Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 46

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 46
Sala kindakjöts innanlands á árinu varð alls 9.843.171 kg., sem er 9.12% aukning frá árinu 1977. Þarna gætir bæði áhrifa aukinna niður- greiðslna og þó alveg sérstaklega niðurfell- ingar söluskatts af kjöti og kjötvörum í byrj- un septembermánaðar. Það var ómetanlega hagkvæm aðgerð til að greiða fyrir kjötsölu í landinu. (Fskj. VII) Á þessu ári hefur sala kindakjöts haldið áfram að vaxa, og er söluaukning frá ára- mótum um 16,8% frá fyrra ári. Salan er sýnd á fylgiskjali VIII, ásamt birgðum kindakjöts 1. ágúst sl. Útflutningur kjöts á almanaksárinu 1978 varð minni en árið á undan, en það var vegna skorts á útflutningsbótum, og útflutn- ingurinn færðist að stærri hlutayfir áramótin en venja hefur verið undanfarin ár og varð því meiri frá áramótum til júlíloka en á sama tíma í fyrra. Slátrun nautgripa varð meiri á sl. ári en 1977 og kjötmagn, sem kom í sláturhúsin, varð 2.139 tonn, sem er 27,6% meira en árið áður. Hins vegar varð nautakjötssalan að- eins 1.774 tonn, sem er 20,5% minni sala en árið 1977. Nautakjöt í birgðum við árslok var því verulega meira en í ársbyrjun eða 758 tonn. Nautgripaslátrun, það sem af er árinu, er um þriðjungi meiri en í fyrra. Sala hefur orðið um 60% meiri en í fyrra. Birgðir nautakjöts 1. ágúst sl. voru 282 tonn. (Fskj. IX). Kartöflur. Kartöfluuþpskera síðasta árs var sú mesta, sem komið hefur lengi. Niðurgreiðslur voru miklar á kartöflum, þó varð ekki vart veru- legrar söluaukningar hjá dreifingaraðilum, en vera má, að það hafi verið meiri uppskera hjá einstaklingum, sem ekki lögðu kartöflur inn hjá umboðum Grænmetisverslunarinn- ar, og valdi það því, að sala jókst ekki í versl- unum. Kártöflur frá 1978 voru á markaði fram í byrjun ágústmánaðar og hafa aldrei verið jafnlengi til almennt. Kartöflur, sem komu til niðurgreiðslu til 1. ágúst, voru tæplega 77 þúsund tunnur fyrir utan útsæði, sem telst vera 16 þ'úsund tunnur. Er það mun minna magn en áætlað var, að kæmi til sölu. (Fskj. IX). Erlendar kartöflur komu ekki á markaðinn fyrr en viku af ágúst. Á sl. hausti var tekin upp jöfnun á flutn- ingskostnaði kartaflna á milli héraða. Þessi jöfnun hefur þegar kostað 16—17 milljónir króna á 9 mánuðum. LítiIsháttar álag var lagt á kartöfluverðið í sölunni til að standa undir þessum kcstnaði. Það var 85 aurar á kg frá 1. desember til 1. júní, en var þá hækkað í 2 krónur á kg. Tekjur kartöflujöfnunarsjóðsins hafa ekki nægt að fullu fyrir útgjöldum hans ennþá. En vonandi jafnast það í haust. Þetta er í fyrsta sinn, sem kartöfluverð er hið sama, hvar sem er í landinu. Horfur á kartöfluuppskeru í ár eru hinar verstu um langt árabil, bæði sunnanlands og norðan. Útflutningur og útflutningsbætur. Útflutningur kindakjöts á sl. almanaksári varð 4.067 tonn, sem var nokkru minna en árið á undan, en þá var mikið flutt út á haustmánuðum. Núna var það aftur á móti dregið meira fram yfir áramótin. Ostaútflutningur varð aftur á móti meiri en nokkru sinni áður eða 2.067 tonn. Á útflutningsbætur vantaði 1300 milljónir króna, sem ríkissjóðurgreiddi fyriráramótin. Nokkur útflutningur var á heyi á sl. ári, bæði til Færeyja og Noregs. Sá markaður gæti vaxið, ef hey væru afgangs til útflutn- ings. Það, sem af er árinu, þ. e. miðað við 1. ágúst, hefur kindakjötsútflutningur orðið 3.266,2 tonn, sem er um 800 tonnum minna en gert var ráð fyrir í áætlunum Fram- leiðsluráðs í ársbyrjun, þar til viðbótar kemur útflutningur í ágúst, um 60 tonn. 610 FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.