Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1979, Page 20

Freyr - 15.09.1979, Page 20
Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979 tekur undir ályktun Búnaðarþings frá 1978 um ferða- kostnað dýralækna og skorar á yfirvöld að hrinda málinu í framkvæmd. Samþykkt samhljóða. Einar Þorsteinsson lagði fram þessa til- lögu allsherjarnefndar: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979, hald- inn í Stykkishólmi 1.—3. september, beinir því til stjórnar Stéttarsambandsins og Framleiðsluráðs að auka upplýsingastreymi um verðlags-, fram- leiðslu, og sölumál landbúnaðarins til hvers ein- staks bónda. Bendirfundurinn á, að út verði gefin sérstök fréttabréf eða skrif um þessi mál aukin í Frey. Jafnframt þakkar fundurinn formanni sam- bandsins og starfsmönnum fyrir mikið starf við fyrirlestrahald á almennum bændafundum og kjörmannafundum. Samþykkt samhljóða. Einar Þorsteinsson flutti einnig þessa tillögu frá allsherjarnefnd og rökstuddi hana: Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn í Stykkishólmi 1.—3. seþtember, 1979, beinir þeim eindregnu óskum til ríkisstjórnarinnar, að ráðinn verði á vegum utanríkisráðuneytisins sérstakur verslunarfulltrúi, er sinni einvörðungu markaðs- málum íslenskra búvara erlendis. Samþykkt samhljóða. Grímur Jónsson flutti tillögu alls- herjarnefndar um uppbyggingu gras- kögglaverksmiðju og verðjöfnun á gras- kögglum. Hann taldi mikla nauðsyn að hraða þessari uppbyggingu. Sveinn Guðmundsson kvað ekki vert að biðja um meira fjármagn en vonlaustværi að fá á einu ári. Gísli Andrésson vakti athygli á sérstöðu þeirra graskögglaverksmiðja, sem eru í einkaeign. Sigurður Jónsson, Kastalabrekku, lagði höfuðáherslu á, að verksmiðjunum verði dreift um landið, en Árni Jónasson minnti á álit nefndar, sem starfaði fyrir nokkru, og taldi meginatriði varðandi hagkvæman rekstur, að árlegur starfstími verksmiðjanna væri sem lengstur. Tillagan var síðan tekin til nánari athugun- ar í nefndinni. Grímur Jónsson flutti einnig þessa tillögu allsherjarnefndar: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1979, hald- inn í Stykkishólmi dagana 1.—3. september, sam- þykkir að skora á landbúnaðarráðherra að beita sérfyrirákveðnum aðgerðum til uppbyggingar og aukinnar starfsemi á bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal með auknum fjárveitingum, endur- skoðuðum starfsháttum, breyttu skipulagi og öðrum þeim leiðum, sem nauðsynlegar kunna að reynast. SigurðurSigurðsson fagnaði tillögunni og ræddi stöðu Hólaskóla og Hermann Guð- mundsson tók undir við Sigurð. Síðan var tillagan samþykkt með samhljóða atkv. Jón G. Jónsson talaði fyrir þessari tillögu allsherjarnefndar: Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn í Stykkishólmi 1.—3. september 1979, mótmælir harðlega nýbyggingargjaldi á útihús á bújörðum, sem lagt var á með lögum nr. 117/1978. Fundur- inn gerir kröfu til, að Alþingi og ríkisstjórn felli tjaldið niður. Samþykkt samhljóða. Þá var klukkan 1230 og gefið matarhlé, en að því loknu, kl. 14, var haldið áfram af- greiðslu mála. Jón Gísli Jónsson flutti tillögu alls- herjarnefndar um fæðingarorlof kvenna. Hún hlaut nokkrar orðalagsbreytingar og var borin undir atkvæði á þessa leið: Aðálfundur Stéttarsambands bænda 1979 ítrekar fyrri tillögur sínar um rétt allra kvenna til fæð- ingarorlofs og skorar á stjórnvöld að lögfesta hann. Samþykkt samhljóða. 584 FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.