Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 36

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 36
Fóðrun og umhirða ungkálfa Gunnar Guðmundsson, nautgriparœktarráðunautur hjá Bœndasamtökum Islands Orðatiltœkið „lengi býr að fyrstu gerð“ á sérstakiega vel við um mikilvœgi umhirðu og fóðrunar ungkálfa. Þeir eru vœntanlegir burðarásar og aflgjafar í framtíðarrekstri kúabúsins. Öll meðferð þeirra og hirðing á að taka mið afþvíeinu allt frá fœðingu. Mótstaða gegn smitsjúkdómum. Þegar skepnan verður fyrir smiti eða árás sýkla eru viðbrögð hennar að mynda sk. mótefni í blóðinu og byggja þannig upp vörn gegn sýkingunni. Hjá mörgum dýrategundum flytjast mótefni sem móðirin hefur myndað yfir til fóstursins í gegnum fósturhimnurnar, þannig að við fæðingu er þegar fyrir hendi ónæmi hjá afkvæminu gegn sýklum. Hjá nautgripum á sér hins vegar ekki stað neinn flutningur mótefna úr blóði móður til fóstursins á meðgöngutímanum. Kálfurinn fæðisl því að heita má án mótefna í blóði. Honum er þess vegna nauðsynlegt að fá broddmjólk strax eftir fæðingu til þess að hann geti sem fyrst byggt upp eigin mótstöðuþrótt. Fái hann hins vegar ekki broddmjólk heldur aðeins venjulega nýmjólk er margfalt meiri hætta á sjúkdómum og vanþrifum en ella fyrstu dagana. Mynd nr. 1 sýnir framgang glóbúlínmyndunar í blóðvökva hjá tveimur kálfahópum í danskri samanburðartilraun sem fengu annars vegar brodd og hins vegar aðeins nýmjólk. Niðurstaða þess samanburðar er afar skýr. Við fæðingu hefur kálfurinn fjórskiptan maga (vömb, kepp, laka og vinstur) en aðeins vinstrin hefur náð nægilega miklum þroska til þess að geta melt fóður. Mjólk er eina fæðan sem nýfæddur kálfurinn getur nærst á fyrstu dagana. broddmjólkurgjafar Broddmjólkin. Efnasamsetning broddmjólkur er töluvert ólík venjulegri mjólk að því leyti að próteininnihald hennar er um það bil sjöfalt meira og hún er ríkari af A-, E- og B-bætiefnum, sjá töflu 1. Auk þess er hún steinefna- uðugri en nýmjólk. Samsetning próteinanna í brodd- mjólk er einnig önnur. Þar er um að ræða hin svonefndu albúmín og glóbúlín en mótefni gegn sjúkdómum eru bundin við glóbúlínþáttinn. Mest er af mótefnum í broddntjólkinni sem fyrst er mjólkuð, - um það bil þrefalt meira, en miklar breytingar verða á efnainnihaldi og samsetningu próteinanna á fyrstu klukkustundunum eins og sýnt er á mynd 2. Tafla 1. Efnasamsetning broddmjólkur samanborið við nýmjólk og breytingar á efnainnihaldi fyrstu klukkustundirnar. Broddmjólk Ný- Klst. eftir burð 0 12 24 48 mjólk Vatn, % .............. 66,4 79,1 84,8 86,0 87,2 Þurrefni, % .......... 33,6 20,9 15,6 14,0 12,8 Fita, % 6,5 2,5 3,6 3,7 3,7 Prótein, % ........... 23,1 13,7 7,1 4,9 3,5 Kasein, % ............. 5,6 4,5 4,2 3,6 2,8 Albúmín+glóbúlín % 16,9 9,0 2,6 1,1 0,7 Mjólkursykur, % ....... 2,1 3,5 4,2 4,4 4,8 Aska, % ............... 1,4 1,1 1,0 0,9 0,8 (Tölur í töflunni eru úr bókinni „Nötkreatur", útg. 1969) Upptaka mótefna. Fyrst eftir fæðingu sogast mótefnin í broddmjólkinni auðveldlega beint upp í gegnum vegg meltingarfæranna. Þessi eiginleiki meltingarfæranna til beinnar upptöku næringarefna án undangengins niðurbrots dvínar og hverfur smám saman á fyrsta sólarhringnum. Af þessum sökum er kálfinum nauðsynlegt að fá broddmjólk innan 2ja klukkustunda og aftur innan 6-8 klukkustunda frá fæðingu einmitt á nteðan þessi eiginleiki er fyrir hendi. En einnig vegna þessa eiginleika við upptöku næringar- efna er allt hreinlæti í unthirðu kálfanna fyrstu sólar- hringana afar mikilvægt Broddmjólkin verður að vera 308 FREYR - 7’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.