Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1979, Síða 42

Freyr - 01.02.1979, Síða 42
Stofnsetning og rekstur minkabúa. Segja má, að íslenska minkaræktin sé að hefja sig upp úr þeim öldudal, sem hún fór fljótlega í, eftir að hún var leyfð 1969. Þau minnkabú, sem eftir eru og tekist hafa á við vandamálin, sem jafnan fylgja brautryðj- endastarfinu, hafa sýnt það og sannað, að minkaræktin á mikla framtíðarmöguleika sem atvinnugrein í landinu. Það, sem gerir minkaræktina áhugaverð- asta fyrir okkur íslendinga, er, að við höfum mikið og gott hráefni frá frysti- og sláturhús- um, sem nýtist vel til skinnaframleiðslu, og að veðurfarsáhrif spila hér ekki inn í, ásamt því, að skinnin eru seld erlendis á opinberum uppboðum, en ekki á innanlandsmarkaði. Áhugi á þessari búgrein fer nú vaxandi, bæði hjá mönnum til sjávar og sveita, og ihuga nú nokkrir þeirra minkaræktina sem framtíðarstarf. Minkaræktin skapar mikla möguleika, þar sem hún hentar vel sem sérhæfð búgrein í nýtískulegum byggingum, eða sem aukabúgrein þar, sem nýttar eru eldri byggingar, sem breytt hefur verið með tilliti til birtu og loftræstingar. Þar sem hráefnið frá frysti- og sláturhús- um er undirstaða skinnaframleiðslunnar, liggur beinast fyrir, að minkahald sé skipu- lagt og byggt upp út frá fóðureldhúsunum eða fóðurstöðvunum, sem eru í nánd við þau. Frá fóðureldhúsunum yrði svo tilbúnu fóðri ekið út til minkabúanna, annan hvern dag yfir vetrarmánuðina, desember-apríl, en sex daga vikunnar aðra mánuði ársins. Þá kemur mjög vel til greina, að minkabændur skiptust á um að sækja fóðrið til stöðvarinn- ar, þegar fóðurnotkunin er lítil. Reiknað hef- ur verið út, að ekki sé hagkvæmt, að akstur með fóður frá fóðurstöð og til baka fari yfir 100—120 km, þegar notaður er meðalstór vörubíll. Áður en athugaður er kostnaðar- og rekstrargrundvöllur minkabúa er rétt að kynna sér reglugerðarákvæði um stofnun þeirra, en ræða svo um sérhæfð minkabú og minkabú sem aukabúgrein. Úrdráttur úr reglugerð um stofnun á loð- dýrabúi. Þegar óskað er eftir að stofna loðdýrabú, er landbúnaðarráðuneytinu send umsókn um það efni. Umsókninni skal fylgja ítarleg áætlun um byggingu loðdýrabúsins, um gerð þess, stað, tæknilegan rekstur og fjármál, svo og um hvaðan þau dýr koma, sem fyrirhugað er að rækta á búinu. Enn fremur skal fylgja umsókninni umsögn við- komandi sveitar- og bæjarstjórnar. Að fengnu áliti veiðistjóra um þessi gögn tekur landbúnaðarráðuneytið ákvörðun um viður- kenningu loðdýrabúsins. Viðurkenning ráðuneytisins skal bundin þeim skilyrðum, að loðdýraræktin hefjist þar ekki, fyrr en öll gerð búsins er í samræmi við fyrrgreindar áætlanir og fullnægir settum öryggisreglum og tryggt er, að daglegum rekstri loð- dýrabúsins veiti forstöðu kunnáttumaður með a. m. k. eins árs reynslu í hirðingu, fóðr- un og meðferð dýranna. Úttektin skal gerð af veiðistjóra eða umboðsmanni hans. Ef lögð erfram umsókn um byggingu loðdýrabús á skipulagsbundnu svæði, skal landbúnaðar- ráðuneytið leita umsagnar bygginganefndar viðkomandi sveitarfélags um staðarval, áður en byggingarleyfið erveitt. Eigi má veita leyfi til að stofna minkabú með færri lífdýrum en 250 læðum. Til stækkunar loðdýrabús þarf viðurkenningu landbúnaðarráðuneytisins, og er óheimilt að nota viðbótarbyggingar eða nýbyggingar, fyrr en úttekt veiðistjóra eða trúnaðarmanna hans hefur farið fram. 98 FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.