Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1979, Side 30

Freyr - 01.02.1979, Side 30
Votheyslögur Hr. ritstjóri. Þarsem allur heyfengurersumsstaðar einvörðungu verkaður sem vothey, kemur manni þessi spurning í hug: Hvers konar efnasamsetning er í þeim safa, er rennur frá votheysgeymslum? Hefur hann eitthvert fóður- eða áburðargildi? Hér er miðað við, að maurasýra eða önnur efni hafi ekki verið notuð við votheysgerðina. Einnig mætti hugleiða, hvort þessi lögur hefur skaðleg áhrif á líf í ám og vötnum. Sé svo, sýnist nauðsynlegt fyrir bændur, er búa nálægt vatnsföllum, sem veiði er í, að hafa samtök um að hagnýta löginn, ef hann er þess virði, ella koma honum í rotþrær, eins og raunar ætti að gera með rennsli frá heimilum, þar sem vitað er, að þvotta- og ýmis hreinsiefni eru hættuleg fisk- um í ám og vötnum. Mér þætti vel þess virði, að Freyr fræddi okkur nánar um ofangreindar hugleiðingar. Með vinsemd og virðingu 17. október 1978, Ingimundur á Svanshóli. • Bréf Ingimundar hefur beðið alllengi birtingar. Ástæðan er sú að leitað var til Jóns Árnasonar, sem stundar nú fram- haldsnám í fóðurfræði við Landbún- aðarháskólann á Ási í Noregi og hann beðinn um svar við spurningunum. Jón hefur tekið þátt í rannsóknum Norðm- anna á nýtingu votheyslagar til fóðurs. Ingimundi er þakkað fyrir bréfið og Jóni fyrir ítarlegt svar. 86 FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.