Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 12

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 12
Ég var vel skjólbúinn úr föður- garði, í íslenskum ullarnærfötum og ullarsokkum sem náðu upp undir hné. En það dugði samt ekki, og við fengum að skreppa inn annað slagið til að ylja okkur. Fljótlega var ég settur í að sjá um kyndinguna í gróðrarstöðinni en við starfsmenn skiptumst á um það eina viku í senn. A þeim tíma var kynt með kolurn en þau voru mjög skömmtuð. Það voru því fá gróður- hús sem voru kynt, af hinum var vatnið tekið og allt fékk að frjósa í þeim, enda voru þau hálftóm, flest. Fljótlega eftir að ég kom út fór ég í garðyrkjukvöldskóla. Kennari þar var yfirmaður okkar í gróðrar- stöðinni, glöggur maður og fær, menntaður bæði frá danska búnað- arháskólanum og master frá Cornell í Bandaríkjunum; með afbrigðum skemmtilegur maður. Hann hugsaði mjög vel um okkur, en við unnum alls 12 á þessari stöð. Fyrstu tvo mánuðina bjó ég í heimavist í búnaðarskóla einum skammt fyrir utan við Lyngby. En þegar ég kom heim á kvöldin var búið að taka hitann af allsstaðar, því orkuna þurfti að spara. Og á morgn- ana þurfti maður að byrja á því að brjóta ísinn á vatnsfötunni til að ná sér í vatn í þvottaskálina. í garðyrkju hjá Jótum Hann var búinn að segja mér það, húsbóndinn, að til þess að ná sem fjölbreyttastri reynslu og fræðslu í garðyrkjustörfum mætti ég ekki vera of lengi á hverjum stað, ég yrði að skipta um vinnustaði. Og ég fékk vinnu um vorið úti á Jótlandi á stað sem heitir Roslev í Salling við Limafjörð. Þar var blönduð gróðrarstöð, þ.e.a.s. gróðurhús, útiræktun og trjáplönturæktun. Ég hafði þegar mikinn áhuga á trjáplönturæktun þó að ég hefði aldrei komið nálægt henni. Til Roslev kom ég 1. aprfl. Þetta var lítið þorp, og það var ágætt að vera þar, en þó allt annað en á hinum staðnum, allt miklu frum- stæðara. En ég kynntist þar ýmsu, fékk að vinna bæði úti og inni og fara niður á torgið í þorpinu og selja grænmeti og epli á útimarkaði, ef gott var veður. Ég kynntist fljótlega Þessi mynd var tekin rétt áður en Óli Valur hélt til Þýskalands árið 1940. í bakgrunni er skrautvínviður sem ftkrar sig upp eftir vegg. ungu fólki þama í bænum og líkaði dvölin vel. Þegar líða tók á sumarið fór ég að hugsa um að reyna að komast í skóla, því kvöldskólaveran hafði kveikt dálítið í mér og námið þar hafði gengið vel. Mér var þá bent á að ef ég skryppi til Þýskalands gæti ég mokað þar inn peningum á tiltölulega stuttum tíma. Þjóðverja vantaði garðyrkju- menn í stað þeirra sem smám saman var verið að kalla í herinn og komnir voru til vígstöðvanna og aðrir dauðir eða sárir. Svo ég fór að kanna þetta og skrifaði á nokkra staði sem ég vissi um; meðal annars skrifaði ég grasagarðinum í Vín í Austurríki. Það var vegna þess að áhugi minn á plöntum fór sífellt vaxandi. Ég var farinn að huga mikið að gróðrinum úti í Móður náttúru í Danmörku, var búinn að kaupa mér grasafræði- bækur og hafði gaman af að grúska í þeim. Haldið til Þýskalands Endirinn varð sá að ég réði mig í gróðrarstöð í Berlín. Þar bauðst mér í kaup um eitt mark á klst., sem var mjög gott miðað við það sem ég hafði í Danmörku. Hvernig gekk garðyrkjumatm- inum ttnga með þýskuna? - Mér gekk ekki alltof vel í fyrstu. Ég hafði lært svolitla þýsku í héma í gagnfræðaskólanum og það var mikil hjálp, en mér gekk aldrei nógu vel. Það kom nefnilega á daginn að í garðyrkjustöðinni í Berlín unnu nokkrir danskir garðyrkjumenn og auðvitað talaði maður dönsku við þá. En ég var þó skömminni skárri í þýsku heldur en þeir, því alltaf þegar eitthvað þurfti á að halda var ég notaður sem túlkur. Ég bjó inni í Berlín á svæði sem hét þá Steglitz og vann í gríðarstórri gróðrarstöð í Zhelendorf í útjaðri borgarinnar. Þar var mikið af gróð- urhúsum og einkum var þar stunduð blómarækt. Eigandi gróðrarstöðvarinnar hét Hermann Rothe, mjög þekktur skreytingameistari. Hann átti marg- ar blómaverslanir niðri í miðbæ og aðrar um borð í stórskipunum Bremen og Hamburg sem sigldu á milli Þýskalands og New-York fyrir stríð. Þetta var þá voldugt fyrirtæki. Þarna vann ég við blóm undir stjórn Þjóðverja og undi mér vel. Það var að vísu þröngt í búi en ég gerði mér grein fyrir því áður en ég fór af stað. Ég skipti mér ekki af neinu. Unga fólkið sem vann þarna var námsfólk og ekkert mjög margt. En þau sáu ekkert annað en Hitler og voru í Hitlersæskunni. Þau voru stundum að segja manni frá ýmsu sem við hefði borið í þeim félagsskap. Strákarnir voru búnir að vera í þessari hreyfingu frá því þeir voru smápollar og vissu hvað þeir yrðu látnir gera þegar þeir yrðu kallaðir í herþjónustu, höfðu verið þjálfaðir upp í það. Þannig var einn strák- urinn í svifflugi; hann átti að fara í flugherinn; annar átti að verða mótorhjólasendill í hernum. Þarna á garðyrkjustöðinni var mjög blönduð ræktun og um 50 manns í vinnu, margt af þvíófaglært fólk, t.d. 8 Búlgarar og allmargir franskir stríðsfangar. Bretar gerðu lofárásir á Berlín og þær fóru vaxandi eftir því sem tíminn leið. Eitt sinn þegar sprengj- um var varpað að gríðarstóru strætis- vagnaverkstæði í grennd við garð- yrkjustöðina, lenti ein þeirra kipp- kom frá gróðurhúsunum og rústaði þau, og þá fengum við stríðsfanga til að hjálpa okkur að hreinsa til. Þeir héldu svo áfram að koma við og við fram eftir öllum vetri. 284 FREYR - 7. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.