Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 20
Gjaldeyristekjur af unnum og óunnu hráefni frá sauðfé voru um 7 milljarðar árið 1977.
eru í mestri hættu fyrir byggðaröskun á
næstu árum, og þess vegna mundi mikill
samdráttur þar hafa ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar, sagði Ketill. En sennilega getum við
framleitt ódýrara dilkakjöt í þessum
strjálbýlli landshlutum heldur en annars
staðar.
A hverju byggist það?
Bændum tekst að ná meiri afurðum eftir
hverja á, en það er að einhverju leyti að
þakka betri sumarhögum. Þeir þurfa aftur á
móti að leggja í dýrari og þar með fullkomn-
ari byggingar, en fóðuröflun virðist ekki vera
dýrari þrátt fyrir styttra sumar, því unnt er að
afla mikilla heyja á undrastuttum tíma, þegar
tíð er góð.
Sauðfjárrækt og byggðastefna.
Framtíðarstefna í sauðfjárrækt er í rauninni
ákvörðun um byggðastefnu. En þá kemur
það atriði til greina, að nettótekjur fara mikið
eftir framleiðslumagni. Hins vegar hafa
sauðfjárbændur orðið á eftir mjólkur-
framleiðendum í því að tæknivæða búin, lík-
lega af því að hægara er að beita tækninni við
mjólkurframleiðslu.
Bústærð og framleiðsla.
Bú með mikla framleiðslu bera sig yfirleitt
betur en bú með litla framleiðslu, en þá kem-
ur byggðasjónarmiðið inn í dæmið, því til
þess að halda landi í byggð þarf visst samfé-
lag bænda. Það er of snemmt fyrir okkur að
leggja árar í bát, þrátt fyrir offramieiðslu nú
um sinn. Erfitt er að gera sér grein fyrir, hver
þróunin verður á markaði fyrir
sauðfjárafurðir. Sauðfjárrækt krefst mikils
lands, og þess vegna eru líkur fyrir því, að
með vaxandi landþrengslum í Evrópu dragi
úr sauðfjárrækt þar og að búgreinar eins og
svína- og alifuglarækt, sem gera minni kröf-
ur til landrýmis, aukist. Við það ætti sam-
keppnisaðstaða fjárbænda hér á landi að
76
FREYR