Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 32

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 32
Búfrceðingar frá Hvanneyri 1995. (Ljósm.: Askell Þórisson). Bœndaskólinn á Hvanneyri Útskrift búfrœðinga vorið 1995 Bœndaskólanum á Hvanneyri var slitið 10. maí sl. Hér á eftir fylgja nokkur atriði úr rœðu Magnúsar B. Jónssonar, skólastjóra, við þá athöfn. Á þessu skólaári hafa 92 nemend- ur innritast hér til náms. Af þeim eru 67 innritaðir í Bændadeildir skólans og 25 í Búvísindadeild, þar af 2 í BS-120 nám. Af nemendum Bændadeilda voru 24 innritaðir í 1. 15ékk, 13 á haustönn og 12 á vorönn, og lauk 21 nemandi prófum. 32 nemendur hafa innritast í 2. bekk. Um áramót hóf l nemandi til viðbótar nám á 5. önn. Þá hafa 6 nemendur innritast beint í verk- námsdvöl í vetur og 3 nemendur hafa verið skráðir í óreglulegt nám við skólann. Af þessum nemendum eru 60 piltar og 32 stúlkur og 3 eru erlendir. Nú hafa 17 nemendur lokið verknámsdvöl sinni og 9 eru í verknámi. Þessi nemendafjöldi er nær hinn sami og síðastliðið skólaár og er aðsókn að skólanum of lítil að mínu mati. Þetta á fyrst og fremst við um Bændadeildir skólans en að- sókn að búvísindanáminu er í samræmi við áætlanir. í dag brautskráist 31 búfræðingur og auk þess 1 nemandi sem lokið hefur 5. önn. 25 nemendur ljúka prófi af búfjárræktarsviði, 1 af rekstrarsviði og 6 af landnýtingar- sviði þar af 1 af 5. önn. Bestum árangri á búfræðiprófl náðu: 1. Nanna Dóra Ragnarsdóttir, Akumesi 8,82 2. Hafsteinn J. Hannesson, Arnkötlustöðum 8,80 3. Halldór Áki Oskarsson, Álftarhóli 8,80 Bestum árangri á búfjárræktar- sviði náðu: 1. Hafsteinn J. Hannesson 8,8 2. Halldór Á. Óskarsson 8,8 3. Jóhannes Símonarson 8,7 Bestum árangri á landnýtingar- sviði: 1. Nanna Dóra Ragnarsdóttir 8,8 2. Guðrún Schmidt 8,6 3. Steingrímur Kristinsson 8,5 Verðlaunaveitingar: Besti árangur á búfræðiprófi: Nanna Dóra Ragnarsdóttir. Besti árangur í verknámsdvöl: Nanna Dóra Ragnarsdóttir. 304 FREYR- 7. ’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.