Freyr - 01.07.1995, Side 31
Yvette Arancibia De Antezana markaðsfulltrúi frá BOLINVEST í Bólivíu í Suður-
Ameríku sýndi lífrœnt vottaða ull, peysur litaðar með náttúrulegum jurtalitum,
kornvöru o.fl. (Ljósm. Ó.R.D.)
vistvænum efnum. Þar á meðal voru
íslenskar ullarvörur í þrem sýn-
ingarbásum, tveim frá þýskum fyr-
irtækjum og einum frá Foldu hf. á
Akureyri. Annað var ekki sýnt frá
Islandi. Líkt og ráðstefnan var vöru-
sýningin vel undirbúin og rnikið
lagt í marga sýningarbásana. Sýn-
ingarskráin var aðgengileg með
upplýsingum um fyrirtæki og nátt-
úruafurðir þeirra. Þarna var sýnd
kaplamjólk í neytendaumbúðum,
snyrtivörur unnar úr kaplamjólk,
jógúrt úr sauðamjólk, te úr ýmiss
konar jurtum, lífrænt ræktað kaffi,
lífrænt nautakjöt frá Argentínu,
margar tegundir af vínum og ostum,
kornvörur og ávextir ýmiss konar
og leikföng úr vistvænum efnum,
svo að dæmi séu tekin. Þótt flestir
sýnendur væru frá Þýskalandi voru
all margir frá fyrirtækjum víða um
heim, svo sem frá Suður-Ameríku
þar sem lífrænum landbúnaði er
gefinn vaxandi gaumur. Sömuleiðis
voru sumir sýningargestirnir komn-
ir um langan veg, m.a. frá íslandi,
og munaði þar mest um hóp starfs-
fólks bændasamtakanna sem var í
kynnisferð í Þýskalandi um þetta
leyti.
I tengslum við IFOAM ráðstefn-
una var skipulögð heimsókn á líf-
rænt býli um 30 km frá Frankfurt.
Ég slóst í hópinn, hafði bæði gagn
og gaman af og mun gera grein frá
heimsókninni í næsta tölublaði
Freys.
Nýr
forstöðumaður
Jónas Bjarnason hefur verið
ráðinn forstöðumaður Hagþjónustu
landbúnaðarins á Hvanneyri um
eins árs skeið, í leyfi Ernu Bjarna-
dóttur, frá 1. maí sl.
Jónas er stúdent frá Verslunar-
skóla íslands árið 1975. Hann lauk
BA-gráðu í fjölmiðla- og hagfræði
(Cum laude) frá City University of
New York árið 1992 og masters-
gráðu í rekstrarhagfræði (MBA) frá
University of New Haven í
Connecticut árið 1994.
Jónas starfaði sjálfstætt við eigið
fyrirtæki (Framsýnt fólk hf.) eftir að
hann kom frá námi í Banda-
ríkjunum, m.a. að verkefnum fyrir
ráðuneytin. Aður hefur hann starfað
sem framkvæmdastjóri hjá Félagi
íslenskra bifreiðaeigenda (1883-
’90), sem framkvæmdastjóri hjá
Félagi farstöðvaeigenda á íslandi
(1980-’83) og sem framkvæmda-
stjóri hjá Hljóðtækni í Reykjavík
(1975-’80). Jónas er kvæntur Helgu
Maríu Bragadóttur, rekstrar- og
heilsuhagfræðingi (BA, MBA,
MSHC). Hún starfar sem rekstrar-
legur framkvæmdastjóri hjá Ár-
bæjarsafni í Reykjavík.
Þau eru bæði Reykvíkingar.
MOLflR
Sœnskir bœndur
skipta um skoðun
Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna
um aðild Svíþjóðar að ESB sl. haust
voru 53% sænskra bænda fylgjandi
aðild en 30% andvígir, samkvæmt
skoðanakönnunum. í maí 1995
sýnir skoðanakönnun að 42% eru
fylgjandi aðild en 54% andvígir.
Könnunin í maí fór fram meðal
bænda sem bjuggu á jörðum með
yfir 20 hektara ræktaðs lands (akra).
Það eru mjólkurframleiðendur og
skógarbændur sem eru andvígastir
ESB-aðild, en kornbændur og fram-
leiðendur annars jarðargróða sem
eru ánægðastir með Evrópusam-
bandið.
Bændur á stærri jörðum og
bændur á flatlendinu í Suður-Sví-
þjóð eru ánægðari en aðrir með
aðildina.
(Norsk Landbruk nr. 11 /'95)
7.'95- FREYR 303