Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 14

Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 14
Uppdrátturinn sýnir hvernig má hugsa sér að breyta 100 kinda fjárhúsi og hlöðu í minkabú, fyrir 100 læður ásamt tilheyrandi. landbúnaði.rráðuneytinu send umsókn um það efni. Umsókninni skal fylgja ítarleg áætlun um byggingu loðdýrabúsins, um gerð þess, stað, tæknilegan rekstur og fjármál, svo og um hvaðan þau dýr koma, sem fyrirhugað er að rækta á búinu. Enn fremur skal fylgja umsókninni umsögn við- komandi sveitar- og bæjarstjórnar. Að fengnu áliti veiðistjóra um þessi gögn tekur landbúnaðarráðuneytið ákvörðun um viður- kenningu loðdýrabúsins. Viðurkenning ráðuneytisins skal bundin þeim skilyrðum, að loðdýraræktin hefjist þar ekki, fyrr en öll gerð búsins er í samræmi við fyrrgreindar áætlanir og fullnægir settum öryggisreglum og tryggt er, að daglegum rekstri loð- dýrabúsins veiti forstöðu kunnáttumaður með a. m. k. eins árs reynslu í hirðingu, fóðr- un og meðferð dýranna. Úttektin skal gerð af veiðistjóra eða umboðsmanni hans. Ef lögð er fram umsókn um byggingu loðdýrabús á skipulagsbundnu svæði, skal landbúnaðar- ráðuneytið leita umsagnar bygginganefndar viðkomandi sveitarfélags um staðarval, áður en byggingarleyfið erveitt. Eigi má veita leyfi til að stofna minkabú með færri lífdýrum en 250 læðum. Til stækkunar loðdýrabús þarf viðurkenningu landbúnaðarráðuneytisins, og er óheimilt að nota viðbótarbyggingar eða nýbyggingar, fyrr en úttekt veiðistjóra eða trúnaðarmanna hans hefur farið fram. í lögum um loðdýrarækt, 68/1969, og í reglugerð um loðdýrarækt, 282/1969, ertil- greint nánar um reglur varðandi loðdýrabú, innflutning á loðdýrum, sóttkví og gerðir loðdýrabúa. 70 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.