Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1995, Qupperneq 9

Freyr - 01.07.1995, Qupperneq 9
að Sunndalsöra, sem tekin var í notkun 1971. Sú stöð er löngu orðin víðfræg fyrir rannsóknir sínar og kynbætur á laxi. Fyrir þessi brautryðjendastörf, m.a. að koma aðferðum búfjárkyn- bótafræðinnar á framfæri við fisk- eldið og aðrar þær rannsóknir sem hann hratt af stað, var litið á hann sem annan af tveimur merkustu frumkvöðlum fiskeldis í Noregi. Eftir að Harald Skjervold lét af föstu starfi prófessors á Asi hélt hann ótrauður áfram að vinna áhugamálunum fylgi og hafði víða áhrif sem fyrr. Meðal þess sem hann lagði sig eftir síðustu árin var að kynna sér rannsóknamiðurstöður og allt það sem best var vitað um áhrif matar- æðis, einkum mismunandi fituteg- unda, á tíðni svonefndra inenn- ingarsjúkdóma svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameins o.fl. I skrifum sínum um þessi efni gerði hann allt í senn að benda á ýmsa veikleika í áður viðteknum kenningum og leiða líkur af sögu- legum og lífræðilegum skýringum á mismunandi tíðni þessra sjúkdóma meðal þjóða og benda á líklegustu leiðir til að vinna gegn þeim. Þekking hans á þessu leiddi m.a. til þess að hann fékk enn aukinn áhuga á laxakynbótunum þar sem áhersla væri lögð á að auka hlutfall hinna heilnæmu omega þrjú-fitu- sýra í laxinum, en eins og aðrir fiskar sem lifa í köldu vatni er hann auðugur af þeim sýrum. Þetta taldi hann að fiskeldismenn á norðlasgum slóðum ættu að nýta sér. I at- hugunum sínum á þessum efnum komst Harald Skjervold einnig að þeirri niðurstöðu að langt væri frá því að sýnt hefði verið fram á óholl- ustu mjólkurfitu eða annarrar dýra- fitu borið saman við jurtafitu, og að margar rangar ályktanir hefðu verið dregnar í þeim fræðum. Hann hvatti til þess að við bútjár- kynbætur færu menn einnig að leita eftir því að auka hlut „hollra“ fitu- sýra í afurðum búfjár. Harald Skjervold hlaut marghátt- aðar heiðursviðurkenningar fyrir öll sín merku störf bæði í heimalandi sínu og frá erlendum menntastofn- unum og vísindafélögum. Hann var rnjög eftirsóttur fyrirlesari víða um heim og hafði t.d. verið fenginn til að halda fyrirlestra í öllum löndum Vestur-Evrópu, að Portúgal undan- skildu. Sem fyrr segir var Harald Skjer- vold vel kunnur hér á landi. Ekki aðeins sem fræðari þeirra manna sem mest hafa mótað íslenska bú- fjárrækt síðustu þrjá áratugina, heldur einnig sem lifandi og vekj- andi áhugamaður um þau fræði sem hann fékkst einkum við síðari ára- tugina, fiskeldið og manneldisfræð- ina, í tengslum við heilbrigði og matvælaframleiðslu. Hann kom nokkrum sinnum hing- að til lands, m.a. í hópi norskra fiskeldisfrömuða árið 1986. Þá hélt hann hér fyrirlestra ásamt öðrum um fiskeldi í Noregi. Árið 1989 bauð Búnaðarfélag Islands honum einnig að koma í kynnisferð og til fyrirlestra. Þá hélt hann hér þrjá fyrirlestra um erfðafræði, fiskeldis- mál og um mataræði og menning- arsjúkdóma. Harald Skjervold var óþreytandi fræðari til hinstu stundar og sendi þá gjarnan kunningjum sínum bréf um það sem hann var að fást við hverju sinni eða drög að fræðigrein- um. Þannig vildi hann láta okkur sem þekktu hann og sýndu áhuga á verkum hans vita hverju fram yndi. Harald Skjervold lést hinn 3. maí sl. Jónas Jónsson. Kæli- og frystiklefar í ÖLLUM STÆRÐUM VERÐ FRÁ 148.000 + vsk 'i'- Stök kæli- og frystitæki -'ir Vélar í mjölkurtanka -'f Varahlutir fyrir kælikerfi ALKUL HF ^ 565 7470 & 893 2636 7.'95- FREYR 281

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.