Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 39

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 39
Vanþrif. Kálfaskita er algengt vandamál í kálfauppeldi. Orsakir hennar geta verið margar og sumar þeirra eru nefndar hér að framan. Smit getur verið ein orsök kálfaskitu. Þess vegna er brýnt að fylgjast vel með kálfunum og aðgæta saurinn reglulega og gera strax viðeigandi ráðstafanir ef einnkenna verður vart. Fái kálfurinn skitu verður hann fyrir miklu vökvatapi og til þess að forða honum frá uppþornun er nauðsynlegt að gefa honum sykur- og saltupplausn. Yfirleitt er mælt með eftirfarandi upplausn og af henni má gefa ungkálfum allt að 3 lítra á grip á dag: 5,0 g (1 tsk.) matarsalt (NaCI) 2,5 g (1/2 tsk.) natron (NaHCOj) 50,0 g þrúgusykur (glúkósa) uppleyst í einum lítra af 40°C heitu vatni. (Ekki nota strásykur vegna laxerandi áhrifa). Mjólkurfóðrun Framkvæmd mjólkurfóðrunar ungkálfa má draga saman í eftirfarandi þætti, sjá rammagrein á síðu til vinstri: Heyfóðrun. Einn af mikilvægari framleiðslueiginleikum mjólkur- kúa er hæfileiki þeirra til að innbyrða og umsetja mikið magn af gróffóðri. Þess vegna er afar mikilvægt að jórturdýramaginn (vömb/keppur) nái að þroskast vel og eðlilega frá fyrstu tíð, bæði hvað snertir stærð eða rými og ekki síður hvað snertir fjölda og stærð vambar- totanna. Stærð þeirra og gerð skiptir miklu máli um yfirborðsflatarmál til upptöku á næringarefnum. Eðlilegur þroski vambar hjá jórturdýrum er m. a. háður eftirfarandi þáttum: - að ungkálfarnir fái sneinma frjálsan aðgang að ún’alsgóðu þurrheyi - að örverur berist til vambarinnar með fóðrinu, frá eldri gripum eða úr umhvetfinu - að melting fyrir tilstuðlan örvera eða gerjun fari í gang - að það myndist rokgjarnar lífrœnar fitusýrur í vömb sem sogist upp í blóðrás í gegnum vambarvegginn (edik-, própíon- og smjör- sýra) Frá því að kálfurinn er viku til tíu daga gamall fer hann að narta í þurrhey. Frá þeim aldri skal hann því hafa aðgang að góðri. ilmandi og helst fíngerðri töðu. Um svipað leyti fer hann einnig að líta við kjamfóðri. Kjamfóður fyrir kálfa þarf að vera lystugt og auðmeltanlegt. Valsað korn er talið æskilegra en fínmalað í kálfafóðurblöndur. Með mjólkureldinu er hægt að hafa áhrif á hve hratt vömbin þroskast og hve hratt gróffóðurmeltingin þroskast. Því lengur sem kálfurinn fær mjólk í verulegum mæli því seinni er þroskinn. Flér fyrir neðan er sýnt dæmi um fóðuráætlun fyrir ungkálfa fyrstu 12 vikurnar. Aætlunin gerir ráð fyrir mjólkurfóðrun í 12 vikur og þurrheyi og kjarnfóðri í eftirtöldu magni: Aldur Mjólk 1 á dag Þurrhey Kjarnfóður kg á dag 1 -4 dagar Broddmjólk - - 5-7 daga 3 x 1,5 lítra - - 1-2 vikna 3 x 1,5 lítra eftir lyst - 2-3 vikna 2 x 2,5 lítra eftir lyst 0,1 kg 3-4 vikna 2 x 3,0 lítra eftir lyst 0,1 kg 4-5 vikna 2 x 3,0 lítra eftir lyst 0,2 kg 5-6 vikna 2 x 2,5 lítra eftir lyst 0,3 kg 6-7 vikna 2 x 2,0 lítra eftir lyst 0,4 kg 7-8 vikna 2 x 2,0 lítra eftir lyst 0,5 kg 8 vikna 2 x 1,5 lítra eftir lyst 0,5 kg 9 vikna 2 x 1,5 lítra eftir lyst 0,4 kg 9-12 vikna smáminnka eftir lyst 0,3 kg í fóðrun ungkálfa á þessu tímabili er eðlilegt að vega saman annars vegar mjólkur- og hins vegar kjarnfóður- gjöf. Sveigjanleiki getur verið töluverður þarna á milli og getur hann farið mest eftir aðstæðum á hverju býli. Eftir því sem heyfóðrið er betra og kálfurinn byrjar fyir að éta hey er mögulegt að komast af með minna kjarn- fóður á fyrstu 12 vikunum, jafnvel mun minna heldur en þetta dæmi um fóðuráætlun gerir ráð fyrir. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að ala ungkálfa þennan tíma án kjarnfóðurnotkunar, ekki síst ef mjólkurgjöf er ríkuleg og heyfóðrið gott. Lykilatriði í kálfaeldi. Helstu atriði í fóðrun og umhirðu smákálfa sem hér hefur verið fjallað um að framan má draga saman í eftirfarandi: - gefa broddmjólk strax og dreifa mjólkurfóðrun á fleiri mál fyrstu dagana - nánasta umhverfi kálfanna sé hreint, trekk- og raka- laust, bjart og rólegt - að kálfarnir hafi nœgilegt rými og ekki of margir saman - fylgst sé vel með heilsufari og þroska kálfanna - kálfarnirfái frjálsan aðgang að úrvalsgóðu þurrheyi frá l-2ja vikna aldri - öll umgengni við kálfmn miði að því að gera hann gœfan og spakan Helstu heimildir. Handbog for kvæghold 1993-94. Landskontoret for Kvæg. Nötkreatur 1969. LTs Förlag. LTK. Stockholm. 7. '95- FREYR 311

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.