Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 18

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 18
Grœnmeti í rœktun á Bessastöðum og í Sauðlauksdal og skráning tegunda í matjurtabók Eggerts Ólafssonar. Tegund Bessastaðir 1749-1758 Sauðlauksdalur 1761-1763 Lachanologia 1768 Baunir * * Blaðlaukur (púrra) * Blómkál * Dill * Ertur * * * Garðablóðberg Grænkál hrokkið * * * * Gulrófur * * * Gulrætur * * Gúrkur * Hnúðkál ofanjarðar * * Hreðka (ræddikke) * Hvítkál * * * Jakobsepli (hvít) * * Jarðepli (rauð) * * * Kervill * * Kúmen * * Laukur (rauður) * Laukur (hvítur) * * Melur * * Mirjam * * Mynta * * Næpur * * Pastinakka (nípa) * * * Piparrót * * Rauðkál * * * Salat * * Salvía * * Sellery Sillara (selja) * * Sinnep * Sniðkál * * Spínat * * Steinselja * * * Villi ertur * 13 25 29 í töflu þessari eru skráðar þær grænmetistegundir sem ræktaðar voru í garði á Bessastöðum á árunum 1745 til 1758. í garðinum í Sauðlauksdal voru flestar þær sömu tegundir síðar í ræktun, að viðbættum mörgum öðrum grænmestistegundum. I Lachonologia, Matjurtabók Eggerts Ólafssonar, er síðan getið flestra þessara tegunda, enda byggir sú bók á reynslunni af ræktun grænmetis í Sauðlauksdal. sennilegt, að danskir kaupmenn, sem höfðu vetursetu á landinu, hafi einnig fengist hér við nokkra garðyrkju á fyrri hluta 18. aldar. í upphafi aldarinnar var t. d. einnig ágætur matjurtagarður á Þing- eyrum, sem danski lögmaðurinn Lauritz Gottrup gerði (+1721). Hafa nokkrir íslenskir embættismenn vafalaust lært ræktunarstörf af þessum mönnum og af þekkingu, sem þeir hafa hlotið við dvöl sína erlendis. En öll mun þessi ræktun hafa verið smá í sniðum. Björn Halldórsson var sendur í Skálholtsskóla er hann var á 15. ári og var hann sex ár í skóla frá 1739 til 1745. Við útskrift var hann próf- aður af Lúðvík Harboe, sem síðar varð Sjálandsbiskup. Og gaf hann Birni góðan vitnisburð. Vafalítið kynnist Björn garðrækt í Skálholti á skólaárunum þar. Má geta sér þess til, að skólapiltar þar hafí verið látn- ir taka þátt í vorverkum við skóla- búið og fengist þar við garðvinnu, áburðardreifingu og sáningu grænmetisfræs í matjurtagarð skól- ans. Ef til vill voru þeir þar saman að störfum skólabræðurnir Bjöm Halldórsson og Eggert Ólafsson. Vel má vera, að þeir hafi þá einmitt verið undir handleiðslu heyrarans, þ. e. undirkennarans Guðlaugs Þorgeirssonar, sem síðar varð prófastur í Görðum á Alftanesi. Þarna var þá einnig Jón Eiríksson nemandi í skólanum, en hann varð síðar konferensráð. Hélst jafnan góð vinátta með þeim skóla- félögum, stóðu þeir í bréfaskriftum, og var Jóni Eiríkssyni alltaf mjög annt um garðyrkjuframkvæmdir Björns. Er því freistandi að ætla, að lærdómurinn í Skálholti og vinátta þessara skólafélaga hafi ráðið miklu um, að síra Bimi tókst að verða kunnáttumaður í garðrækt, því að ekki kynntist hann garðyrkju- störfum erlendis. Árið 1752, eftir að Bjöm Hall- dórsson fékk veitingu fyrir Sauð- lauksdal, gat hann þá fyrst sjálfur farið að sinna þeim jarðræktarstörf- um, sem hann virðist einkum hafa kynnst á námsárunum og þá lært handtökin við garðrækt. Eftir nokkurra ára búsetu í Sauðlauksdal voru þar komnir þrír matjurta- garðar. Þama ræktaði prestur ýmsar tegundir grænmetis, svo sem margs konar kál, næpur, rófur, hreðkur, piparrót, kerfil, kúmen, spínat, ert- ur, pastínak, lauk, pétursselju, salvía og margt fleira. Var þetta grænmeti notað ferskt til manneldis á heimilinu og geymt til vetrarforða. I stærsta garðinum lét klerkur reisa ferhymt garðhús eða lysthús. með toppþaki og hnúð á mæni. Við húshliðina óx mustarður, sem náði upp undir rjáfur, og var til mikillar prýði. Viðreisnarandinn Á þessum árum mun það hafa þótt nokkuð sérstætt að vera að fást við grænmetisræktun, þar sem Is- lendingar vildu helst ekki leggja sér til munns jarðargróður eins og grasbítir. Hugsanlegt var, að af einstakri sjálfsbjargarviðleitni tæki 290 FREYR - 7. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.