Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 17

Freyr - 15.09.1979, Blaðsíða 17
Agnar Guðnason gerði grein fyrir störfum mjólkurdagsnefndar og upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Gísli Andrésson studdi það, að félags- málaskóla yrði komið upp í samvinnu við bændaskólana. Sveinn Jónsson hvatti til aukinnar mjólkurneyslu og til þess, að komið yrði á fót jöfnunarsjóði fyrir þá, sem ræktuðu kartöfl- ur, og mætti grípa til hans, þegar uppskera brygðist. Ingi Tryggvason gerði grein fyrir störfum harðærisnefndar og tillögum hennar. Grímur Jónsson lýsti vanda bænda í Norð- ur-Þingeyjarsýslu vegna ótíðar. Stefán Valgeirsson ræddi mörg atriði, er fram höfðu komið í umræðunum. Hann taldi verðbólguna aðalorsök erfiðleika bænda. Hann sagði m. a., að bændur hefðu lengi staðið gegn því, að breytt yrði um stefiiu í lánamálum með því að takmarka stofnlán eftir stærð framkvæmda. Var þá klukkan 23 og gefið fundarhlé til kaffidrykkju og lokað mælendaskrá. Eftir það svöruðu framkomnum athuga- semdum erindreki, formaður og landbún- aðarráðherra. Árni Jónasson ræddi m. a. skattamál og ágalla á lögum og framkvæmd þeirra. Hann ræddi einnig orlofsmál og stöðu kvenna gagnvart Lífeyrissjóði bænda. Hann studdi félagsmálaskóla og minntist á hlutverk Bréfaskólans. Steingrímur Hermannsson sagðist m. a. hafa beðið Þjóðhagsstofnun að vinna að könnun á hlutdeild landbúnaðarins í þjóð- arbúskapnum. Hann endurtók, að hann vildi fremur breytingar í framleiðslu landbún- aðarins en samdrátt einan. Um frestun ríkis- stjórnar á verðákvörðun sagði hann, að verðlagsmál lægju yfirleitt iengi fyrir ríkis- stjórn, en kvaðst vænta þess, að allir ríkis- stjórnarflokkarstæðu saman, þegarákvörð- un yrði tekin. Gunnar Guðbjartsson lagði áherslu á, að áætlun þyrfti að gera um búskap hverrar jarðar áður en hægt væri að ákveða henni bústofnskvóta gagnvart framtíðinni, og þetta hefði sjömannanefnd framleiðsluráðslag- anna lagt til, að gert yrði. Hann skýrði nánar ýmis atriði, sem rædd höfðu verið, og endurtók sterklega yfirlýs- ingu um óánægju sína með frestun verð- ákvörðunar hjá ríkisstjórn. Ýmsir ræðumenn kvöldsins höfðu tekið undir þá óánægjurödd, en margir þeirra höfðu Iokið lofsorði á störf formanns Stétt- arsambandsins og landbúnaðarráðherrans. Að umræðum loknum voru reikningar Stéttarsambandsins fyrir árið 1978 bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða. 9. Málum vísað til nefnda. Árni Jónasson lýsti 86 tillögum, er borist höfðu. Höfðu 58 beirra verið lagðar fyrir fundarmenn í fjölriti, en hinar komu beint fyrir fundinn. Flestar tillögurnar voru frá kjörmannafundum eða öðrum bændafund- um, nokkrar frá stjórn Stéttarsambandsins og aðrar frá einstökum fundarmönnum. Var þessum tillögum öllum vísað til nefnda. Hlaut framleiðslunefnd 15 tillögur, verðlagsnefnd 18, fjárhagsnefnd 5 auk fjár- hagsáætlunar, allsherjarnefnd 33, laganefnd 9 og lánamálanefnd 6. Helgi Jónasson gerði að lokum grein fyrir störfum millifundanefndar, sefn athugaði samþykktir sambandsins og tillögur til breytinga á þeim, kvað hann laganefnd fundarins einnig mundi taka til athugunar ábendingar þær, sem fram kæmu á fundin- um um þetta mál. Klukkan 130 eftir miðnætti varfundi frestað til mánudags, en sunnudagurinn ætlaður til nefndastarfa. Sunnudagurinn 2. september var notaður til nefndastarfa, en auk þess fóru sumir fundarmenn og margar konur í boðsferð með Baldri (flóabátnum). Búnaðarsamband Snæfellinga bauð í ferðina, og var farið inn undir Brokey, Öxney og Klakkeyjar við til- sögn heimamanna. En um kvöldið bauð Búnaðarsamband Snæfellinga öllu fundar- fólkinu til kvöldverðar og kvöldskemmtunar. FliEYR 581 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.