Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.1994, Side 16

Freyr - 15.04.1994, Side 16
Aðbúnaður mjólkurkúa og frumutala I Torfi Jóhannesson og Ólafur Jónsson Þessi grein er unnin upp úr lokaverkefni Torfa Jóhannessonar við Búvísindadeild Bœnda- skólans á Hvanneyri 1993. ólafur Jónsson, dýralœknir hjá Mjólkursamlagi KEA var aðal- leiðbeinandi, en verkið var skipulagt í samráði við Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins, Landsamband kúabœnda og Bútœknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Markmið verkefnins voru eftirfar- andi: 1. Kanna samband frumutölu og ýmissa þátta í aðbúnaði mjólkur- kúa. 2. Kanna hvaða atriði hafa áhrif á hreinleika bása og kúa. 3. Safna upplýsingum um ýmsa lítt rannsakaða þætti, s.s. stærð og gerð bása, lýsingu, gasmengun o.fl. Hér verður fjallað almennt um hvaða áhrif aðbúnaður kúa á inni- stöðu hefur á júgurheilsu og þar með frumutölu. Síðar verður vikið að niðurstöðum verkefnisins. Umhverfi og sjúkdómar. Á mynd 1 eru sýndir nokkrir þeirra umhverfisþátta sem hafa áhrif á kýr á bás. Við mótun á umhverfi gripanna er kappkostað að minnka það heildarálag sem þeir verða fyrir. I því felst m.a. að bæta loftræstingu, setja gúmmímottur í bása, losa um bindingar, hækka jötu 5-10 cm upp fyrir básgólf og beita réttri mjalta- tækni svo að eitthvað sé nefnt. í nágrannalöndum okkar hafa bændur í auknum mæli byggt lausa- göngufjós og náð þannig að fækka álagsþáttunum. Of mikið álag minnkar framleiðslugetu kúnna og/ eða veldur sjúkdómum. Óhætt er að fullyrða að algengasti sjúkdómurinn í kúm hérlendis sé júgurbólga. Henni er gjarnan skipt upp í júgureitrun, bráðajúgurbólgu, langvinna klíníska júgurbólgu og dulda júgurbólgu. Víkjum nánar að tveimur síðastnefndu flokkunum. Langvinn klínísk (sjáanleg) júgur- bólga er sú tegund júgurbólgu sem bændur verða oftast varir við. Kýrin er frísk og sýkti júgurhlutinn hefur engin sjáanleg bólgueinkenni en mjólkin strimlar við og við. Við dulda júgurbólga eru einkennin yfir- leitt ekki sjáanleg en efnasamsetn- ing mjólkurinnar er breytt og nytin lækkar. Vægari. Einkennin eru yfirleitt ekki sjáanleg en efnasamsetning mjólkurinnar breytist og nytin lækk- ar. Mælingar á frumutölu hafa reynst vel til að fylgjast með dulinni júgurbólgu. Orsaka júgursýkinga er oftast að leita í nánasta umhverfi kúnna. Þar er um þrjár megin ástæður að ræða: 1. Umhverfi kúnna hentar þeim illa og gerir þær næmar fyrir sýking- um. 2. Mjaltatæki virka ekki sem skyldi. 3. Beitt er röngum aðferðum við mjaltir. Hér verður aðallega fjallað um fyrsta og þriðja aðtriðið: Básar og jata. I íslenskum leiðbeiningum er mælt með að básar séu 135-140 cm langir og 105-110 cm breiðir. Ef básinn er of langur, lendir saur og þvag í honum og þannig skapast gróðrastía fyrir sýkla sem herja á júgur kúnna. Of stuttir básar neyða kýrnar til að standa og liggja aftur í flór eða á flórristunum. Það veldur ójöfnu sliti á klaufum en einnig er hætta á að ristarnar skaði júgur og spena kúnna auk þess sem kuldi og trekkur úr haughúsi eiga greiða leið að júgranu. Mynd 1. Nokkrir umhverfisþœttir sem hafa áhrifá kýr á bás. 281 FREYR - 8*94

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.