Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 8
Minning
Harald Skjervold prófessor
Dr. Harald Skjervold fyrrum pró-
fessor við landbúnaðarháskólann að
Ási í Noregi er látinn. Hann var
mörgum Islendingum að góðu
kunnur, bæði sem kennari allmargra
Áskandídata síðustu áratugina og
ekki síður fyrir gagnmerk vísinda-
störf sín á ýmsum sviðum sem
okkur snerta.
Harald Skjervold var fæddur 8.
mars 1917 að Indreóy í Þrænda-
lögum og var af bændum kominn.
Hann lauk kandidatsprófi frá
Norges Landbrukshpgskole (NLH)
árið 1943. Næstu árin, 1943-46,
vann hann við rannsóknir að Ási og
við búljárerfðafræðistofnun Sví-
þjóðar í Wiad árin 1946-48, sem
styrkþegi og vísindalegur aðstoðar-
maður. Þá var hann fylkisráðunaut-
ur í búfjárrækt í Upplöndum árin
1949-54, að hann tók við starfi for-
stöðumanns rannsókna í búfjár-
kynbótum við NLH 1954. Því starfi
gegndi hann til ársins 1964 er hann
var skipaður prófessor í búfjár-
erfðafræði við NLH. Á þessum ár-
um dvaldist hann tvisvar við nám í
búfjárerfðafræði hjá vel kunnum
kennurum við þekkta bandaríska
háskóla. Hann varði doktorsritgerð
við NLH árið 1959.
Harald Skjervold varð fljótlega
þekktur af verkum sínum, bæði
rannsóknum á sviði búfjárkynbóta
og þó enn frekar fyrir það að koma
í framkvæmd nýjum aðferðum við
búfjárkynbætur í Noregi, einkum
nautgripa og svína. Aðferðir þessar
byggðu á þekkingu sem þá var ný
og kollvarpaði ýmsum eldri kenni-
setningum, sem reyndar enn eimir
af hjá eldri áhugamönnum um bú-
fjárkynbætur.
Hér var einkum um það að ræða
að beita svokallaðri hóperfðafræði
og skipuleggja sæðingarstarfsemina
upp á nýtt þannig að hún yrði
stöðugt ódýrari og útbreiddari og
síðan að láta almennt skýrsluhald
taka við af afkvæmarannsókna-
stöðvum.
Dugnaður og snilld Haralds
Skjervold að koma þessari byltingu
á í nautgriparæktinni í samvinnu við
landsráðunautinn á þessu sviði og
það á aðeins örfáum árum undir lok
sjötta áratugarins verður lengi í
minnum höfð. Erfðaframfaiirnar
hjá norskum mjólkurkúm urðu enda
meiri a.m.k. næstu áratugina en í
sambærilegum löndum, sem síðar
tóku við sér á þessu sviði.
Það var svo lán fyrir íslenskar
búfjárkynbætur að fljótlega komu
nemendur Haralds Skjervolds og
aðrir sem tileinkað höfðu sér hin
nýju fræði til áhrifa hér og við
urðum því ekki eftirbátar annarra
hvað varðar skynsamlegt og ár-
angursríkt skipulag á búfjárkynbót-
um.
Ekki leið á löngu þar til Harald
Skjervold beitti sér fyrir hliðstæðri
byltingu á sviði svínakynbóta í
Noregi.
Með þeirri byltingu má fullyrða
að norsk svínarækt hafi komist til
vegs frá því að vera óþekkt og lítils
metin til þess að standa svínarækt
annarra þjóða jafnfætis.
Frægast í þessu sambandi er sú
stórsnjalla hugmynd Skjervolds að
beita hljóðmyndatækni við að mæla
þykkt vöðva og spiks á lifandi grís-
um, (líkt og nú er gert hér á landi við
val lífhrúta með ómsjármælingum).
Þessa hugmynd setti hann fram
fyrst 1958 þegar tæknin var fyrst að
ryðja sér til rúms við manna-
lækningar. Sagt er að nokkrum
árum síðar hafi Harald Skervold
gripið til þess ráðs, eftir að hafa
gefist upp í bili við að fá fjárveit-
ingu fyrir sneiðmyndatæki, að
smygla einum grís í skjóli nætur inn
í Ríkisspítalann norska, svæfa hann
þar og renna honum í gegnum
sneiðmyndatæki, að sjálfsögðu með
hjálp útvalinna lækna. Er þetta
komst upp þótti sumum sem ástæða
væri til að refsa þeim sem að þessu
stóðu fyrir vanhelgun á húsnæði og
tækjum sjúkrahússins - en frá því
var horfið og fljótlega fékkst fjár-
veiting fyrir tækinu.
Næsta ævintýrið sem Harald
Skjervold kom að í norsku at-
vinnulífí var laxeldið. Þó að það
væri þá og sé reyndar ekki enn skil-
greint sem landbúnaður í Noregi, sá
erfðafræðingurinn og búfjárkyn-
bótamaðurinn strax samhengi hlut-
anna. Strax í byrjun sjöunda ára-
tugarins, við byrjun laxeldistilrauna
í Noregi, heillaðist hann af þeirri
hugmynd að nota laxinn, sem bæði
eignast ákaflega mörg afkvæmi og
hefur stutt kynslóðabil rniðað við
búfé, til að sýna möguleikana sem
hóperfðafræðin bíður upp á. Hann
leitaði eftir samvinnu við fiskifræð-
inga sem fengust við rannsóknir á
fiskeldi, og kynnti þeim hugmyndir
sínar um kynbætur laxa; Þeir báðu
hann að halda sig frá fiskunum og
við búfénaðinn. En Harald Skjer-
vold gafst ekki upp og hóf sínar
eigin rannsóknir á laxi í samvinnu
við sænskt fóðurfyrirtæki í nám-
unda við Gautaborg.
Jafnframt vann hann að því að
vekja áhuga bændasamtakanna í
Noregi á fiskeldi og tókst að fá bæði
Norges Bondelag og Smábruker-
laget (smábændafélagið) til að
leggja því lið. Þannig fengust
fjármunir til að byggja upp mjög
myndarlega ransóknarstöð í fiskeldi
280 FREYR - 7. '95