Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 22

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 22
Ritverk Björns í Sauölauks- dal Þótt Björn í Sauðlauksdal hafi verið kunnur fyrir ýmsar verklegar framkvæmdir á sviði jarðyrkju, eru þau ritverk, sem eftir hann liggja ekki síðri til að viðhalda minningu hans. Skal hér aðeins getið nokkurra rita hans, sem fjalla um land- búnaðarmál. Veturinn 1767-8 þegar Eggert Olafsson var síðast í Sauðlauksdal, sat hann að ritstörfum og samdi þá Maturtabókina, hina meiri, sem týndist með honum í Breiðafirði um vorið, en hann hafði áður skilið eftir afrit af hluta bókarinnar, er hann ætlaði vinum sínum. Þetta kver jók síra Bjöm og nefndi „Stutt ágrip úr Lachanologia eða Maturtabók“. Er hún gefin út í Kaupmannahöfn 1774. Telur hann, að þetta sé hin fyrsta bók um leiðbeiningar í ræktun græn- metis, sem rituð sé á íslensku, að því leyti, að hún sé samin af eigin reynslu. Að vísu hafði árið 1770, eða fjórum ámm áður, komið út íslensk Urtagarðsbók Olafs Olavíusar um svipað efni, en hún studdist að mestu við erlendar heimildir. Gerir síra Björn grein fyrir þessum mismuni bókanna í riti sínu Atla (1780). í þessari Maturtabók Eggerts er hins vegar tekin til fyrirmyndai' árangur af ræktuninni í Sauðlauksdal. Þess vegna má að vissu leyti einnig telja þessa bók til árangurs af verkum síra Björns. í bókinni er til dæmis greint frá því, hvemig skuli vinna mat- jurtagarðinn og hvemig unnt sé að leiða vatn að garðinum til vökvunar eins og gert var í Sauðlauksdal. Þarna er í fyrsta sinn rætt um ýmsar gerðir íslensks jarðvegs, eðli þeirra og notagildi fyrir garðrækt. Greinilegt er, að þarna kemur fram reynsla frá Sauðlauksdal um ýmsar jarðvegsgerðir við ræktun. Er t.d. leirjörð úr flögum talin vera súr og áburðarsnauð. Einnig hefur mýrar- rauði réttilega reynst þeim mágum magur. Gerð er grein fyrir gildi skeljasands, sem nóg var af í Sauð- lauksdal, til íblöndunar í moldar- jarðveg, en móbergssandur álitinn lítt til „garða nýtandi.“ Þess er getið, að velja þurfi garð- stæði í halla til suðurs gegnt sól og best sé, að veggur úr torfi og grjóti sé hlaðinn, til þess að skýla fyrir norðanátt. Er auðsætt, að hér er um að ræða reynslu þeirra mága í Sauðlauksdal. Síðan eru taldar upp hinar ýmsu matjurtir, sem ræktaðar voru þar vestra. I eftirmála er að lokum getið um erfiðleika rækt- unarinnar, en að ágæt laun þessa erfiðis fáist með uppskeru, sem komi búinu að góðu gagni. Er það í anda þeirrar bændahugsjónar og búhyggju, sem þeir mágar aðhylltust. Grasnytjar Það var fyrst 1781, að síra Björn settist niður til þess að skrá þekk- ingu sína á villtum, íslenskum plöntum og þær nytjar, sem af hinum einstöku tegundum mátti hafa. Sú samantekt varð bókin Grasnytjar, sem kom út í Kaup- mannahöfn 1783, og má að sumu leyti teljast framhald Maturta- bókarinnar. Hafði vinur síra Björns og gamli skólafélagi hans, Jón Eirfksson konferenzráð, hvatt hann til þess að rita bókina. Sá Jón einnig um að koma henni á prent á kostnað konungs og dreifa ókeypis 750 eintökum til embættismanna á íslandi. Með því móti var enn komið á framfæri þessum ræktunar- áhugamálum prófastsins í Sauð- lauksdal og þekkingu hans á nytjaplöntum. Bjöm greinir frá því, að Eggert Ólafsson hafi kennt sér að þekkja íslenskar plöntur, „samt þeirra frjóvgunarhátt og mismun,“ en þar er átt við flokkunarkerfi Linnés, sem var þá að ryðja sér til rúms meðal líffræðinga. Er reyndar auð- séður skyldleiki Grasnytja við Ferðabókina og Maturtabók Egg- erts og er greinilegt að Eggert hefur verið lærifaðir Björns í grasafræði og ræktun nytjaplantna. Er víða í fyrmefndum ritum Eggerts bent á þau not, sem af íslenskum plöntum má hafa, og styðst Bjöm við þær heimildir og einnig við „dálítið ágrip um íslenskar urtir“ frá Eggerti, sem Bjöm hafði undir höndum. Er í Grasnytjum meðal annars fjallað um 23 sömu tegundir íslenskra háplantna og nytjum þeirra lýst, oft með svipuðum orðum og gert var í Maturtabókinni, þar sem Eggert íjall- ar um æta villivexti. Bjöm getur þess í formála Gras- nytja, að áður hafi hér verið ritað um lækningajurtir, svo sem Gand- reið Jóns Daðasonar (1606-1676) og rit síra Daða Steindórssonar (1648-1723), en sá fróðleikur, sem þar standi, hafi að mestu verið fenginn úr erlendum ritum, þýskum og latneskum, og að þar sé fjallað um erlendar plöntur, sem komi Islendingum að litlu gagni. Hins vegar, telur hann, að í Grasnytjum sé helmingur upplýsinga fenginn af eigin reynslu, svo og granna og annarra manna. Meðal annars vegna þess, að í Grasnytjum er fjallað um nytjar íslenskra plantna, hefur sú bók sérstakt gildi. Síra Bjöm skráir þar og tekur til meðferðar 190 íslenskar plöntur, en af þeim eru 140 háplönt- ur. Notar hann alþýðleg, íslensk nöfn, þegar hann lýsir notagildi ákveðinna plöntutegunda og var ekki áður til neitt sambærilegt rit um íslenskar plöntur. Er þetta rit síra Björns því merkileg frumsmíði í íslenskri grasafræði, þótt ekki sé þar um fullkomna Flóm að ræða. Eitt merkasta ritverk síra Björns á sviði búvísinda er Atli, sem lokið var við 1777 og síðan prentað í Hrappsey 1780, og því nokkru fyrr en Grasnytjar. Má segja, að þar sé enn fjallað um gróðumytjar, þar sem í Atla er rætt um tún og engjar og allar nytjar jarðargróða, sem búinu má að gagni koma. Er ungum bónda þar bent á þýðingu góðrar umgengni um landið og hvemig unnt sé að lifa farsællega á landsins gæðum, sé þeim ekki ofboðið. Hér skal ekki rakinn nánar sá fróðleikur, sem þar er skráður, en þar styðst síra Björn einmitt víða við eigin reynslu frá búskapnum í Sauðlauksdal og vitnar í rit Eggerts lögmanns og skrif þeirra beggja. Atli var fyrsta leiðbein- ingarrit um búfræði hér á landi, sem ætlað var bændum eða bændaefnum og náði miklum vinsældum. Er það merkt tímamótaverk, sem eitt sér hefði nægt til þess að halda á lofti minningu síra Bjöms. Margir urðu til þess að taka upp ræktun garðávaxta í kjölfar þessara fyrstu tilrauna og ritsmíða um garðrækt. Frá því garðyrkja hófst hér á landi á 18. öld efldist hún smám saman og fjölgaði brátt mat- jurtagörðum. Ymsir tóku þá að gera tilraunir með garðplöntur, en enginn 294 FREYR - 7. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.