Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 20

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 20
Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979 tekur undir ályktun Búnaðarþings frá 1978 um ferða- kostnað dýralækna og skorar á yfirvöld að hrinda málinu í framkvæmd. Samþykkt samhljóða. Einar Þorsteinsson lagði fram þessa til- lögu allsherjarnefndar: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979, hald- inn í Stykkishólmi 1.—3. september, beinir því til stjórnar Stéttarsambandsins og Framleiðsluráðs að auka upplýsingastreymi um verðlags-, fram- leiðslu, og sölumál landbúnaðarins til hvers ein- staks bónda. Bendirfundurinn á, að út verði gefin sérstök fréttabréf eða skrif um þessi mál aukin í Frey. Jafnframt þakkar fundurinn formanni sam- bandsins og starfsmönnum fyrir mikið starf við fyrirlestrahald á almennum bændafundum og kjörmannafundum. Samþykkt samhljóða. Einar Þorsteinsson flutti einnig þessa tillögu frá allsherjarnefnd og rökstuddi hana: Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn í Stykkishólmi 1.—3. seþtember, 1979, beinir þeim eindregnu óskum til ríkisstjórnarinnar, að ráðinn verði á vegum utanríkisráðuneytisins sérstakur verslunarfulltrúi, er sinni einvörðungu markaðs- málum íslenskra búvara erlendis. Samþykkt samhljóða. Grímur Jónsson flutti tillögu alls- herjarnefndar um uppbyggingu gras- kögglaverksmiðju og verðjöfnun á gras- kögglum. Hann taldi mikla nauðsyn að hraða þessari uppbyggingu. Sveinn Guðmundsson kvað ekki vert að biðja um meira fjármagn en vonlaustværi að fá á einu ári. Gísli Andrésson vakti athygli á sérstöðu þeirra graskögglaverksmiðja, sem eru í einkaeign. Sigurður Jónsson, Kastalabrekku, lagði höfuðáherslu á, að verksmiðjunum verði dreift um landið, en Árni Jónasson minnti á álit nefndar, sem starfaði fyrir nokkru, og taldi meginatriði varðandi hagkvæman rekstur, að árlegur starfstími verksmiðjanna væri sem lengstur. Tillagan var síðan tekin til nánari athugun- ar í nefndinni. Grímur Jónsson flutti einnig þessa tillögu allsherjarnefndar: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979, hald- inn í Stykkishólmi dagana 1.—3. september, sam- þykkir að skora á landbúnaðarráðherra að beita sérfyrirákveðnum aðgerðum til uppbyggingar og aukinnar starfsemi á bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal með auknum fjárveitingum, endur- skoðuðum starfsháttum, breyttu skipulagi og öðrum þeim leiðum, sem nauðsynlegar kunna að reynast. SigurðurSigurðsson fagnaði tillögunni og ræddi stöðu Hólaskóla og Hermann Guð- mundsson tók undir við Sigurð. Síðan var tillagan samþykkt með samhljóða atkv. Jón G. Jónsson talaði fyrir þessari tillögu allsherjarnefndar: Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn í Stykkishólmi 1.—3. september 1979, mótmælir harðlega nýbyggingargjaldi á útihús á bújörðum, sem lagt var á með lögum nr. 117/1978. Fundur- inn gerir kröfu til, að Alþingi og ríkisstjórn felli tjaldið niður. Samþykkt samhljóða. Þá var klukkan 1230 og gefið matarhlé, en að því loknu, kl. 14, var haldið áfram af- greiðslu mála. Jón Gísli Jónsson flutti tillögu alls- herjarnefndar um fæðingarorlof kvenna. Hún hlaut nokkrar orðalagsbreytingar og var borin undir atkvæði á þessa leið: Aðálfundur Stéttarsambands bænda 1979 ítrekar fyrri tillögur sínar um rétt allra kvenna til fæð- ingarorlofs og skorar á stjórnvöld að lögfesta hann. Samþykkt samhljóða. 584 FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.