Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 38

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 38
Framkvœmd mjólkurfóðrunar ungkólfa • Gefið kálfmum 0,5-1,0 lítra af spenvolgum ferskum broddi innan tveggja klukkustunda frá fœðingu. • Sé kálfurinn ofslappur til að drekka sjálfur þatf að hella fyrsta broddinum ofan í hann. • Gefið kálfinum 2 lítra af broddmjólk innan 6-8 klukkustunda frá fœðingu. • Kádfum sem fá að sjúga mœður sínar er nauð- synlegt að gefa broddmjólk með, því að reynslan hefur sýnt að þriðjungur þeirra fœr ekki nœgilegt magn af broddmjólk fyrstu klukkustundirnar. • Fyrsta sólarhringinn er hœfilegt að gefa samtals 4 -5 I af broddmjólk en síðan eftir átlyst í 4-5 daga. Best erað skipta dagsskammtinum áfjögur mál fyrsta sólarhringinn og síðan á þrjú mál nœstu daga. • Eftir að broddmjólkurfóðrun lýkur er eðlilegt að kálfurinnfái u. þ. b. 4 - 6 lítra afmjólk á dag eða samsvarandi magn af kálfaduftsblöndu sé hún notuð. Ofiast er miðað við mjólkurfóðrun í allt að 12 vikur en luín getur staðið skemur eða lengur eftir aðstœðum. Venjulega er farið að draga úr mjólkureldi þegar kálfurinn erfarinn að éta hey að ráði og narta í kjarnfóður. • Forðast ber að gefa kálfum, einkum k\n'gukódfum, brodd eða nýmjólk úrkúm (mœðrum) með júgur- bólgu og kúm sem eru orðnar mylkarfyrir burð. • Það eru búliyggindi að geyma og frysta alla broddmjólk úr heilbrigðum kúm sem ekki nýtist strax, til að eiga á lager. Við -18°C eða lœgra hitastig geymast mótefni í broddmjólk í allt að 1 ár. Mjólkurfernur ent upplögð ílát til að geyma í frystan brodd. Gæta skal þess að þíða broddinn hœgt upp, t. a. m. í vatnsbaði með 40-45 °C vatni í eða í örbylgjuofni með lágum orkustyrk (650 W). Ekki er ráðlegt að nota eða geyma brodd- mjólk úr kúm sem liafa staðið geldar óvenjulega skamman tíma, t. d. skemur en 3-4 vikur. Einnig getur verið hentugt að varðveita brodd til skemmri tíma með sýringu. Við góðar aðstœður geymist sýrður broddur í allt að þrjár vikur og er ekki lakara fóður en ferskur. Ef það á að sýra broddmjólk verður að gœta ýtrasta hreinlœtis við júgurþvott, mjaltir og alla meðferð mjólkurinnar. Aðeins sé notuð mjólk úr heilbrigðum kúm. ÖII ílát sem notuð eru verða að vera tandurhrein og sýringar- eða geymsluílátið með loki. Til sýringar er bœði hœgt að nota súrmjólk eða lífrœna sýru (própíonsýru eða maurasýru 10 ml í lítra af broddi). Einn lítri af súrmjólk í fyrsta brodd- skammtinn nœgir til að koma sýrumynduninni af stað. 1 hvert skipti sem bœtt er í sýringarkarið er nauðsynlegt að blanda broddinn og sýringarefnið vel og vandlega saman og œskilegt hitastig við sýringuna er 17-22°C. Sýrðan brodd verður að hita upp áður en hann er gefinn ungkálfum, t. a. m. með því að bœta fjórðungi lítra af 60°C vatni í 1 lítra afbroddi. Mótefnin í broddmjólkinni þola ekki hœrri hita en 40°C. Þess vegna verður upp- hitun á broddmjólk að gerast varlega og sér- staklega þarf að forðast mishitun. • Frá 4-6 daga aldri skulu kálfar Itafa frjálsan aðgang að góðu fersku drykkjarvatni. aðstoð meltingarhvata. Ysting mjólkurinnar er forsenda þess að um áframhaldandi meltingu og nýtingu mjólkur- próteinsins sé að ræða aftar í meltingarveginum. Hitastig mjólkurinnar ræður mjög miklu um hve hratt hún ystir (hleypur). Við 37-39°C hleypur hún á 5 mínútum en við 15°C tekur það sex tíma. Berist óhleypt mjólk aftur í skeifugörn og smáþarma getur það, eins og áður segir, valdið meltingartruflunum og kálfaskitu. Umhverfi og aðbúnaður. Það er nauðsynlegt að merkja hvern kálfa tryggilega. Eftir að kálfurinn er tekinn frá móður þarf hann að fá hreint, þurrt og bjart rými (box eða stíu) með góðum undirburði til að liggja í. Kálfurinn þarf að hafa það mikið rými að hann geti hreyft sig eðlilega. Hjá honum þarf að vera algerlega trekklaust og umfram allt rólegt umhverfi. Ekki er æskilegt að hafa marga ungkálfa saman í stíu vegna hættu á smiti. Félagsskapur þeirra hvers af öðrum er þó æskilegur. Kvígukálfa er æskilegast að hafa í einstaklingsstíum til að forðást að þeir verði sognir. Gæta þarf sérstaklega vel að hreinlæti og þrifunt á drykkjarílátum og öðru því sem kálfurinn kernst í beina snertingu við. Með reglulegu millibili þarf að sótthreinsa kálfastíur og fóðurílát. Ekki eræskilegt að kálfar á ólíkum aldri gangi saman. Aðkeypta kálfa ber skiiyrðislaust að hafa út af fyrir sig í nokkra daga og ekki láta kálfa frá mismunandi bæjunt ganga sarnan til að byrja með. Hitastig hjá ungkálfum skiptir minna máli eftir að þeir eru orðnir þurrir og hvergi trekkir. Loftraki skal helst ekki vera hærri en 75-80%. Loftræsting þarf að vera góð. 310 FREYR - 7’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.