Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 27

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 27
búnaðarsambandanna hér á landi vinna að fullu að slíkri upplýsinga- öflun. Þeir segja, eins og við bentum á, að þetta sé verðmætur grunnur til að meta áhrif umhverfis á framleiðslu og heilsufar gripa, auk þess að verða einn af lyklunum að gæðaframleiðslu komandi ára. Upp- lýsingaöldin laðar í vaxandi mæli fram kröfur neytenda um góðar upplýsingar um alla þætti fram- leiðsluferilsins. Engin viðbrögð bænda önnur en þau að mæta þessari kröfu geta verið skynsamleg þegar skyggnst er til framtíðar. I ritinu er rakin þróun í kynbóta- mati gripa og ræktunarstarfi sem um margt líkist þróun hér á landi þar sem við höfum oft sótt hugmyndir okkar þangað yfir hafið. Afkvæma- rannsóknarstöðvamar voru þar á sínum tíma snar þáttur líkt og hér á landi. I ræktunarstarfinu hafa þeir vegna stofnstærðar miklu traustara mat á ýmsum þáttum en við höfum. Þess má til gamans geta að í kynbótamati erum við þó sem stendur skrefi á undan þeim því að kynbótamat eftir einstaklings- módeli, eins og tekið var upp hér á landi fyrir rúmum tveim árum, ráðgera þeir að geta fyrst tekið í notkun á árinu 1997. Hér hefur í stuttu ntáli verið vikið að ýmsum þáttum sem tengjast því undirstöðustarfi kúabúskapar sem skýrsluhald í nautgriparækt er. Eins og hér hefur komið fram er í öllum löndum með þróaða mjólkur- framleiðslu litið á skýrsluhaldið sem afar mikilvægan þátt. Þetta kemur fram í síaukinni þátttöku í starfinu í öllum löndum. Slfk þróun hefur sem betur fer einnig átt sér stað hér á landi á síðustu árum þó að hún, eins og oft hefur verið bent á, þyrfti að vera enn hraðari hér á landi. Samanburður við nágrannana sýnir öðru fremur að við stöndum mjög vel í samanburði við þá hvað viðkemur kostnaði við framkvæmd skýrsluhaldsins. Þessi framkvæmd kann að hafa einhver áhrif á gæði upplýsinga hér á landi en tvímæla- laust ekkert í samanburði við kostn- aðarmun. Þar sem helst á skortir (kjötframleiðsla, upplýsingar um heilsufar) er á þeim sviðum þar sem reynir á samstarf fleiri aðila (afurðastöðva, dýralækna). Hér kann einnig að birtast skortur hjá bændum hér á landi, í samanburði við stéttarbræður í nálægum löndum, á að líta á ólíka þjónustu- aðila þeirra sem eina heild og láta þá starfa í samræmi við það. Slíkt er samt líklega enn meira vandamál á mörgum öðrum sviðum en í nautgriparækt. Lífrœnn landbúnaöur í umfjöllun um lífrænan land- búnað hefur notkun hugtaka verið nokkuð á reiki. Áríðandi er að hér sé gætt samræmis til að útiloka misskilning. Með lögum nr. 162/1994 og reglugerð nr. 219/1995 um lífræna landbúnaðarframleiðslu hefur verið ákveðið að þeir búskaparhættir sem t.d. í enskumælandi löndum eru kenndir við „organic" og á Norð- urlöndum við „ökologisk" skulu kallast lífrænir hér á landi. Landbúnaður er í eðli sínu mis- munandi vistvænn, allt eftir fram- leiðsluháttum. Þannig er lífrænn landbúnaður talinn vistvænstur. Til frekari áréttingar má benda á reglugerð ESB nr. 2092/91 frá 24. júní 1991. Þar kemur ofangreint skýrt fram. í 2. gr. er til dæmis tíundað hvaða orð eru notuð yfir lífrænan landbúnað á mismunandi tungumálum. Höfundar efnis eru vinsamlegast beðnir um að taka þetta til greina. Ritstj. DEKKJAHÖLLIN Draupnisgötu 5 - 603 Akureyri Sími: 462 3002 Fax: 462 4581 Bændur! Verktakar! Við eigum til á lager úrval búvéla- og vinnuvéladekkja á hagstæðu verði, beint frá framleiðanda. (ISO 9002 gæðastaðall) ZSÆLUANCE • ■ Dekkj'ah ÖUI22 JLkureyri 7.'95- FREYR 299

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.