Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 25

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 25
grunni fjölda mjólkurlítra sem þurfi til að greiða skýrsluhaldskostnað. Kemur fram að þar er um að ræða tölur á bilinu 54-95 kg mjólkur á hverja kú. Ljóst er að við stöndumst ákaflega vel allan samanburð við það. Eins og áður er nefnt voru möguleikar til efnamælinga á mjólk einstakra gripa einn af fyrstu hvötum til skýrsluhaldsins. Þessar mælingar önnuðust eftirlitsmenn- imir fyrst og víða erlendis miklu lengur enn hér á landi þar sem mjólkurbúin tóku fitumælingar að sér tiltölulega fljótt eftir að þau hófu starfsemi hér á landi. í Danmörku fara þessar mælingar ekki úr höndum eftirlitsmanna fyrr en þar í landi er farið að koma upp sér- stökum mælingamiðstöðvum hlið- stætt og Rannsóknarstofa mjólkur- iðnaðarins er hér á landi. Um allan heim fara þessar mælingar nú fram í slíkum stofnunum með stöðluðum búnaði sem einmitt Danir hafa verið í forystu um að framleiða. Ættbókarfærsla var í mörgum löndum komin á á vegum rækt- unarfélaga áður en skýrsluhald kom til sögunnar í nautgriparækt. Víða um lönd kom til árekstra á milli þessarar starfsemi og skýrslu- haldsins þar sem að mörgu leyti var um vissan tvíverknað í starfí að ræða. Ljóst er að víða var þessi tvískipting á árabili nokkur þrándur í götu þróunar í skýrsluhaldinu. Slíkrar þróunar gætti sem betur fer aldrei hér á landi þar sem ættbókar- færsla var góðu heilli aldrei tekin upp. Trygg merking gripa. Einn mikilvægur þáttur skýrslu- halds erlendis hefur því miður aldrei náð fótfestu hér á landi en það er trygg merking gripa. Það er að vísu nefnt í áðumefndu riti að í löndum þar sem litarfjölbreytileiki gripa sé mikill hafi merking gripa ekki náð jafn mikilli fótfestu og þar sem hann er minni. Þróun merk- ingarkerfa er ítarlega rakin. I Danmörku var mjög lengi notað sérstakt bitakerfi sem ýmsir hér á landi þekkja. Þetta kerfi var öruggt að því leyti að merking týnist ekki en hins vegar þarf að þekkja kerfið til að geta lesið úr því og það verður Kassi með mjólkursýnum fluttur á hestvagni árið 1933. ekki gert nema standa hið næsta gripnum. Merking gripa með varan- legum merkjum hefur verið við lýði um tvo áratugi og á síðustu árum með gulum auðlesanlegum plast- merkjum. Danir hafa tekið upp ein- hlítt merkingarkerfi fyrir alla naut- gripi þannig að engir tveir gripir í landinu geta borið sama númer. Tímabært er fyrir íslenska bændur að fara að gera sér grein fyrir því víðtæka gildi sem slík einhlít merking gripa hefur. I allri umræðu um sértæka framleiðslu ( lífræna, vistvæna o.s.frv.) er slík merking gripa algert undirstöðuatriði. Þessi merking í löndum þar sem henni hefur verið komið á (Holland og Danmörk standa þar tvímæla- laust í fararbroddi) hefur skapað möguleika á mjög kerfisbundinni upplýsingaöflun vegna kjötfram- leiðslu nautgripa. í þessum efnum hefur einnig hjálpað mikið til sá samvinnugrundvöllur sem margt af starfsemi bænda í þessum löndum hvílir á. I Danmörku hefur þróun í tölvumálum í landbúnaði mikið mótast af því að við innreið þeirrar tækni fyrir þremur áratugum var byggð upp mikil tölvumiðstöð land- búnaðar sem að stóðu allir aðilai' / eyra kýrinnar er merki sem unnt er að lesa af á rafrœnan hátt auk þess sem tölumar sjást úr nokkurri fjarlœgð. 7.'95- FREYR 297

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.