Freyr - 01.02.1979, Blaðsíða 38
Fuglafréttir.
Á vissu skeiði eftir síðari heimsstyrjöldina var
hænsnarækt í Danmörku stór í sniðum.
Eggjamarkaður í Evrópu var nógur, og um
nokkurár höfðu Daniryfir20 milljónir hæna í
varpi og seldu í miklum mæli egg í allar áttir.
En svo fór, að þær þjóðir, sem þá keyptu
eggin, fóru sjálfar að auka framleiðslu af
sama tagi, og nú er markaður Dana því nær
horfinn, það er aðeins, að þeir framleiða nú
egg til að fullnægja heimaþörfum, enda hafa
þeir svo sem eina hænu á íbúa. Hins vegar
framleiða þeir verulegt magn kjúklingakjöts
til útflutnings og sú framleiðsla hefur aukist
hröðum skrefum á síðari árum.
Eggjaframleiðslan.
Á ársfundi landsnefndar fuglaræktarmanna
á síðasta hausti var gerð grein fyrir fram-
leiðslumagni og efnahagslegum árangri
alifuglaræktarinnar sl. ár, þ.e. 1977-78.
Kom þar fram, að meðalársafurðir hæn-
unnar höfðu aukist lítið eitt frá fyrra ári.
Varpskeiðið hafði aðeins styst, eða um 6
daga, og var 457 dagar hjá meðalhænunni
og hún skilaði á því skeiði 17,3 kg af eggjum.
Sé reiknað með 20 eggjum í kg, segir þetta,
að afurðirnar hafi verið 346 egg eða 0,75 egg
á dag að meðaltali allt skeiðið.
94
Munurinn frá búi til bús var umtalsverður.
Um það bil 10% bestu búanna höfðu varp-
skeið 436 daga, og var framleiðsla þeirra 18,7
kg egg, en í hinum endanum, sem lakastan
árangur sýndi, var varpskeiðið 390 dagar en
framleiðslan að meðaltali aðeins 11,9 kg.
Fóðurnotkun á skeiðinu var óbreytt á fugl
frá síðari árum, þ.e. 120 g á dag. Á árinu varð
fóðurnotkun betri en nokkru sinni fyrr, en
hún komst rétt niður fyrir 3 kg á hvert kg af
eggjum (2,97 kg).
Kjúklingakjötsframleiðslan.
Kjúklingakjötsframleiðslan gekk vel á árinu.
Fuglarnir voru að meðaltali 44,6 daga gamlir
við slátrun, samkvæmt tölum reikningabú-
anna. Þeir vógu lifandi við afgreiðslu 1370 g
að meðaltali, en það er veruleg þyngdar-
aukning frá árinu 1974-75, þá vógu þeir 1200
g að meðaltali á líkum aldri.
Fóðurnotkunin á hvern kjúkling var ná-
kvæmlega eins og árið áður eða 2.05 kg á
fugl. Það kom fram á fundinum, að árangur
eggjaframleiðslunnar skilaði eðlilegu kaupi
til framleiðenda, en kjötframleiðslan gerði
það ekki, þar vantaði 37 aura danska upp á,
að framleiðandinn fengi tilskilda greiðslu
fyrir vinnu sína hverja klukkustund.
FREYR