Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 6

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 6
FRR RITSTJÓRN Hugur einn það veit Um það leyti sem þetta blað berst lesendum er náttúran að klæðast sínum fegursta skarti og sól hvað hæst á lofti. Að baki er óvenjulega kaldur vetur og fádæma snjóþungur í sumum landshlut- um. Á eftir fylgdi afar kalt og gjaffellt vor þann- ig að á norðan- og austanverðu landinu tók gróð- ur ekki við sér fyrr en upp úr 10. júni. Erfiðleikar og álag í kjölfar þessa hafa bitnað mismikið á fólki eftir landshlutum. Hið erfiða tíðarfar kostar sitt í beinum útgjöldum og bætist ofan á versn- andi fjárhag bænda vegna bágrar stöðu í mörgum greinum landbúnaðar. Rétt er að taka fram að hér er ekki alll á eina lund, sem betur fer er nokkur hluti bænda með bærilega eða góða afkomu. Það fer þó ekki hjá því að sálrænt álag á bændur og sveitafólk hefur verið óvenjulega mikið á liðnum vetri. Alkunna er að persónuleg tengsl fólks og kunnugleiki þess hvert á högum annars er mun meiri í dreifbýli en þéttbýli. I sveitum ríkir einnig víða mikil samstaða og samhjálp sem ekki verður metin til fjár. Bakhliðin á þessu er hins vegar sú að þar sem nágrenni er ekki gott verða öll samskipti að sama skapi erfiðari. Annað einkenni landbúnaðar er einnig það að sveitafólk reynir að bjarga sér án opinberrar aðstoðar í lengstu lög þegar herðir að. Hremmingar í landbúnaði eru ekki bundnar við ísland heldur sameiginlegar flestum vestrænum þjóðum. I sumum nálægum löndum er kvartað yfir því að bóndinn búi við einsemd í starfi, konan sækir vinnu í nálægt þéttbýli og börnin eru í skóla eða gæslu daglangt. Nokkuð er um að greint sé frá sjálfsvígum meðal bænda erlendis og borin við áðurnefnd einsemd auk erfiðs fjárhags. í ýmsum löndum hefur verið komið upp neyðarhjálp og forvarnarstarfi. Hér á landi hefur lítið verið fjallað um þessi mál á opinberum vettvangi. Þó var það tekið fyrir á Ráðunautafundi í febrúar 1994, þar sem fagfólk í sálgæslu og ráðunautar, sem þekkja vel til hags bænda, fluttu erindi. Engar aðgerðir fylgdu þó í kjölfar þeirrar umfjöllunar. Skipuleg könnun á högum sveitafólks í þessum efnum hefur ekki farið fram en ljóst er að prestar og læknar í dreifbýli þekkja hér til mála. Margir líta á hugar- ástand fólks sem einkamál þess. Gömul og ný reynsla segir hins vegar að gott ráð, eða jafnvel besta ráðið, við að kljást við áhyggjur og erfið- leika er að deila þeim með öðrum sem eru reiðubúnir að hlusta og taka þátt í því að leita að leiðum til úrbóta með þeim sem við áhyggjur býr. Það er hin eiginlega sálusorgun hvort sem það er prestur, sálfræðingur, læknir eða einhver nákom- inn sem annast hana. Fullyrða má að á síðari tímum hefur umræða og umfjöllun um þessi mál opnast mjög. I borgurn og bæjum heyrir það til góðra umgengnishátta að blanda sér ekki að ástæðulausu í mál annarra. Það veldur því á hinn bóginn að fólk getur auðveld- lega einangrast sem án efa á sinn þátt í því að þörf á sálrænni aðstoð eykst. Dreifbýlið hefur búið fólki opnari mannleg samskipti, með kosti þeiira og ókosti, en sýnt er að þróunin þar er á sama veg og í þéttbýli eins og komið hefur fram erlendis. I Noregi hafa ýntis samtök í landbúnaði beitt sér fyrir útgáfu á leiðbeininga- og fræðsluefni um mannleg samskipti og sálræn vandamál einstak- linga sem fylgja því að lifa lífínu. Efnið, sem liggur fyrir í bók sem ber heitið „Oss mennesker imellom", er ætlað til nota í leshringjum þar sem 5-10 manns koma saman til náms ásamt leið- beinenda. Andlegar þarfir mannsins hafa fylgt honurn alla tíð en þær hafa hlotið meiri athygli á síðari tíinum og framfarir orðið á því hvernig unnt er að taka á málum sem þarfnast úrlausnar. E.t.v. hefur Einar Benediktsson, skáld, öðrum betur, bundið í orð þessi mál í einu erindi í ljóði sínu, Einræður Starkaðar: Hið smáa er stórt í harmanna heim, höpp og slys bera dularlíki, og aldrei er sama sinnið hjá tveim þótt sama glysi þeir báðir flíki. En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri en rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, varð auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. M.E. 278 FREYR - 7. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.