hópnum fjölgað og allt miðað við
tamin hross. Því má segja, að nýr hópur af-
kvæmasýndra hrossa bætist nú við og hafi í
sumar og muni í framtíðinni ganga undir
töluvert þyngra próf en áður var. Það getur
samt vel verið, að kynbótahross, sem áður
voru dæmd fyrir afkvæmi, hefðu náð hinum
nýju skilyrðum, og ekki er óhugsandi, að
sumir vildu athuga á ný með verðlaunaða
gripi sína, hvernig þeir stæðu sig. Er það
einfalt reikningsdæmi, og vera má að ein-
hver vildi fá þá viðurkenningu staðfesta, ef
gripur hans næði hinu nýja og þyngra prófi.
En hvað sem því líður, er þó möguleiki fyrir
öll áður afkvæmasýnd hross að glíma við
heiðursverðlaun, sem er nýtt þrep og sýnist
ekki auðvelt að ná. Fram hefur komið í rituðu
máli að undanförnu, að menn rugla saman
þessum verðlaunaþrepum, en þar eru alls
ekki sömu forsendur og því ekki hægt að
bera saman verðlaunaflokkana og einkunnir
hjá stóðhestum og hryssum, hvorki til 1.
verðlauna né heiðursverðlauna fyrir af-
kvæmi. Það er ólíkt t.d. að ná heiðursverð-
launum, stóðhestar þurfa að ná 8,10 í eink-
unn að meðaltali fyrir 12 afkvæmi, en hryssur
8,10 fyrir 4 afkvæmi. Það sjá allir, að munur
er á í útreikningi, og því er ekki nein brú í því
að bera saman einkunnir Sörla 653 og Fjaðr-
ar 2826, sem hlutu 8,11 stig og 8,18 stig í
sumar. Hitt er svo aftur athugandi, hvort
möguleikar eru meiri fyrir stóðhest að ná
heiðursverðlaununum vegna fjölda af-
kvæma til að velja úr en fyrir hryssu, og hve
miklu meiri þeir eru. Það má vafalaust reikna
FREYR
Þröstur 872 frá Teigi, Fljótshlíð. F: Hrafn 737 frá Krög-
gólfsstöðum. Knapi: Aðalsteinn Aðalsteinsson.
út hliðstæður í einkunnum, og þá getur
komið annað út úr dæminu en með núgild-
andi aðferð og einkunnirfengið annað gildi.
Við lýsingu afkvæmasýndra stóðhesta á
landsmótinu í sumar blasti við sú staðreynd,
að stóðhestarnir í þeim flokki voru allir í eigu
einstaklinga. Það má vafalítið kalla tilviljun,
að engir stóðhestar voru frá hrossaræktar-
samböndum. Eigendur sýningarhestanna
hafa um alllangt árabil unnið að hrossarækt
með góðu árangri, sem sannast á því, að
góðhestar og kynbótahross frá þeim eru vel
þekkt í fremstu röðum á mörgum mótum og
sýningum undanfarinna ára. Það er því engin
tilviljun með stöðu þeirra nú heldur rökrétt
framhald eljusemi þeirra og áhuga á ræk-
tunarstarfi og augljós árangur. Svo að vel
takist til um afkvæmasýningu stóðhests, þarf
ótrúlega langan og mikinn undirbúning og
fjármagn, einkum ef menn þurfa að eiga
undir öðrum með tamningar og þjálfun.
Hrossaræktarsamböndin hafa erfiðari að-
stöðu með stóðhesta sína. Afkvæmin eru
dreifð og erfitt að fylgjast með þeim,
stjórnarmenn bundir í vinnu og til þess
ætlast, að þeir starfi að málum sam-
67