Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 72

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 72
að verja hluta þesstil að greiðaverðbæturtil þeirra framleiðenda sem eftir sérstökum samningi, draga úróhagkvæmri framleiðslu, enda náist samkomulag um að ríkissjóður leggi fram a. m. k. jafnháa fjárhæð. Fram- leiðandi sem gerir samning um samdrátt bú- vöruframleiðslu, skal fá hæstar bætur árið sem hann minnkar framleiðsluna en stig- lækkandi tvö næstu ár. Viðkomandi framleiðanda er óheimílt að auka framleiðslu aftur nema í fullu samráði við Framleiðsluráð. Heimilt er að endurskoða og breyta samningi um þetta efni, ef aðstæður breytast hjá viðkomandi framleiðanda eða markaðs- aðstæður almennt breytast. Verði ábúendaskipti á jörð, þar sem ábú- andi hefur gert samning um samdrátt bú- vöruframleiðslu, gildir slíkur samningur ekki gagnvart nýjum ábúanda. Þá er heimilt að nota fé sem innheimtist skv. heimildum þessum til að jafna verð á milli söluaðila er selja á erlendum markaði og hinnaerselja innanlands. Einnig er heim- ilt að nota hluta þess til að jafna verð og aðstöðu á milli einstakra framleiðenda skv. ákvæðum 2. og 3. gr. reglugerðar þessarar. Þá er heimilt að nota hluta þess til að greiða kostnað við framkvæmd þeirra laga- ákvæða sem hér um ræðir. Gjöld þau sem um ræðir í reglugerð þess- ari, skulu ekki leiða til hækkunar á búvöru- verði, að svo miklu leyti sem fjármagninu er varið til að jafna söluverð búvara milli fram- leiðenda. Sá hluti sem notaður kann að vera til að greiða framleiðendum fyrir að minnka fram- leiðslu og notaðurertil að greiða kostnað við framkvæmd þessarar reglugerðar, gengur inn í verðlag búvörunnar 7. gr. Framleiðsluráð landbúnaðarins fer með framkvæmd ákvæða þessarar reglugerðar. Það getur þó falið búnaðarsamböndum eða búnaðarfélögum framkvæmd einstakra verkþátta. Formenn búnaðarfélaga skulu vera trún- aðarmenn Framleiðsluráðs hver á sínu félagssvæði. Framleiðsluráð getur þó valið sér aðra trúnaðarmenn, þyki ástæða til. Trúnaðarmenn skulu tilkynna Fram- leiðsluráði um ábúendaskipti á jörðum og breytingar á búrekstri er máli skipta við framkvæmd þessarar reglugerðar. Fram- leiðsluráð getur einnig óskað aðstoðar þeirra við eftirlit með kjarnfóðursölu og fleiri atriðum ef ástæða þykir til. Nú telur einhver aðili að brotinn sé réttur hans skv. reglugerð þessari og skal hann þá gera Framleiðsluráði skriflega grein fyrir málinu. Náist ekki samkomulag um úrlausn ágreiningsefnisins, skal vísa því til sérstakrar nefndar til úrskurðar. Nefnd þessi skal skipuð fimm mönnum til tveggja ára í senn. Tveir skulu skipaðir af Stéttarsambandi bænda, tveir fulltrúar af Búnaðarfélagi íslands og formaður skipaður af landbúnaðarráðherra. Kostnaður við störf nefndarinnargreiðist af Framleiðsluráði eins og annar kostnaður við framkvæmd þessar- ar reglugerðar. 8. gr. Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu skv. 46. gr. laga nr. 101/1966. Jafn- framtgetaslík brotvarðað missi réttarskv. 3. gr. reglugerðarinnar. 9. gr. Reglugerð þessi tekur þegar gildi. Landbúnaðarráðuneytið 22. ágúst 1979. Steingrímur Hermannsson. Sveinbjörn Dagfinnsson. 636 FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.