Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1979, Side 25

Freyr - 01.02.1979, Side 25
Ný sútunaraðferð á pelsgærum, svo nefnd „súpersútun" riður sér nú til rúms, og er sagt að fyrir vikið standi íslenskar gærur betur að vígi. Hér sést hin bylgjaða áferð, sem næst með sútun þessari. Skógrækt er mikil. í Ángermanlandi er mikil skógrækt eins og annars staðar í Svíþjóð. Ángermansfljótið er nú að verða ein af fáum ám í Skandinavíu, sem notaðar eru til trjáflutninga á vinnslu- stað. Þar, eins og annars staðar, er grasvöxt- ur og alls konar laufrunnagróður í ungskógi barrplantna aðalhöfuðverkur skógræktarm- anna. Eiturlyf til eyðingar á óæskilegum gróðri eru ekki vel séð nú áöld náttúrudýrk- unar og mengunar enda kostnaðarsöm. Sauðfjárbeit í ungskóginn til að halda í skefjum óæskilegum gróðri er þar best til úrlausnar. Við sáum þar samanburðarsvæði, sem tók af öll tvímæli. Enda er stærsti skógeigandi Svíþjóðar stærsti fjárbóndinn. Til hádegisverðar fengum við fjölbreytta síldarrétti og dilkakjötspottrétt, fádæma bragðgóðan. Að sjálfsögðu var það íslenskt dilkakjöt, einnig steikta lærið, sem neytt varí kvöldverði á frægu fjallahóteli, í boði Gunn- ebos (sænskur girðinganetaframleiðandi). Geitfjárrækt eykst. í Ángermanslandi hefur geitfjárrækt aukist síðustu árin. Heimsótt voru tvö geitabú, sem bæði framleiddu heimagerða osta úr mjólk- inni. Annað búið var með 30 geitur og gerði Camenbertost og mysusmjör. Það bjó við mjög frumstæðar aðstæður, enda aðeins 3 ár síðan það komst á legg. Bóndinn hafði áður verið úthafskafari, konan teknískur efnafræðingur. Aðeins sjálf ostagerðin bjó við viðunandi aðstæður. En osturinn var búinn að fá nafn og líkaði vel og fjölskyldan vel sjálfbjarga með 30 geitur. Hitt búið var með um 90 geitur. Það fram- leiddi hvítan hlaupost með mygluskán utan á og mysusmjör. Húsakynni þar voru ágæt, enda að hluta notað sem kennslubú. Bónd- inn varættaðurfrá búgarðinum, en hafði um skeið verið aðalkennari í raunvísindum (stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði) í menntaskóla héraðsins. Varð leiður á kennslunni og vildi komast aftur í náin tengsl við náttúruna. í Svíþjóð er nú uppi sterk alda umhverfisverndar og náttúrufars t. d. má ekki reisa mannvirki á ræktuðu landi, og allar framkvæmdir miða að því að skila umhverfi sem minnst skertu og leitað er afturhvarfs til náttúrunnar. íslenskar gærur eftirsótt vara. Sænska fjárræktarsambandið sýndi okkur mörgum sinnum loðsútaðar pelsgærur. Ný sútunaraðferð, hin svokallaða „súpersút- FREYR 81

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.