Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1979, Qupperneq 21

Freyr - 01.02.1979, Qupperneq 21
batna. Spurningin er svo, hvort viö getum ekki lækkað framleiðslukostnað í sauðfjárrækt. Er hægt að lækka framleiðslukostnað við sauðfjárrækt? Hvaða leiðir sérðu til þess? Það er, ef hægt væri að byggja ódýrari fjár- hús og heygeymslur og að skipuleggja betur vinnu við sauðburð. Þá væri athugandi að reyna að þjálfa sérhæft fólk til aðstoðar yfir sauðburðinn. Hvað áttu við með því? Það, að fólk, sem hefði starfsþjálfun í vinnu við sauðburð, ynni á fjárbúunum á vorin og að betri vinnuaðstaða sé fyrir hendi um sauðburð. Þá væri hægt að lækka fram- leiðslukostnaðinn og fjölskyldubúið gæti framleitt 12-15 tonn af kjöti í staðinn fyrir 7-8 tonn, sem það framleiðir núna. Framtíð sauðfjárræktar byggist á því, að við getum lækkað kostnaðinn við hana. Hvernig má lækka byggingarkostnaðinn? Nú eru gerðar gífurlega miklar kröfur um styrkleika og þar með varanleika fjárhúsa og heygeymslna, en rannsóknir hafa engar verið gerðar á þessu sviði hér á landi. Það er til að mynda vafamál, hvort hið opinbera gerir rétt í því að miða framlög sín til áburðarkjallara eftir rúmmáli þeirra. En ekki við hvað? Til dæmis frekar við bygginguna sem heild. Þar sem sauðfjárrækt er útflutnings- atvinnuvegur að hluta til, ætti að búa að honum sem slíkum, t.d. hvað viðkemur toll- um og söluskatti, það ætti að lækka þá eða fella niður. Nú er þetta pólitísk ákvörðun. Já, og það er nú sennilega nokkuð erfitt að sýna fram á, að þetta sé hagkvæmasta fjár- festingin, vegna þess að markaðurinn er svo óviss þáttur, nema þá að til komi samningar milli ríkisstjórna. Mjólkurframleiðslan jókst um 4% sl. ár. FREYR 77 6

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.