Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 47

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 47
Sala kjöts til Noregs stöðvaðist í verkföll- unum í vor og olli það ótta um, að kjötbirgðir yrðu verulega meiri við upphaf sláturtíðar í haust en var á sl. ári. En vegna ríflegrar- kjötsölu innanlands á þessu ári eru ekki horfur á, að verulegur munur verði á birgð- unum. Helst væri, að birgðir ærkjöts yrðu eitthvað meiri. Ostaútflutningur stöðvaðist einnig í verk- föllunum í vor, og fyrir það eru birgðir af osti meiri nú en ráðgert var, að yrði, og færist hluti þess, sem átti að flytja út á verð- lagsárinu, til nýs verðlagsárs. í upphafi þessa árs var áætlað, að útflutn- ingsbótaþörf verðlagsársins 1978—1979 yrði 10,7 milljarðar króna og réttur okkar til útflutningsbóta úr ríkissjóði yrði um 5,6 milljarðar króna. Af þeirri upphæð voru að- eins 4,3 milljarðar á fjárfögum. Sú fjárhæð var að fullu notuð snemma sumars. Var þá mikið eftir af ógreiddum útflutn- ingsbótareikningum. Við þá breytingu, sem orðið hefur á út- flutningsmagni verðlagsársins, minnkar fjárþörfin, og er talið, að hallinn sé nú um 3.480 milljónir króna. (Fskj. X). Til að mæta áætluðum halla var í lok maí, eftir að Alþingi hafði fellt tillögu um aukna fyrirgreiðslu til bænda vegna útflutningsins að upphæð 3,5 milljarðar króna, ákveðið að innheimta verðjöfnunargjöld. Þau voru 190 kr. af kg dilkakjöts frá síðasta hausti, 95 kr. af kg ær- og hrútakjöts frá síð- asta hausti og 10 kr. af mjólkurlítra fram- leiddum á þessu almanaksári. Þessi verðjöfnunargjöld gætu gefið, ef þau verða innheimt að fullu, um 3,6 milljarða króna. í byrjun júnímánaðar skipaði landbún- aðarráðherra harðærisnefnd, svo sem áður er komið fram. Nefndin hafði tvíþætt verkefni. Annars vegar að gera tillögur um fjárhagslega að- stoð við bændur vegna vorharðindanna og hins vegar að gera tiliögur ti! lausnar sölu- vandamálunum vegna vöntunar útflutn- ingsbóta. Tillögur meirihluta nefndarinnar um það efni voru, að ríkissjóður útvegaði 3 milljarða króna í þá vöntun, þar af kæmu 2 milljarðar á verðlagsárinu 1978—1979, en 1 milljarður króna á verðlagsárinu 1979—1980 vegna þeirra birgða, er færðust á milli verð- lagsáranna í útflutningi. Einn nefndarmanna, Eiður Guðnason, vildi aðeins láta helming þessararfjárhæðar í þessu skyni, en auk þess 500 milljónir króna til að kaupa bændurtil að hætta búrekstri. Ekki er nú vitað hvað gert verður með þessar tillögur. En trúiegt þykir mér, að end- anleg ákvörðun bíði þess, að Alþingi komi saman og taki á málinu á nýjan leik, hvort sem það ber árangur eða ekki. VERÐLAGSMÁL. Verðlagning og tekjur bænda. Eftir verð- lagssamningana á síðasta hausti komu fram hækkanir á rekstrarvörum og kaupi, og hækkaði verðlagsgrundvöllur af þeim ástæðum 1. desember um 6,7%, 1. mars um 6,07%, 1. júní um 13,33%, samtals 29,44%. í byrjun ágústmánaðar skilaði Búreikn- ingastofa landbúnaðarins uppgjöri fyrir sl. ár. Það uppgjör sýndi verulega mikla hækk- un á „fjölskyldutekjum", þ. e. launum hjóna, barna innan 16 ára aldurs að meðtöldum vöxtum af eigin fé. Tekjur þessar hækkuðu um 112% miðað við hliðstæðar tekjur 1977. Til uppgjörs komu 152 reikningarað þessu sinni. Meðalbústærð var 608 ærgildi hjá þeim bændum. Stærst voru kúabúin, 797 ærgildi, en sauðfjárbúin minnst, 403 ærgildi, en blönduðu búin 53I ærgildi. Allt er þetta reiknað sem meðaltal allra mánaða ársins. Skuldir til langs tíma eru kr. 3.313.520,- eða kr. 2.398 þúsund miðað við vísitölubúið. Lausaskuldir eru kr. 591.453,- eðatilsvarandi við vísitölubúið kr. 428.120,-. Skuldir eru furðu litlar miðaðar við bú- stærð og heildarfjármagn og vélakostur er á lágu verði. FREYR 611
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.