Freyr - 01.02.1979, Page 36
Útflutningsbætur í Danmörku.
Það hafa fleiri en við áhyggjur vegna hins
lága verðs, sem er á landbúnaðarafurðum í
milliríkjaviðskiptum. í löndum, þar sem
landbúnaður er háþróaður og um langan
aldur hefur verið byggt á verulegum útflutn-
ingi, er langt frá því, að fram-
leiðslukostnaðarverð náist fyrir útfluttar
búvörur.
Eftir að Danir gengu í Efnahagsbandalag-
ið, greiðir landbúnaðarsjóður þess með út-
fluttum búvörum frá Danmörku.
Árið 1977 fluttu Danir út smjör fyrir 1.710
milljónir danskra króna, þar af voru útflutn-
ingsbætur úr landbúnaðarsjóðnum 669
milljónir kr., eða 39% af verðinu. Fyrstu 6
milligrömmum í hvert kg af fóðri fækkaði
dauðsföllum svo, að þá varð tapið aðeins
0,8% innan hópsins. Svolítið magn hafði
stórfelld áhrif.
En það eru ekki aðeins vaxandi ungar, sem
þurfa þetta vítamín. Líf í ungunareggjum er
miklu öruggara þegar hænurnar hafa fengið
fóður með ríkulegu magni biotíns og samaer
að segja um fjósemi hænanna, varp þeirra
verður öruggara en annars þegar þær fá
nægilegt magn vítamínsins.
Umræddur vísindamaður í Skotlandi heitir
Whitehead. Hann hefur fullyrt, að réttast sé
að blanda í hvert kg fóðurs handa hænuung-
um 0,5-0,10 milligrömm.
Aðrir vísindamenn hafa komist að raun
um, að árangur er svo sem hér hefur verið
greint síðan almennt var farið að gefa þessu
efni gaum og blanda biótíni í allt fuglafóður.
G.
mánuði þessa árs hafa þeir flutt út smjör fyrir
958 milljónir danskra kr. Útflutningsbætur
voru 272 milljónir kr. Nautgripakjöt fluttu
þeir út fyrir 2.302 milljónir kr., útflutnings-
bæturnar voru 230 milljónir kr. Korn var flutt
út fyrir 882 milljónir kr., útflutningsbætur
námu af þeirri upphæð 148 milljónum kr.
Á síðastliðnu ári fluttu Danir út landbún-
aðarafurðir fyrir samtals 19.384 milljónir
danskra króna, þar í var útflutningur á
minkaskinnum og ýmsum iðnvarningi úr
landbúnaðarafurðum. Útflutningur á eigin-
legum búvörum nam aftur á móti 18.014
milljónum kr., þar af voru útflutningsbætur
3.691 milljón kr., eða 20.5% af skilaverðinu.
Þessi upphæð jafngildir 218 milljörðum ís-
lenskra króna.
Fyrstu 6 mánuði þessa árs hefur verið
greitt með útflutningi danskra landbúnaðar-
afurða sem svara til 128 milljarða íslenskra
króna. Auk þess, sem Danir fá greitt með
útflutningnum, fengu þeir á síðastliðnu ári
upphæð, sem svarar67 milljörðum íslenskra
króna úr landbúnaðarsjóði EBE, til stuðn-
ings búvöruframleiðslunni. Aðallega var það
vegna niðurgreiðslna á undanrennudufti,
sem notað var í fóðurblöndur, og svo til
geymslu á illseljanlegum landbúnaðar-
afurðum.
Dilkakjötsframleiðslan jókst um
1000 lestir árið 1978.
Sauðfé á íslandi var 896.169 í ársbyrjun 1978
og 1.018.970 fjár var slátrað í haust er leið,
þar af 930.509 dilkum og var það tæpum 60
þúsund dilkum fleira en árið áður. Dilka-
kjötið varð nú 13.442 lestir eða 1000 lestum
meira en 1977. Líklegt er að 5500 lestir af
framleiðslu þessa árs verði seldar á er-
lendum mörkuðum.
92
FREYR