Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 10

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 10
Með grœna fingur Viðtal við Óla Val Hansson fyrrverandi garðyrkjuráðunaut hjá Búnaðarfélagi íslands, fyrri hluti. Hann byrjaði ígarðyrkjunni 15 ára gamall hjá Stefáni á Syðri-Reykjum, fór 17 ára til Danmerkur, vann þar á garðyrkjustöðvum á Sjálandi og Jótlandi, fór til Berlínar í stríðsbyrjun og vann þar á keisaralegri gróðrarstöð í eitt og hálft ár. Óli Valur Hansson. Mynd frá því um miðja öldina. Flutti þá vegna stríðsins aftur tii Danmerkur, stundaði nám í garðyrkjuskóla á Jótlandi og í garðyrkjudeild danska Búnaðar- háskólans og brautskráðist sem garðyrkjukandídat 1946. Gekk í andspyrnuhreyfingu Dana. Eftir heimkomuna til Islands kcnnari í Garðyrkjuskóla ríkisins og síðan lengi vinsæll og virtur ráðunaut- ur í sérgrein sinni hjá Búnaðar- félagi Islands. Oli Valur Hansson hefur frá mörgu að segja af langri starfsævi. Garðyrkjuáhuginn kviknaði nokkuð snemma hjá mér, segir Oli Valur, líklega heima í föðurhúsum. Móðir mín hafði gaman af að rækta inniblóm, var með mikið að rósum. Ég hafði fyrir sið í þau fáu skipti sem við fengum vínber, það var ekki algengt í þá daga, að ég potaði fræjunum niður í blómapottana. Hér og þar komu svo upp dálítið sérkennilegar plöntur, vínviðar- plöntur. Ég var alltaf strákur í sveit á sumrin og hafði afskaplega gaman af sveitaverunni og var ákveðinn í því, áður en ég fermdist, að ég ætlaði að verða bóndi. Fæddur er ég og uppalinn í Reykjavík en ætli ég hafi verið meira en 5-6 ára þegar faðir minn, sem var uppalinn í sveit, eignaðist nokkrar ær, sem smám saman tjölg- aði upp í 17-18 kindur. Þetta var hér í gamla bænum, á Baldursgötu og ég hafði afskaplega gaman af að stússa við kindurnar. Fyrstu kynni við garð- yrkjuna Sumarið 1937 var mér boðin vinna austur á Syðri-Reykjum hjá Stefáni Ámasyni, Hann hafði keypt dálitla spildu af Grími bónda Og- mundssyni og hóf þar garðyrkju- búskap. Ég var snúningastrákur hjá Stefáni og þar kynntist ég garð- yrkjunni; Stefán var með gróður- hús. Það var ekki beysið til að byrja með en þetta jókst hratt hjá honum. I þessum gróðurhúsum ræktaði hann tómata og gúrkur og svo var hann með reiti sem voru yljaðir upp með jarðhita. Þar ræktuðum við sitt lítið af hverju og ólum Vpp kál- plöntur. Þama vaknaði gríðarlegur áhugi hjá mér, ég var þá tæplega 15 ára. Þegar að loknum skóla, vorið eftir, var ég kominn í sveitina og hélt áfram í garðyrkjunni. Stefán var ekki garðyrkjulærður, hann var húsgagnasmiður að mennt; en hann hafði danska garðyrkju- menn og ég vann með þeim og lærði smám saman heilmikið. Eg var snúningastrákur áfram en var líka settur í öll garðyrkjustörf, bæði 282 FREYR - 7. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.