Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 28

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 28
Lífrœn viðskiptaráðstefna og vörusýning í Þýskalandi Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur, Bœndasamtökum íslands Dagana 28. febrúar til 3. mars sl. héldu Alþjóðasamtök lífrœnna landbúnaðar- hreyfinga (IFOAM) 4. alþjóðlegu viðskiptaráðsefnu sína í tengslum við stœrstu sýningu á lífrœnum vörum sem til þessa hefur verið haldin íheiminum, BIO FACH '95 en hún stóð yfir dagana 2. til 5. mars. Hvort tveggja var haldið í stórri ráð- stefnu- og sýningarhöll í Frankfurt. Fjölsótt ráðstefna þjóðum í öllum heimsálfum en Á ráðstefnunni voru saman aðild að IFOAM eiga um 500 sam- komnir um 400 fulltrúar frá 60 tök og stofnanir í 95 löndum. Sam- mm bI^^b * iwTfnmTionAtt "t-ALH'95 - MCHMtm rOn iutuiikost.natun*,t.ntu Merki ráðstefnunnar og vörusýningarinnar yfir inngangi hinnar glœsilegu ráð- stefnu- og sýningarhallar í Frankfi i. (Ljósm. Ó.R.D.) Svipmynd frá stœrsta ráðstefnusalnum þar sem flestir fundirnir voru haldnir. Að- staðan var til fyrirmyndar. (Ljósm. Ó.R.D.) tökin hafa aðsetur á búgarði í Tholey-Theley í Þýskalandi skammt frá Lúxemburg. Þau koma fram fyrir hönd framleiðenda í lífrænum landbúnaði við margvísleg tækifæri svo sem á alþjóðlegum ráðstefnum og fundum um umhverfismál, halda sjálf ráðstefnur víða um heim um ýmis efni er varða lífrænan land- búnað og gefa út og hafa í stöðugri endurskoðun grunnreglur um líf- ræna framleiðsluhætti sem m.a. hafa hér á landi verið hafðar til hliðsjónar við samningu reglugerð- ar nr. 219/1995 um lífræna landbún- aðarframleiðslu. Þá gefur IFOAM út tímaiátið „Ecology and Farming“ og margvíslegt annað fræðsluefni. Þess má geta að 11. alþjóðlega vísindaráðstefna samtakanna verð- ur haldin í Kaupmannahöfn sumarið 1996. Um árabil var Thornas B. Harding (Bandaríkjamaður) forseti og Carl Haest (Belgíu) ritari sam- takanna. I desember sl. tók Hervé La Prairie (Frakklandi) við stöðu forseta en Bernward Geier er fram- kvæmdastjóri IFOAM. Þeir "hafa allir komið hingað til lands á undan- förnum tveim árum og höfum við myndað ágæt tengsl við samtökin. IFOAM ráðgerir að halda stjómarfund hér á landi í haust og er Baldvin Jónsson að skipuleggja hann í samvinnu við fram- kvæmdastjórann. Fróðlegt umrœðuefni Ráðstefnan reyndist mjög vel skipulögð og aðstaðan í ráðstefnu- og sýningarhöllinni í Frankfurt var 300 FREYR - 7. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.