Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 62

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 62
VIÐSKIPTALÖNDIN Noregur og Svíþjóð: Með inngöngu íslands í EFTA náðust samn- ingar við Norðmenn og Svía (og Dani) um tollfrjálsan kvóta fyrir dilkakjöt. í Noregi og Svíþjóð fékkst þessi kvóti með samþykki sölusamtaka bænda, en þau hafa á hendi sölu íslenska dilkakjötsins. íslenskir bændur eru ekki í samkeppi við starfsbræður sína í þessum löndum, en bæta upp vöntun á heimaframleiðslunni. íslenska kjötið er því ekki auglýst sérstaklega. Niðurgreiðslur hafa farið hækkandi í Nor- egi og Svíþjóð undanfarin ár og verðlag á kjöti hækkað minna en verðlag almennt. Sömu sögu er að segja um verðlag á íslenska kjötinu, það hefur fylgt verðþróun á niður- greiddu kjötverði í þessum löndum. Af þessum sökum hafa íslenskir bændur vonlausa samkeppisaðstöðu við starfs- bræður í Noregi og Svíþjóð. Væri full ástæða til, að stjórnvöld okkar hæfu viðræður við sænsk og norsk stjórnvöld til að fá leiðrétt- ingu á þessum málum. Viðskiptajöfnuður okkar við þessi lönd er okkur afar óhag- stæður og ekki annað vitað en við þurfum að greiða fullt verð fyrir þær vörur, sem við flytj- um inn frá þessum löndum. Sænski markaðurinn hefur reynst erfiður síðustu ár. Ströng verðstöðvun er í gildi og niðurgreiðslur hafa farið hækkandi. Þá er að heyra á Svíum, að þeim reynist stundum erf- itt að selja íslenska kjötið auk eigin fram- leiðslu. Nú er svo komið, að svipað verð fæst fyrir kjöt, sem selt er til Danmerkur, enda þótt greiða þurfi 20% toll til EBE-landanna. Einkaaðilar í Svíþjóð hafa sýnt áhuga á að kaupa kjöt héðan. Ekki hefur þótt rétt að breyta sölufyrirkomulaginu, þar sem hætt er við, að sölusamtök bændanna mundu missa áhugann á að versla með íslenskt kjöt, en þessi fyrirtæki eru mjög ráðandi á mörkuð- unum. Færeyjar: Færeyjar hafa mikla sérstöðu af þeim löndum, sem dilkakjötið er selt til. Innlend framleiðsla er langt frá að fullnægja þörfum, og er því um verulegan innflutning að ræða á kjöt- og mjólkurvörum. Innflutninguráfrystu kjöti erfrjáls. Innflutt nautakjöt keppir við færeyskt og fá þarlendir bændur niðurgreiddan verðmuninn. Fær- eyskt kindakjöt er allt notað til framleiðslu á skerpikjöti, og er því ekki um samkeppni ís- lenska dilkakjötsins að ræða við færeyska framleiðslu. Enda þótt innflutningur á frystu dilkakjöti sé frjáls, er íslenskt dilkakjöt nær eingöngu flutt inn til Færeyja. Eftir því, sem næst verður komist, stafar þetta af þeirri skoðun Færeyinga, að íslenska kjötið sé betra en annað erlent kjöt. Viðskiptin við Færeyjar eru okkur mikil- væg, m. a. vegna nálægðar, vinsælda kjöts- ins og eins vegna þess, að horfur eru á, að næst bestverð fáist þarfyrir útflutning okkar. Innflutningsgjald á kjöt og kjötvörur er nú 15%, en það er almennt greitt af vörum, sem fluttar eru inn til Færeyja. Þekkt er eitt dæmi um, að þetta innflutningsgjald hafi verið fellt niður. Stóð það í sambandi við innflutning á grænmeti frá EBE, en Færeyingar munu hafa fengið á móti einhverjar ívilnanir á fisk- veiðiréttindum. Full ástæða er til að kanna eftir diplómat- ískum leiðum möguleika á niðurfellingu á þessu innflutningsgjaldi fyrir búvörur okkar. Ekki er um fast verð að ræða á færeyskri framleiðslu, en búnaðarsamtökin hafa gefið út ábendingarverð á síðari árum. Það er mikilvægt, að höfð sé hliðsjón af verði fær- eysku framleiðslunnar við ákvörðun sölu- verðs íslenska kjötsins til þess að eiga ekki á hættu að skaðafæreyska bændur. Það þjón- ar einnig hagsmunum okkar um hæsta, mögulegt verð fyrir framleiðsluna. Útflutningurásviðum er130—150tn. áári. Samsvarar það umframframleiðslu .okkar. Færeyjar eru eina landið, sem kaupirsvið. 626 FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.