Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 21

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 21
Skeljasandur barst upp frá fjarðarbotninum og blés stöðugt inn yfir túnið í Sauðlauksdal. (Ljósm. S.F.). þroskaðist illa, og varð síðan lítið af árangi kornræktar hjá honum sem fleirum, en vegna komskortsins í landinu, datt honum einmitt í hug að fá sendar kartöflur frá Danmörku, sem fyrr segir. Hann skrifar í sínum Korte Beretninger einnig um trjáræktar- tilraunir. Greinir hann frá því, að asparsprotar hafi verið sendir hingað 1752 og verið reyndir á Suð- urlandi, en þeir ekki náð að dafna. Ari síðar var reynt að sá grenifræi, en ekkert af því lifði. Árið 1758 sáði síra Björn nokkrum furukönglum, sem hann fékk senda frá einhverjum vini í Kaupmannahöfn, en lítið var upp úrþeim að hafa. Árið 1761 fékk hann síðan 20 aspargræðlinga og annað eins magn trjáa með rótum senda frá Danmörku. Þar að auki voru honum sendir 10 pílviðar- teinungar og 25 plómutré, sem virðast þó varla hafa lifað af fyrsta veturinn. Hann telur erfitt að nema trjárækt af bókum og leggur til, að kunnáttumenn séu fengnir hingað til þess að kenna mönnum skógrækt og meðferð trjáa. Áveitur og garðahleðslur Þegar síra Bjöm settist að búi í Sauðlauksdal og tók að byggja upp jörðina og hefja þar garðrækt, rak hann sig á tvo annmarka landsins, sem þörfnuðust úrbóta, ef unnt væri að koma þeim við. Annað var það, að jarðvegur gat þornað um of í ökrunum yfir hásumartímann, þannig að vökva þurfti matjurtirnar. Hitt var öllu verra, að skeljasandur barst upp frá sjónum og ógnaði sandfokið gróðri jarðarinnar, svo að til stórskaða horfði. Þessi viðfangs- efni tók síra Björn til meðferðar, og skal hér nánar frá því greint. Landsmenn höfðu fyrr á öldum gert áveitur til þess að auka gras- vöxt á engjum, en þessi búskapar- háttur hafði síðan lagst niður. Nú tók síra Bjöm upp á því að sameina nokkrar uppsprettur ofan bæjar og veita þeim í læk, sem rann fram með húsunum. Gat hann með stíflum síðan veitt vatni úr læknum yfir í kálgarðana til vökvunar í þurrkum. Bæjarlækur þessi kom að fleiri notum. I hann mátti sækja vatn til heimilisþarfa, fá vatn til brynningar húsdýrum og einnig þvo í honum þvotta. I lækinn gat hann síðan sett silung úr vatninu, sem hafa mátti til matar og geyma þar allt sumarið, og grípa til eftir þörfum, segir í Korte Beretninger. Þessi vatnsveiting þótti mikil nýjung á þeim tíma. Er talið, að með þessu atferli hafi síra Björn verið einna fyrstur manna til að hefja framræslu og áveitur á nýjan leik. Og jafnvel má telja hann frumkvöðul fiskeldis. Túngarðar höfðu verið reistir um bæi til forna, en nú var garðahleðsl- um lítið sinnt. Síra Björn lét hins vegar hlaða garð um túnið hjá sér til þess að verja það fyrir ágangi búfjár, og síðan lét hann byggja upp og ryðja breiða tröð að bænum. Eins og fyrr segir var túninu f Sauð- lauksdal hætta búin af sandfoki. Fékk hann vitni til að votta þar um. Var þetta mest Ijós skeljasandur, sem fýkur þarna stöðugt upp frá sjónum. Björn barðist við þennan vágest í orði og verki. Mikið sandfoksveður gerði í febrúar 1763, og orti síra Björn þá kvæði um sand- inn, sem er þannig: Sandur mér Itingað sendist sandurinn á þann vanda, sandurinn sjónir blindar, sandurinn byrgir landið, sandurinn sést hér undir, sandur til beggja handa, sandurinn sáðverk hindrar, sandur er óstillandi. Sandur á sœtrum lendir, sandurinn klœðum grandar, sandurinn byggðum sundrar, sandurinn teppir anda, sandur í dtykknum syndir, sandur í froðu blandast, sandurinn sœtir undrum, sandurinn er minn fjandi. Síra Björn lét ekki við það eitt sitja að yrkja um sandinn. Hann reyndi að stöðva áfokið með því að sá í hann melfræi og hann gat síðan útvegað þá skipun landsstjómar- innar, „að sóknarmenn hans skyldu hjálpa til að gera garð, sandfokinu til varnar.“ Bændum þótti þessi kvöð vera einstök áníðsla, og var varnargarðurinn gegn uppblæstr- inum af sumum því kallaður „Rang- látur". Þessi ráðstöfun til stöðvunar sandfoks, er samt ein fyrsta tilraun, sem gerð var hér á landi til varnar gróðureyðingu. Fyrir allar þessar jarðræktarfram- kvæmdir varð sfra Björn lands- kunnur. Fram kemur í bréfi Eggerts Ólafs- sonar til Grunnavíkur-Jóns, hve vel hann unir hag sínum í Sauðlauksdal og hve mjög hann lofar húsráðendur þar. „Hvað diæta viðvíkur“, skrifar hann, „hef eg kost sem utanlands." „Hér eru matjurtir yfirfljótanlegar." Síra Björn var búsýslumaður og mikill skörungur í allri heimilis- stjóm, en Rannveig Ólafsdóttir kona hans og systir Eggerts, var talin öllum fremri í kvenlegum íþróttum. 7.'95- FREYR 293

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.