Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 24

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 24
Eysteinn Gíslason bar þá fram að nýju til- lögu allsherjarnefndar, sem frestað var áður og fjallaði um fjölbreyttari atvinnustarfsemi í sveitum. Tillagan var óbreytt, svohljóðandi: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979, hald- inn í Stykkishólmi 1.—3. september, beinir því til stjórnar Byggðasjóðs, landbúnaðarráðuneytisins og annarra aðila, sem málið varðar, að stuðla að fjölbreyttari atvinnustarfsemi í sveitum þannig, að semflestirfinni þarstörf viðsitt hæfi. Erþetta brýn þörf nú, þegar hvatt ertil samdráttar í hefðbundn- um landbúnaði. Sem hugsanleg verkefni mætti benda á margs konar þjónustu, iðnað við úr- vinnslu landbúnaðarafurða, nýtingu rekaviðar, skógrækt, fiskrækt, loðdýrarækt, æðarrækt samhliða hreinsun og fullvinnslu æðardúns, garðrækt o. s. frv., eftir því sem hentar á hverjum stað. Jón Guðmundsson, Óslandi, vildi enn sem fyrr stytta tillöguna og lagði fram þá breyt- ingartillögu, að niðurfélli síðasta málsgrein hennar. Sú tillaga var felld með 14:9 atkvæðum. Tillaga allsherjarnefndar óbreytt var sam- þykkt samhljóða. Eysteinn Gíslason gat þess, að tillaga alls- herjarnefndar sem fjölrituð var sem 13. til- laga, yrði ekki lögð fyrir fundinn af hálfu nefndarinnar. 12. Tillögur fjárhagsnefndar. Júlíus Jónsson flutti þessa tillögu nefndar- innar um fundakostnað: Fundurinn ákveður, að dagkaup fundarmanna verði kr. 14.000. Auk þessfái fulltrúarnir greiddan ferðakostnað. Samþykkt samhljóða. Júlíus Jónsson flutti einnig þessa tillögu fjárhagsnefndar. AðalfundurStéttarsambands bænda 1979 heimil- ar stjórn sambandsins að verja allt að 10 millj- ónum króna í verðlaun til þess aðila, er útvegar samningsbundinn markað erlendis fyrir kinda- kjöt, a. m. k. 300 tonn á ári, er gefi skilaverð, sem sé að lágmarki 70% af innlendu heildsöluverði dilkakjöts. Sveinn Björnsson vildi láta tilgreina mjólkurvörurítillögunni ásamaháttog kjöt. Þórður Pálsson studdi tillöguna óbreytta. Kristófer Kristjánsson efaðist um réttmæti svo ákveðinna marka, sem í tillögunni fælust, og lagði fram breytingatillögu. Helgi Jónasson taidi erfitt að taka afstöðu til slíkra verðlauna áður en fjárhagsáætlun væri komin fram. Stefán Valgeirsson studdi mál Sveins Björnssonar, en Engilbert Ingvarsson mælti með tillögunni óbreyttri. Fjárhagsnefnd tók tillöguna til endur- skoðunar. 13. Tillögur lánamálanefndar. Jón Kr. Magnússon flutti fyrstu tillöguna: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979 lýsir stuðningi við tillögur harðindanefndar að öðru leyti en því, hvað lánskjör varðar, og skorar því á ríkisstjórn að gera ráðstafanir til, að aðstoð sú, sem Bjargráðasjóður kann að veita vegna harð- inda á sl. vori og heyvöntunar og uppskerubrests á komandi hausti, verði veitt eftir þeim reglum, sem sjóðstjórn hefur unnið eftir á undanförnum árum, það er óverðtryggð lán á lágum vöxtum. Ennfremur þendir fundurinn á, að nauðsynlegt er, að Bjargráðasjóður verði efldur svo, að hann geti sinnt hlutverki sínu að fullu. Jón Guömundsson, Óslandi, bað menn að tengja ekki saman heyskort sl. vor og fyrir- sjáanlegan uppskerubrest vegna ótíðar í sumar í nokkrum héruðum. Kristófer Kristjánsson studdi tillöguna. Hún var síðan samþykkt samhljóða. Jón Kr. Magnússon lagði einnig fram þessa tillögu frá lánamálanefnd- AðalfundirStéttarsambanasbænda 1979skorará ríkisstjórn og Alþingi að stórauka fjárveitingar til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins þannig, að hann fái valdið því hlutverki sínu að stuðla að upp- 588 FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.